Hvað er í gangi?

Svona gengur það til í heimi viðskiptanna

Þegar Árni Sigfússon núverandi bæjarstjóri í Keflavík var forstjóri tölvufyrirtækisins Tölvutækni var eitt af hans fyrstu verkum að afskrifa einhver ósköpin af gömlum birgðum. Í bókhaldi slíkra fyrirtækja er slík birgðasöfnun ekki mjög raunhæf enda um að ræða vörur sem eru mjög fljótar að úreldast og ef þær eru ekki seldar strax þá missa þær fljótt fjárhagslegt gildi sitt. Árni fékk auðvitað mjög bágt fyrir en hann naut þess síðar í sínum praxís.

Því miður kemur oft fram hjá stjórnendum fyrirtæka aðþeir leggi megináherslu á skammtímaáætlanir og er það auðvitað oft ekki rétt aðferð. Þá kemur oft fram áhersla á skyndigróða og að hámarka hagnað með hliðsjón af þessum skammtímasjónarmiðum. Oft reynist þetta rangt og getur orðið fyrirtækjum dýrkeypt. Þannig lýst mér engan veginn á Kaupþing en fyrir tæpu ári freistaðist ég að kaupa dálíinn hlut í þessu fyrirtæki sem var á blússandi ferð upp verðskala hlutabréfamarkaðarins. Hvað skeður? Þettafyrirtæki rýkur upp í gengið 1250 ef ekki hærra en síðan hefur það fallið óðfluga og er núna rúmlega 850. Hefur verðmæti banka þessa rýrnað sem þessu nemur eða um þriðjung? Nú skortir mig allar forsendur til að meta þetta enda er eg fyrst og fremst tómstundafjárfestir. En satt best að segja finnst mér þetta hafa verið einhver þau afdrifgaríkustu afglöp í fjárfestingum mínum fyrr og síðar og þakka fyrir að hafa ekki fjárfest meira í fyrirtæki þessu. Þó námu fjárfestingarnar andvirði slyddujeppa og fannst mér arðurinn af þeim fjárfestingum vera fuyrðurýran eða skitnar 38 þús. krónur en hagnaður banka þessa nam um 85 milljörðum íslenskra króna! Það er auðvitað óskandi að þetta einkennilega fyrirtæki geti greitt hluthöfum sínum og þar með eigendum einhvern betri arð í nánustu framtíð sm það þó ekki getur í bullandi góðæri. Á síðasta aðalfundi banka þessa komu fram verulega háir kaupsamningar við stjórnendur og er það allt saman mjög einkennilegt.

Annars er hlutabréfamarkaðurinn íslenski mjög einkennilegur um þessar mundir að ekki sé meira sagt. Gengi hlutabréfa hefur fallið mjög mikið og eru eðlilega ýmsar skýringar á því: háir vextir, lausafjárskortur, vaxandi dýrtíð og sitt hvað sem veldur ólgu á markaði sem þessum.

En kannski að Eyjólfur hressist og hlutabréfamarkaðurinn þar með þannig að íslenskir fjárfestar geti
séð einhvern árangurs af ósérhlífinni vinnu sinni að halda uppi íslensku efnahagslíf.

Mosi - alias 

 


mbl.is Forstjóri Morgan Stanley fær engan jólabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2007

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband