Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Hvernig eiga fjölmiðlar að vera?

Öfgaskoðanir eru því miður að verða allt of algengar. Fréttir af öfgum eru að verða ansi fyrirferðamiklar í fjölmiðlum. Skýrt dæmi þessa eru öfgaskoðanir gagnvart Evrópusambandinu.

Auðvitað er Evrópusambandið langt frá því að vera „heilagt“ gagnvart gagnrýni, öðru nær. En gagnrýni á að vera byggð á rökum og leiða til að bæta og breyta en ekki til að grafa undan eins og tilgangurinn er með mörgum þeirra sem setja fram öfgakenndar skoðanir.

Ef litið er á fjölmiðla og starfsemi þeirra má spyrja: Af hverju eru fjölmiðlar að vekja sérstaka athygli á öfgaskoðunum og ekkert verið að draga úr? Hins vegar er lítt sinnt að draga fram gagnstæð sjónarmið og þá að leita eftir skynsamlegum rökum og sjónarmiðum? Þarna skilur milli áróðurs og upplýstrar umræðu.

Áróðurinn er eins og síbylja þar sem sífellt er verið að endurtaka sama gaggið: að vera á móti Evrópusambandinu. Þessi áróður er bæði lævís og léttvægur. Hann byggist lítt á rökrænni skoðunarmyndun heldur er eins og klisja sem þess vegna kæmi frá þeim sem hefur lesið of mikið af Mein Kampf og áþekkum áróðursritum.

Fjölmiðlar verða að leita hófs og leiða fram vitræna umræðu en forðast þessa klisjukenndu upphrópunarumræðu sem vart getur talist sérlega skynsamleg. 


mbl.is „Evrópa tilheyrir okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklaust hjal - gamla stórmennskuþulan

Eitthvað er þetta kunnuglegt. Fyrir nokkrum árum var klifað bæði seint og snemma um að Háskóli Ísland yrði meðal 100 bestu háskola heims hvorki meira né minna!

Þetta átti að gerast án þess að aukið fé væri veitt til Háskóla Íslands!

Og nú á að færa vísindastarfsemi á íslandi á það stig að það verði meaðl þess allra besta í víðri veröld. Er þetta ekki eins og gömul þula þeirra sem með valdið fara?

Nasistar í Þýskalandi vildu gera Þjóðverja að æðstu þjóð veraldar. Stórkarlalegar áætlaninir þeirra enduðu með skelfingu eftir að 50 milljónum mannslífa var sóað til einskis auk allra þeirra þjáninga og eignatjóns sem styrjaldir valda.

Mætti þakka fyrir að Sigmundur Davíð hafi ekki yfir her að ráða. Vel mætti það vera að hann myndi siga herafla að þeim sem þora að tjá sig og ganrýna.

Sigmundur Davíð er mjög skýrt dæmi um popularista í stjórnmálum. Hver gleymir því að hann hugðist skattleggja braskara sem höndluðu með kröfur á hendur þrotabúum bankanna. Áætlun í kosningaráróðri hans hljóðaði upp á 300 milljarða leiðréttingu lána! Braskaranir eru allir búsettir erlendis og því hafa íslensk skattalög ekkert með lögsögu yfir þessum bröskurum! Þeir hafa selt sínar kröfur og innleyst með ríkulegum árangri eins og aðrir braskarar hér á landi.

Eftir stendur að ríkissjóður greiði niður skuldir um 60 milljarða þ.e. 20% af upphaflegum markmiðum Sigmundar Davíðs. Þetta mikla fé er skafið saman m.a. með því að skera niður framlög til heilbrigðismála og menntamála.  Og Sigmundur Davíð hyggst slá sig sjalfan til riddara með marklausu hjali manns sem virðist vera annað hvort ábyrgðarlaus eða með óráði.

Því miður vrðum við íslendingar að sitja uppi með ríkisstjórn sem sennilega þarf helst að leiðrétta af öðru.


mbl.is Verði á meðal fremstu landa heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meinlokan í neikvæðum viðhorfum gagnvart Evrópusambandinu

Allar aðildarþjóðirnar að Evrópusambandinu telja sig hafa haft mikinn hag af inngöngu í Evrópusambandið. Hagur ríkja er bæði sameiginhelgur sem og hagur einstakra ríkja.

Viðhorfin gagnvart Evrópusambandinu hafa verið tengd mikillri tortryggni, allt að því grátlegri. Evrópusambandið er ekkert öðruvísi en stórt félag sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum allra sem aðild hafa að því. Það er mjög einkennilegt þegar verið er að reyna að fullyrða eitthvað sem stenst ekki:

Fullyrt er að aðild að Evrópusambandiu þýði endalok sjálfstæðis þjóðar. Þetta er rangt. Ekkert ríki sem hefur gerst aðildarríki hefur tapað sjálfstæði sínu. 

Fullyrt hefur verið að íslenskur landbúnaður verði rústaður og verði að engu hafður. Markaðasvörur frá Evrópusambandinu muni grafa hratt undan framleiðslu íslenskra bænda.Þetta er einnig rangt. Það eru ekki markmið Evrópusambandsins að eyðileggja holla og heilbrigða landbúnaðarframleiðslu sem rekin er á útjaðri Evrópusambandisns oft við erfiðar og óhagkvæmari framleisluaðstæður. Evrópusambandið vill viðhalda og styrkja framleislu sem þessa.

Fullyrt er að forræði okkar yfir fiskveiðiheimildum verði einnig  að engu höfð innan Evrópusambandsins og haft fyrir satt að LÍÚ sé alfarið á móti aðild. Þetta má rökstyðja á vissan hátt en hvernig er hægt að skilja fiskveiðiheimildir Samherja öðru vísi en þeim hefur verið úthlutað gegnum Evrópusambandið fiskveiðiheimildir og kvóta fyrir ströndum Norðvestur Afríku? Þar stunda þeir umtalsverðar úthafsveiðar sem eru þeim ekki til fyrirmyndar.

Það er ekki markmið Evrópusambandsins að rústa fiskveiðistjórnun sem hefur reynst vel. Íslendingar hafa margsinnis orðið fyrir því að eyðileggja fiskistofna og fengið þá reynslu að ekki verði meira tekið úr náttúrunni en náttúran er tilbúin sjálf að framleiða. Við höfum dregið þann lærdóm að við verðum að hafa góða stjórn á fiskveiðum. Þetta er viðurkennt í Evrópusambandinu og meira að segja Íslendingum talið til hags að hafa tekið skynsamlega stefnu í þessum málum.

Því miður verður að segja sem er að svo virðist sem heimskan hfir fremur verið beitt í rökræðum fremur en draga fram sannleikann og skynsamleg rök.

Í mínum huga er hvergi nokkurs staðar í heiminum eins langt gengið til að vernda frelsi einstaklingsins, mannréttindi og lýðræði.

Það kann að vera að þessir hlutir sé eitur í beinum þeirra sem telja sig missa forræði valds að stjórna land og lýð.

Innan Evrópusambandsins er margt mjög skynsamlegt og má benda á að hvergi standa mannréttindi neins staðar eins langt og innan þess í veröldinni.

Evrópusambandið er okkur góð og skynsamleg vörn gegn ásælni ríkja sem kunna að verða okkur fjandsamleg og gleypa okkur með manni og mús. Má benda á Kínverja sem hafa verið að færa sig mjög mikið upp á skaftið og hafa áform um að færa hagsmunasvæði  um norðanvert Atlantshaf. Íslensk leppstjórn væri draumurinn. Fyrir rúmum 60 árum innlimuðu Kínverjar Tíbet. Ísland getur orðið auðveldari biti fyrir þá að gleypa!

Eg hvet alla til að lesa greinar eftir Einar Benediktsson fyrrum sendiherra sem er okkar einn helsti sérfræðingur á sviði utanríkismála. Síðasta greinin hans birtist í Fréttablaðinu 10.maí s.l. 


mbl.is Gæti hafið viðræður fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hraðferð í nýtt hrun?

Sá tími er liðinn að Sjálfstæðisflokkurinn fullyrti drjúgum að honum væri einum flokka treystandi að fara vel með fjármál þjóðarinnar. Og með Framsóknarflokkinn í forystusæti ríkisstjórnarinnar bendir flest til að nú sétt allt á fullt í næsta hrun.

Þessir tveir flokkar hafna að leitað sé að stöðugleika með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þeir vilja auka veltuna í umferð til þss að innfluutningur aukist sem mest og þá er stöðugleikinn eitthvað sem ekki er lengur fyrir hendi.

íslenska krónan er gamall bastarður sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ofurtrú á. Gengi krónunnar stóð hæst þegar bygging Kárahnjúkavirkjunar var í algleymi og dollararnir streymdu inn í íslenskt hagkerfi meir en nokkru sinni áður. Spákaupmennskan varð að pótamkíntjöldum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Geirs Haarde, engin varkárni aðeins glannaskapur skyldi vera aðalatriði hægrimanna.

Mjög margir fá núna greiðslur sem greiða auðlgðarskatt og hátekjuskatt. Þetta eru þjóðfélagshópar sem græddu margir hverjir á hruninu og borga ríkullega í kosningasjóði íhaldsflokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokka. Þá gera útgerðarmenn sem fengu kvótann til brasks og hagræðingar.

Hrunadansinn er hafinn að nýju og að sjálfsögðu munu þeir félagar Bjarni og Sigmundur kenna vinstri mönnum um allt sem aflaga fer.


mbl.is Viðskiptajöfnuður gæti stórversnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er kjafturinn á Hönnu Birnu núna?

Sú var tíðin að fátækt verkafólk tók sér verkfallsrétt. Það átti engu að tapa. Það var jafn illa sett á ofurlágu laununum eða hafa ekkert. 

Nú er svo komið að venjulegt launafólk, flest á fremur lágum launum vill ekki taka þátt lengur í verkföllum: Það á hættu að standa ekki í skilum og þátttaka í verkföllum reynist því dýrari leið að betri kjörum en að sætta sig við lágu launin áfram.

Aftur á móti hafa hátekjumenn tekið verkfallsvopnið upp á sína arma til að knýja á stórhækkun tiltölulega hárra launa. Verkfallsþáttaka þeirra skiptir þá nánast engu þó svo að þeir verði af einhverjum tekjum nokkra daga.

Hins vegar er heil atvinnugrein, ferðaþjónustan í heild, sem verður fyrir verkfallsvopni hálaunamannanna. Ferðaþjónustan hefur farið vaxandi og má ekki undir neinum kringumstæðum grafa undan henni.

Mér finnst núverandi ríkisstjórn vera nokkuð reikul og ráðvillt í þessu máli. Innanríkisráðherrann Hanna Birna hefur oft verið nokkuð stóryrt og hvöss á köflum. Núna situr hana nánast hljóða og það eina sem hún lætur hafa eftir sér er eins og smátíst í litlum fugli að vonandi leysist þetta einhvern veginn!

Hvar er stóri kjafturinn núna á þessari konu? Hvers vegna hótar hún ekki öllu illu, verði ekki samið strax verði lögum beitt að stoppa verkfallið og forða landinu frá stórtjóni?

Varðandi verkfallið má spyrja: Er um skemmdarverk að ræða eða telst þetta vera eðlilega leið að hækka laun hátekjumanna? 

Verkföll er mjög gamaldags aðferð í þeirri viðleitni að hækka launakjör. Því verður að finna aðrar leiðir til að leysa kjaradeilur. Kannski gæti gerðadómur verið góð leið þar sem deiluaðilar velja sjálfir til jafns í gerðadóminn og ríkissáttasemjari verði oddamaður.

Þessi uppákoma lýsir vandræðagangi þessarar ríkisstjórnar betur en nokkuð annað. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er greinilega með hugann úti í einhverjum óskiljanlegum þrætumóum í stað þess að stjórna landinu með hagsmuni þjóarinnar allrar í huga. 

 


mbl.is Ógnar 500 flugferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið að lokum

Sjálfstæðisflokkurinn spennti bogann um of í ýmsum sveitarfélögum á undanförnum áratug. Þar gleymdu menn sér í framkvæmdum, mörgum illa ígrunduðum. Þessi hugsunarháttur „þetta reddast“ er mikið ábyrgðarleysi og hefur komið bæði einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í koll.

 


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hanna Birna kjaftstopp?

Hanna Birna er þekkt fyrir að taka stórt upp í sig og sjálfsagt er Davíð Oddsson hennar mikla fyrirmynd. Hún hefur fram að þessu verið þekkt fyrir að svara rækilega fyrir sig.

En nú virðist sem innanríkisráðherrann sé kjaftstopp. Í viðtali við DV menn í Kastljósi í kvöld kemur í ljós að þeirra sögn að dómur Hæstaréttar byggist á gögnum úr Innanríkisráðuneytinu sem ráðherrann segir ekki hafa komið þaðan. 

Hanna Birna er ekki nein sáttamanneskja. Hún minnir á gufuvaltarann Hitler sem skildi allt eftir mélinu smærra við undirbúning malbikunar á götum Reykjavíkur hérna um árið. Nú má berja valtara þennan augum í Samgöngusafninu á Skógum.

Hanna Birna sver sig við gamaldags stjórnmálamenn sem töldu sig geta komist upp með allt. Núna eru uppkomnir nýir tímar þar sem yfirvegun, rök og sanngjarnar samræður geta farið fram.

Hanna Birna er eins og gamaldagsstjórnmálamennirnir sem töldu sig komast upp með allt. Núna er ríkisstjórnin komin að vatnaskilum: Hún kemst ekki upp með neitt fremur en Hanna Birna með illa undirbúnum og ígrunduðum ákvörðunum. Við Íslendingar höfum fengið okkur fullsadda af ráðamönnum sem telja sig vita betur en venjulegt fólk og vilja ráða málum sem þjóðin er ekki sátt við.

Hvenær skipt verður um meirihluta í þinginu og þar með nýja ríkisstjórn kann að verða fyrr en síðar og væri þjóðþrifaráð. Gamli stjórnunarhátturinn er kominn að endaspori:

Við þurfum að fá nýja stjórnarskrá í þessu landi! 

Við þurfum að efla mannréttindi í þessu landi!

Og við þurfum að efla lýðræðið í landinu og bæta stjórnkerfið!

Og við þurfum umfram allt að efla frelsi þjóðarinnar að fá að ráða sínum eigin málum til að efla og bæta hag okkar allra, ekki bara örfárra!

Leiðin kann að vera greiðfærust að markmiðinu gegnum Evrópusambandið sem er eins og drekinn í Babýlon í augum núverandi ríkisstjórnar. Fáni Evrópusambandsins er tákn allra um von um betri tíma.

Við þurfum við ekki að njóta „leiðsagnar“ pólitískra afglapa. 

Hingað og ekki lengra Hanna Birna!

Hingað og ekki lengra Gunnar Bragi!

Hingað og ekki lengra Sigmundur Davíð!  


mbl.is Vilja að Hanna Birna segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandamanna saga væri betri byrjun

Eg hafði lesið flestar stóru og þekktustu Íslendingasögurnar þegar eg las Bandamanna sögu. Hún telst ekki meðal þekktustu sagnanna en er mjög aðgengilega: tiltölulega fáar persónur og markvisst og einfaldur söguþráður. Sagan fjallar um ungan duglegan mann sem kom vel ár sinni fyrir borð með kaupmennsku og viðskiptum sem  í dag væri nefnt kapítalismi. En hann lendir í vandræðum þar sem refshætti, blekkingum og svikum er beitt, rétt eins og gerðist hérna um árið í bankahruninu og aðdraganda þess. 

Eg hefi ætiíð haft ánægju af Bandamanna sögu enda eru fáar Íslendingasögur jafn berorðar um spillinguna og hún.

Sjálfsagt hefur Clinton færst full mikið í fang að lesa Brennu-Njáls sögu. Hún er eitt stærsta samansafn persóna, mig minnir að um 430 persónur séu nefndar til sögunnar. Til samanburðar eru persónur Bandamanna sögu aðeins örfáar, feðgarnir eru auðvitað aðalpersónurnar og allt hitt fólkið aukapersónurnar. En hverjar eru aðalpersónur Brennu-Njáls sögu? Gunnar á Hliðarenda? Hallgerður? Njáll? Bergþóra? Skarphéðinn? Flosi? eða Kári? Kannski í upptalningu þessa vanti Höskuld Hvítanessgoða og Hildigunni. Kannski einnig Mörð Valgarðsson sem er örlagavaldurinn að baki flestum atburðum sögunar.

 


mbl.is Clinton réði ekki við Njálu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá: Gefum ráðherrunum frí!

Núverandi ríkisstjórn byggir tilveru sína á því að til sé nóg af auðtrúa og gagnrýnislitlu fólki að það lætur ljúga  að sér nánast endalaust. Engin loforð eru svo hástemmd að ekki megi svíkja þau og það hefur þessi ríkisstjórn gert. Allir ráðherrar sóru þess að þjóðin yrði spurð um áframhaldandiviðræður við Evrópusambandið. Og forsætisráðherra lofaði því líka. Því miður eru ráðherrar þessir fyrir löngu sviptir trausti, þeir eru tortryggðir og eru vísir til að gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.

Blekkingar og svik núverandi ráðamanna má líkja við blekkingar áróðursmeistara nasista fyrrum enda hefur ekkert skynsamlegt verið gert til að bæta hag þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn virðist hafa eitt í huga: að hanga á völdunum eins lengi og þeir telja sér vært í Stjórnarráðinu. Þeir eru í margkonar mótsögn við þjóðina, telja einhvern ómöguleika vera í vegi fyrir að ríkisstjórnin geti uppfyllt væntingar þjóðarinnar. Þeir vilja helst skipta um þjóð en væri ekki auðveldara að skipta um meirihluta á Alþingi og þar með nýyja ríkisstjórn. 

Þess má geta að X-D slagorð Sjálfstæðisflokksins er komið frá íslenskum nasistum sem notuðu það síðast í sveitarstjórnarkosningum 1938 í Reykjavík.


mbl.is Sjöundi útifundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru mikilvægustu málin?

Greinilegt er að verkstjórn á Alþingi mætti vera betri.

Þegar lítt mikilvæg mál eins og óæskilegar tyggjóklessur eru í umræðu en ekki sem skiptir þjóðina mestu máli, þá er eitthvað mikilvægt að. 

Fyrrum voru þingmenn á launatöxtum sem samsvaraði töxtum Dagsbrúnarverkamanna í Reykjavík. Núna eru þeir þokkalega vel launaðir sem nemur um þreföldum ef ekki fjórföldum atvinnuleysisbótum, - og allt árið! Í þá daga voru vinnubrögð á þingi ef til markvissari, þá var þingtíminn miðaður við hormónastarfsemi sauðkindarinnar og þá þurfti ríkisstjórn oftast að semja við stjórnarandstöðuna til að ljúka þinginu með reisn. Stundum tókst það en auðvitað ekki alltaf. Sum mál drógu dilk á eftir sig og ollu mikillri tortryggni og jafnvel fullum fjandskap eins og aðild að Nató 1949. Í dag finnst okkur einkennilegt að ekki hafi verið unnt að ná breiðari samstöðu um það mál rétt eins og aðild að Evrópuambandinu í dag, rúmum 60 árum síðar.

Þau mál sem mestu skiptir fyrir þjóðina varða atvinnuhagi okkar, hag og velferð okkar. Eg skil ekkert í því hvers vegna ekki megi t.d. endurskoða svonefnd skógræktarlög frá 1955 sem eru ákaflega orðin fornfáleg og gjörsamlega ekki í neinu sambandi við nútímann. 

En oft er aðferð umdeildra stjórnarherra sú að draga athyglina frá aðalatriðunum en smámálin og aukaatriðin fái meira vægi. 


mbl.is Tyggjóklessur ræddar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband