Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Skyldi einhver hafa gaman af svona fíflaskap?

Viđ Íslendingar erum lánsamir ađ hér er unnt ađ telja á fingrum annarrar handar uppákomur ţar ofbeldi og átök koma ađ einhverju leyti viđ sögu:

1. Hvíta stríđiđ vegna rússnesks drengs sem talinn vćri haldinn alvarlegum sjúkdómi. Hann var sóttur af yfirvöldum á heimili Ólafs Friđrikssonar ritstjóra.

2. Gúttóslagurinn 7.nóv.1932 ţegar meirihluti bćjarstjórnar í Reykjavík hugđist lćkka tímakaupiđ í atvinnubótavinnunni. Fundurinn var haldinn í Góđtemplarahúsinu viđ Vonarstrćti ţar sem nú eru bílastćđi ţingmanna sunnan ţinghússins. Á ţessum degi var Ísland á barmi borgarastyrjaldar en var sennilega afstýrt vegna skyldurćkni kennara: Brynjólfur Bjarnason var hugmyndafrćđingur ţeirra sem yst voru til vinstri en fór af vettvangi til ađ kenna í Menntaskólanum. Nemendur hans kváđu síđar ađ ţetta hefđi veriđ einna styssta kennslustund í sögu MR ţví Brynjólfur fór strax til baka og hugđist ađ öllum líkindum leiđa byltinguna. En ţá voru flestir farnir endu hugsuđu flestir: fyrst Brynjólfur er farinn ţá frestum viđ byltingunni. Björn Ţorsteinsson söguprófessor sagđi síđar ađ byltingunni hefđi yfirleitt alltaf veriđ frestađ, - vegna veđurs!

3. Austurvallarslagurinn 30.mars 1949 vegna inngöngu í NATO. Ţessi innganga var undirbúin međ mikillri leynd af ţáverandi stjórnvöldum og kom á óvart hversu allt samfélagiđ fór í baklás og mjög alvarćleg átök urđu af. Nú er verkefni hjá sögumönnum: Hvađ fór úrskeiđis og hefđi mátt međ betri undirbúningi koma ţessu máli í annan friđsamari farveg?

4. Mótmćli á Lćkjartorgi 1973 vegna áreksturs breskrar freigátu á íslenskt varđskip sem augljóslega var ákveđinn af ásetningi. Stór hópur manna hélt ađ breska sendiráđinu í nyrđri Sturluhöllinni viđ Laufásveg og braut nánast hverja einustu rúđu í húsinu. Ţetta var okkur til mikils vansa og mađur sem staddur var í húsinu var í lífshćttu en skreiđ undir borđ međan grjótkastiđ stóđ yfir.

5. Mótmćli síđustu ára vegna bankahrunsins voru ađ mörgu leyti eđlilegt framhald og viđbrögđ vegna ţess ađ ţáverandi ríkisstjórn undir forsćti Geirs Haarde ađhafđist EKKERT til ađ afstýra hruninu. Ríkisstofnanir brugđust eftirlitshlutverki sínu.

Ţessi uppákoma viđ Stjórnarráđiđ nú í morgunsáriđ kemur okkur til ađ huga betur ađ öryggi viđ Stjórnarráđiđ. Fyrrum var girđing kringum húsiđ og spurning hvort ekki verđi ađ koma slíku mannvirki upp ţó ţađ kann e.t.v. ađ vera til lýta. En viđ verđum ađ huga betur ađ öryggi ráđamanna međan einhverjir vitleysingar ganga lausir.

Ofbeldi hvort sem ţađ er augljóst eđa faliđ er engum málstađ ađ gagni!

Góđar stundir!


mbl.is Mikill viđbúnađur vegna sprengjuleifa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ótrúleg bírćfni

Augljóst er ađ sumir samborgarar eru ekkert á ţví ađ ţeir beri ábyrgđ ţegar óhapp verđur undir svona tilfellum. Lögreglan gerir hárrétt og vonandi verđur ţetta öđrum bírćfnum til alvarlegrar ađvörunar.

Fjórhjól eiga ađ vera skráđ og tryggđ sem önnur vélknúin farartćki. Af ţeim getur stafađ hćtta bćđi vegna handvammar og mistaka. Einnig gćti komiđ upp einhvers konar bilun ţannig ađ aksturseiginleikar verđi ađrir en ćtlast er til.

Ţví miđur líta margir á fjórhjól og önnur vélknúin farartćki sem eins og hver önnur skemmtitćki.


mbl.is Barniđ hjálmlaust á fjórhjóli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Má treysta ţví ađ forseti fari?

Ólafur Ragnar á endilega ađ ţiggja bođ Al Gore ađ fara til Suđurskautsins sem virđist verđa stöđugt vinsćlla međ hverri vikunni sem líđur. Fyrir nokkru fréttist af ađ fyrrum bankarćningjar frá Íslandi hefđu veriđ ţar sem og einhverjir útrásarvargar ţannig ađ vinsćldir Suđurskautsins fara sívaxandi.

Viđ sem viljum gjarnan sjá forseta sem grípur ekki stöđugt fram fyrir hendurnar á framkvćmdavaldinu og löggjafarvaldinu ćttum ađ fagna ferđ forseta. Og munum sennilega ekki sakna hans tilfinnanlega á međan hann er fjarri, rétt eins og Marínó Hafstein fyrrum sýslumađur í Strandasýslu sem var mjög ánćgđur ţegar Klemens Jónsson landritari var 3 eđa 4 mánuđi fjarri í Stjórnarráđinu á sínum tíma.

En auđvitađ óskum viđ Ólafi góđrar ferđar og vonum ađ hún muni koma til međ ađ verđa eins ódýr og hagkvćm enda veitir ekki af ađ halda vel um öll óţarfa útgjöld enda mun málatilbúnađurinn vegna Icesave kosta offjár.

Annars mćtti benda ţeim Al Gore og Ólafi Ragnari á ađ unnt er ađ fara um jökulbreiđur á Íslandi á hagkvćmari hátt en alla leiđ á Suđurskautiđ og spara ţar međ offjár á kostnađ skattborgara. Ţađ ţarf ekki ađ auka ferđaálag á Suđurskautiđ til ađ vekja athygli á góđum málstađ.


mbl.is Ólafur Ragnar og Al Gore til Suđurskautslandsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Var brask ađ baki?

Í fréttum kemur fram ađ ţessi gamli togari var seldur til norsks útgerđarfyrirtćkis í ţeim tilgangi ađ fćra kvóta milli skipa. Ţetta hefur ţurft ađ gerast hratt og ţá hafa vćntanlega hlutađeigandi ađilar haft hrađar hendur.

Skipiđ virđist hafa fengiđ haffćrisskírteini til bráđabirgđa en sennilega hefur veriđ framin vćgast sagt flaustursleg skođun á ástandi og búnađi skipsins. Svo virđist ađ annađhvort var dćlubúnađi áfatt eđa ekki nógu margir í áhöfn til ađ geta haft dćlurnar ganga og vinna viđ ţađ sem ţeim er ćtlađ.

Í annan stađ virđist öryggisbúnađi veriđ áfátt. Ţannig virđist eins og ađeins einn nothćfur flotbúningur hafi veriđ til reiđu.

Ákvörđunin ađ koma skipinu úr landi hefur auk ţess veriđ vćntanlega sparnađur vegna bryggjugjalda fram á vor spilađ inn í. Bryggjugjöld eru nefnilega ekki gefin enda mikiđ öryggi og nokkur ţjónusta sem ţar er veitt í té. Líklega hefđi mátt spara ţau á annan hátt, t.d. leggja skipinu viđ legufćri (stjóra) á skjólsćlum stađ uns ţađ hefđi veriđ siglt eđa dregiđ af öđru skipi fullbúnu yfir úthafiđ til hinsta áfangastađar.

Oft hafa mannslíf tapast vegna gróđabralls. Allt of oft hafa veriđ teknar ákvarđanir ţar sem mannslífum er stefnt í óţarfa lífshćttu. Svo bendir til ađ ţessu sinni.

Sjópróf munu vćntanlega leiđa ţetta í ljós. Undarlegt er ađ ţau fari ekki fram í Noregi ţar sem skipiđ sökk viđ Noregsstrendur. Ţar hefđi ađ öllum líkindum veriđ gengiđ harđar ađ fá á hreint hvađa ástćđur voru fyrir ţví ađ senda skipiđ vanbúnu yfir hafiđ á varhugaverđasta tíma ársins.

Mosi


mbl.is Bíđa gagna frá björgunarađilum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Greiđar upplýsingar í Geirsmáli

Kl.9.22 er ţessi frétt komin á vefútgáfu Morgunblađsins. Ţađ teljast skjót viđbrögđ.

Í alla nótt og allan morgun eru ţúsundir Íslendinga á leiđinni ýmist í vinnu eđa annarra starfa og komast vart leiđar sinnar. Farţegar um Leifsstöđ komast hvorki lönd né leiđ klukkustundum saman. Fjölmörgum skólum á landsbyggđinni eru óstarfhćfir vegna veđurs og ófćrđar. Enn er ekki ljóst hvernig fćrđ er og hvernig fólki tekst ađ komast á milli. En á međan getum viđ fylgst strax međ nýjustu upplýsingum sem tengjast landsdómsmáli Geirs Haarde.

Ţetta eru einkennilegar áherslur. Einnig er ađ ýmsu leyti furđulegt ađ vefútgáfan Visir.is greinir nú frá ţví ađ Baldur Guđlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Ármann Ţorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupţing Singer&Friedlander, skráđu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miđjan september síđastliđinn. Sú útgáfa er í eigu Aldar ehf., félags í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en hann var áđur eini eigandi útgáfunnar.

Nánar um ţetta er á slóđinni: http://www.visir.is/baldur,-armann-og-kjartan-nyir-eigendur-/article/2012120129195

Augljóst er ađ Hádegismóarnir fylgjast betur međ sínum mönnum en ţví sem meira skiptir fyrir ţjóđina. Sleppa öđru sem ekki er ţeim jafn hagstćtt eins og viđkvćmum upplýsingum sem tengjast umdeildum mönnum viđ Sjálfstćđisflokkinn. Í hugum flestra er mál Geirs ţannig fariđ, ađ sennilega verđi ţađ best í höndum Landsdóms. Í Fréttablađinu í dag er t.d. mjög velrituđ grein eftir Arnbjörgu Sigurđardóttur hérađsdómslögmann: Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde. Skyldi ekki vera meiri ţekking á mannréttindum og stjórnskipunarrétti međal dómenda í Landsdómi en víđast hvar annars stađar? Ef ákćran verđur dregin til baka ţá verđur Geir og Sjálfstćđisflokknum sjálfsagt endalaust núiđ um nasir um undirferli og pukur gagnvart ţjóđinni. Ef Landsdómur fćr friđ fyrir hamagangi Bjarna Ben. og fleiri vina og vandamanna Geirs ţá verđur hann annađ hvort dćmdur sekur eđa sýknađur „ađ bestu manna yfirsýn“. Ţessi uppákoma virđist öll ţví marki brennd ađ Sjálfstćđisflokkurinn kappkosti međ öllum ráđum og dáđum ađ koma í veg fyrir ađ Landsdómur dćmi í ţessu vćgast sagt einkennilega máli.

Áherslur fjölmiđla eru eđlilega mismunandi. En Hádegismóastefnan á sér fáa formćlendur.

Međ ţeirri frómu ósk ađ Bjarni sjái sóma sinn í ađ draga ţingsályktun sína til baka. Hún er mjög vanhugsuđ enda ekki í samrćmi viđ sjónarmiđ Bjarna í máli 9 menninganna. Ţar fer hann í gróft manngreiningarálit og honum til mikils vansa.

Ţá er óskandi ađ ţeir ţúsundir landar okkar nái í áfangastađ heilir á höldu gegnum miskunnarlausan veđurofsa og ófćrđ.

Vinsamlegast og góđar stundir!

Mosi


mbl.is Ţingiđ getur afturkallađ ákćruna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ýmsar spurningar vakna

1. Hvađa ástćđur eru fyrir ţví ađ sigla tiltölulega litlu skipi um úthaf milli landa á versta tíma ársins ţegar von er á verstu veđrum? Oft eru skip sem eru á leiđ í brotajárn dregin af öđru skipi sem eru vel útbúin.

2. Skip sem er á leiđ í hinstu för á leiđ í brotajárn er vćntanlega ekki vel útbúiđ. Spurning er hvort ţađ hafi haft fullgild haffćrisskírteini. Hvenćr var haffćrisskírteiniđ gefiđ út og voru einhver skilyrđi sett?

3. Er möguleiki ađ eigandi skipsins fái meira fyrir skipiđ í formi tryggingabóta en ţađ sem brotajárnssalinn var tilbúinn ađ greiđa fyrir skipiđ?

Ef einhverri ţessara ţriggja spurninga er svarađ jákvćtt er fyllsta ástćđa til ađ gruna skipseigandann um ađ hann hafi ekki góđa samvisku.


mbl.is Hallgrímur SI fórst
Tenging viđ ţessa frétt hefur veriđ rofin vegna kvartana.

Verra var ţađ á árum „kalda stríđsins“

„Brennimerking“ var viđhöfđ víđa í Evrópu međ sama tilgangi og sakavottorđ. Ţeir sem höfđu brotiđ lögin voru oft dćmdir til refsingar og brennimerkingar „öđrum illum skálkum til strangrar ađvörunar“ eins og segir í einum dómi frá ţví rétt fyrir miđja 18. öld.

Á dögum „kalda stríđsins“ voru allir ţeir sem ţáverandi yfirvöldum stóđ stuggur af, stimplađir kommúnistar og ţar međ álitnir vera hinir verstu ţrjótar. Dćmi um slíkt voru rithöfundar sem ţorđu ađ gagnrýna ţessi sömu yfirvöld sem óspör voru á refsivöndinn. Eitt ráđiđ var rógurinn. Annađ ađ svipta viđkomandi ýmsum hlunnindum eins og skáldastyrkjum. Og ef vel bar í veiđi, ţá voru menn sviptir mannréttindum ýmsum eins og kosningarétti og sundum frelsi og stungiđ í steininn. Ţannig mátti „góđkunningi“ Morgunblađsins, Magnús Kjartansson ritstjóri Ţjóđviljans oft sćta slíkri međferđ.

Í dag hefur Jóhanna forsćtisráđherra veriđ ađ halda utan um veikan meirihluta og sem hún kallar „ađ smala köttum“. Sennilega er lýđrćđi og ađ hafa eigin skođun meiri innan stjórnarflokkanna en í Sjálfstćđisflokknum. Í ţeim flokki hefur oft veriđ ađeins ein skođun, einn vilji, einn foringi.

Mér finnst Styrmir skjóta dáldiđ framhjá markinu ađ ţessu sinni. Ţađ verđur ađ líta á söguna, ađdraganda ţess ástands sem nú er og hvađa ađstćđur ţađ eru sem nú eru í samfélaginu. Engin ríkisstjórn í sögu lýđveldisins hefur setiđ uppi međ ađra eins óreiđu, fjármálaóstjórn og spillingu eftir einkavćđingu Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins.

Sjálfur get eg ekki annađ en dáđst ađ ţessari konu, Jóhönnu Sigurđardóttur sem ásamt Steingrími J. hafa vađiđ áfram í moldviđri sem núverandi stjórnarandstađa hefur ţeytt upp, kannski situr forysta stjórnarandstöđunnar einna fastast fyrir á Bessastöđum. Enda eru tengsl allra ţessara ađila viđ hrunfólkiđ mjög mikil og virđist ekki sjá ađ neitt skilji ţá ađ.


mbl.is Styrmir: Ţingmenn brennimerktir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrunmađur ver annan hrunmann

Karl Axelsson var í stjórn Atorku sem var almenningshlutafélag. Stór hluthafi var auk ţess lífeyrissjóđir sem áttu mann í 5 manna stjórn. Undir lokin voru skuldir umtalsvert meiri en eignir sem voru nánast strikađar út. Má t.d. nefna ađ fyrirtćkiđ Promens sem var ađaleign Atorku lýst einskis virđi undir árslok 2008. Ári seinna var ţađ taliđ vera tćpra 12 milljarđa virđi!

Karl „afhenti“ ásamt öđrum í stjórn Atorku kröfuhöfum fyrirtćkiđ í formi nauđasamnings. Međ ţví var ađgangur almennra hluthafa í gegnum ţrotabú Atorku lokađ gjörsamlega.

Mjög athyglisvert er ađ í stjórn Atorku voru tveir hćstaréttarlögmenn. Ţeim hefur vćntanlega veriđ fullkomlega ljóst ađ sitthvađ viđ ákvarđanir stjórnar félagsins í ađdraganda hrunsins var á veikum grunni. Ţannig var ákveđiđ ađ selja Geysi Green Energy fyrirtćkiđ Jarđboranir sem ćtíđ hefur veriđ mjög vel rekiđ fyrirtćki. Yfirleitt er venja ađ bera slíkar mikilsverđar ákvarđanir undir hluthafafund.

Ţess má geta ađ einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf í Atorku nákvćmlega sömu daga og Baldur Guđlaugsson seldi sín hlutabréf í Landsbankanum (17. og 18.sept.2008). Sennilegt er ađ ţau viđskipti hafi dregiđ ţann dilk á eftir sér ađ fleiri vildu selja en gengi í Atorku fór í 11.4 ţegar REI máliđ kom upp en fór niđur í nánast ekkert neitt undir árslok 2008 ţegar ákveđiđ var ađ draga Atorku út úr Kauphöllinni.

Innherjaviđskipti hafa ekki fariđ hátt en reikna má međ ađ Sérstakur saksóknari muni skođa ţessi mál betur ţegar ţrćđir viđskiptalífsins koma betur í ljós.

Ţađ kćmi mér ekki á óvart ađ Karl verđi kominn í svipađa stöđu og sá sem hann er ađ verja fyrir dómi áđur en langt um líđur.

Ekki vil eg ađ nokkur saklaus mađur sé látinn sćta refsingu. Hinu er ekki ađ leyna ađ markađurinn féll m.a. eftir ađ innherjar notfćri sér upplýsingar sem enginn annar venjulegur mađur getur haft ađgang ađ. Enda byggist vörn Karls fyrst og fremst á ţví hálmstrái ađ unnt sé ađ krefjast frávísunar vegna formgalla. En sökin liggur augljóslega fyrir. Ţar verđur fátt um varnir.

Ţađ mun taka töluverđan tíma ađ grafast fyrir um alla vitleysuna á bak viđ hruninu. Ţar glatađist gríđarlegt fé í formi sparnađar einkum eldra fólks sem og lífeyrissjóđa sem treystu á ađ fjárfestingar vćru í lagi og ţćr gćtu orđiđ til góđs en ekki ills.


mbl.is Málinu beri ađ vísa frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fćr fólk frí til ađ fara út ađ labba?

Einkennilegt er ađ fólk fái frí til ţess ađ fara í ţessar svitastöđvar. Eg hefi aldrei skiliđ ţađ hvers vegna ţessar svonefndu „heilsurćktarstöđvar“, ganga eđa hlaupa á fćribandi, lyfta einhverju lóđadóti svo dćmi sé nefnt.

Sama gagn og jafnvel hollara er ađ fara út og ganga. Ţórbergur Ţórđarson er sennilega einn frćgasti „labbari“ Reykjavíkur allra tíma. Í samtalsbók Matthíasar Jóhannsen viđ Ţórberg, „Í kompaníi viđ allífiđ“ segir Ţórbergur frá heilsubótargöngum sínum. Sjálfur man eg eftir Ţórbergi í Hljómskálagarđinum kringum 1970 ţegar eg starfađi ţar sumarlangt í Garđyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Á nákvćmlega sama tíma birtist Ţórbergur og studdist viđ staf sinn. Öđru hvoru stoppađi hann og tók upp vasaúriđ ţví greinilegt var ađ hann vildi „halda áćtlun“ á ferđum sínum um bćinn. Venjulega gekk hann 2 klukkutíma og jafnvel lengur.

Mćttu ađrir taka sér Ţórberg sér til fyrirmyndar. Og kosturinn er augljós: Kostar ekkert nema nýja skósóla öđru hvoru og engin svitalykt af nćsta manni.

Eg hvet sem flesta vinnustađi ađ gefa fólki frí öđru hvoru til ađ labba. Ţađ mćtti ganga saman um bćinn,hafa međ sér sögufróđan mann og t.d. lesa hús í leiđinni.

En sleppum svitalyktaslömmunum. Ţađ er unnt ađ byggja upp góđa heilsu án ţeirra!

Góđar stundir! 


mbl.is Sumir fá frí til ađ fara í rćktina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Landlćknir grípi til neyđarréttar

Ljóst er ađ töluvert er um vitaóţarfa ađgerđir. Brjóstastćkkanir ungra kvenna á ţannig ađ vera gjörsamlega óţarfar. Brjóstin stćkka ţegar náttúran segir til sín ţegar tíminn er upprunninn. Öđru máli er í ţeim tilfellum ţar sem krabbamein hafa valdiđ konum ţjáningum og böli.

Hversu margar ađgerđir skyldu vera ţarflausar?

Í dag standa málin ţannig, ađ umsvifamesti lćknirinn í brjóstastćkkunum sem er jafnframt innflytjandi iđnađarsilikons sem hefur veriđ notađ í brjóstastćkkanir er kominn í veikindafrí. Á međan bíđa hundruđir kvenna í fullkominni óvissu um stöđu mála. Landlćkni ber ađ nálgast ţau gögn nú ţegar sem umrćddur lćknir hefur undir höndum enda er um mjög ţýđingarmiklar upplýsingar um ađgerđir sem ţessar konur gengust undir. Hér getur veriđ um líf ađ tefla enda er óvissan ţađ versta sem einstaklingurinn lendir í.

Spurning er hvort ţessi gögn séu háđ eignarrétti viđkomandi lćknis eđa ţeirra kvenna sem hann framkvćmdi ađgerđir á? Í öllu falli á landlćknir ađ grípa til neyđarréttar og fá afhent nú ţegar ţau gögn og upplýsingar sem varđa skjólstćđinga ţessa lćknis enda er hann virđist vera í löngu veikindafríi.

Einnig er ljóst, ađ einkarekin ţjónusta skrapar saman tímabundnum gróđa en samfélagiđ ber skađa af ţegar mistök verđa.

Mér finnst mjög einkennilegt, ađ sá stjórnmálaflokkur sem lengst af var stćrstur og umsvifamestur í samfélaginu, lćtur ţetta mál ekki ganga fyrir flestum öđrum. Hann beitti sér lengi í ţágu frelsis og ţjóđfélasgslegs öryggis. Kannski ţađ séu orđin tóm. En afglöp eins manns eru flokknum mikilvćgari en hagsmunir almennings. Ef til vill er ţetta mál honum erfitt.

Hvađ skyldi styrkjakóngurinn Guđlaugur Ţór, fyrrum heilbrigđisráđherra segja um ţessi mál? Hann hefur tjáđ sig fjálglega um flest mál önnur en ţau sem varđa heilbrigđi og öryggi allra ţegnanna.

Ţegar um heilbrigđi og öryggi landsmanna er ađ rćđa ţá ber ađ krefjast ţess ađ viđkomandi lćknir afhendi landlćkni öll gögn sem varđa sjúklinga hans. Ef ekki, ţá ber landlćkni hiklaust ađ beita neyđarrétti til ađ tryggja varđveislu og ađgengni ţessara gagna.


mbl.is 550 brjóstaađgerđir á ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • IMG_1616
 • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
 • Bútur af járnbrautarteinum?
 • ...259_1074252
 • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.10.): 0
 • Sl. sólarhring: 2
 • Sl. viku: 10
 • Frá upphafi: 236971

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 10
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband