Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Skil heldur ekki þessa græðgisvæðingu

Nú er að skjóta upp kollinum mikil græðgisvæðing. Menn taka sig til og telja sig hafa rétt á að setja upp gjald til að skoða náttúruauðlindir jafnvel þó þær séu í almanna eigu.

Ein hlið á þessu er mjög einföld: Nú gæti einhver að hrasa á gömlum og lúnum stígum og gæti sýnt fram á misfellur eða galla á yfirborði stígsins að hann hafi hrasað. Mjög líklegt er að viðkomandi teldi sig vera á ferð í réttarríki og stefni þeim sem innheimti gjaldið. Mjög líklegt er að viðkomandi verði dæmdur réttur enda felur gjaldtakan í sér ábyrgð að hættulaust sé að vera þarna á ferð.

Gjaldtökumenn hafa ekki lagt út krónu að bæta aðstöðu þarna við hverina, hvorki merkingar, fræðslu né salernisaðstöðu svo dæmi sé nefnt. Hugur þeirra er fyrst og fremst bundinn að græða sem mest án nokkurra útgjalda og stynga gróðanum á sig án þess að gera ráð fyrir virðisauka eða hlutdeild ríkissjóðs. Þetta er eins og hvert annað gertæki þar sem þessir gróðapungar taka sér lögin í sínar hendur.

Þeir skilja ekkert í sjónarmiðum annarra. Eg átta mig heldur ekki á sjónarmiðum þeirra heldur enda virðist sem refirnir séu skorninr til að græða sem mest á sem fyrirferðaminnstan hátt!

Eg sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna um Ísland meira en 20 sumur tek ekki þátt í græðgisvæðingu braskaranna.


mbl.is „Skil ekki þessa náttúruverndarstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Samfylkingin með Dag í forystu hefur mjög farsælan feril í borgarstjórn.

Þó var eitt mál sem klikkaði þegar Ingibjörg var borgarstjóri og ákvað að standa ekki í vegi fyrir byggingu Kárahnjúkastíflunnar. Sú framkvæmd varð til þess að gríðarlegar efnahagslegar hamfarir urðu í íslensku þjóðlífi sem hagfræðingar höfðu varað við. Eg hefi átt erfitt með að fyrirgefa Ingibjörgu þetta axarskaft en ákvörðun hennar varð til þess að engum vörnum varð við komið gegn þessari umdeildu og vafasömu framkvæmd.

En nú er Samfylkingin að sækja í sig veðrið og er það vel. Nú þarf að taka til hendinni og fylgja þessu eftir með opnara og betra lýðræði sem einhvern veginn hefur vafist fyrir Framsóknarflokki og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum. Á þeim bæ vilja allt of margir helst af öllu eftirláta einum manni að ráða öllu í stóru sem smáu. Því miður endar slík ráðsmennska oft út í móa, jafnvel í hádeginu þegar nægilega bjart  ætti að vera.


mbl.is Samfylkingin bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkisstjórn að mismuna borgurum?

Áform ríkisstjórnar um svonefnda skuldaleiðréttingu tekur á sig ýmsar myndir. Ein hugmyndin er að afnema skatt á séreignasparnaði sem endurgreiddur verður sumum borgurum en ekki öllum. Þeim sem greiða niður skuldir og hyggjast efna til nýrra er heitið þessum hlunnindum. Eldra fólki og þeir sem hafa verið atvinnulausir lengi og eru að detta út af atvinnuleysisbótum hafa eftir hugmyndum ríkisstjórnarinnar ekki ennan rétt. Þeir verða eftir sem áður að greiða skatt af þessum séreignarsparnaði þrátt fyrir lágar tekjur.

Þetta er mismunun gagnvart borgurum. Allir þeir sem taka lán, verða að gera sér grein fyrir að verið er að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram. Sumir vissu eða máttu vita að þetta gæti verið mikil áhætta þó svo ábyrgð þeirra stjórnvalda sem ákváðu skammsýna og illa undirbúna einkavæðingu bankanna væri mikil þó enginn vilji kannast við það núna sbr. landsdómsmálið gegn Geir Haarde á sínum tíma.

Lágtekjuhópar meðal atvinnulausra og eldri borgara hefðu fullt eins mikið gagn af niðurfellingu skatta af endurgreisðlu séreignarsparnaðar. Í þessu er falið mikið misrétti sem flestir mættu gefa betur gaum.


mbl.is „Felur í sér nýja hugsun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullgrafaraæði?

Sumir vilja tileinka líf sitt braski og auðsöfnun. Í gamla daga var sú lífsskoðan liggja beinustu leið til helvítis enda virðist lítil skynsemi á bak við okurleigu.

En spurning er hversu mikill tilkostnaðurinn er og hvaða þjónusta er innifalin? Hótelherbergi eru víðast hvar nálægt 100 evrur yfir sólarhringinn og er þá þjónusta og morgunverður yfirleitt innifalinn. Þetta getur orðið 3000 evrur á mánuði miðað við 100% nýtingu sem vart getur verið raunin.

Ein hlið á þessu er hversu svört þessi starfsemi er. Séu tekjur gefnar upp t.d. gegnum rekstrar- og efnahagsreikning þá er lítt hægt að segja. Hins vegar er mjög ámælisvert sé um svarta starfsemi að ræða.

Gistiþjónusta er háð leyfisveitingu og eftirliti. Það er ætíð æskilegra að sá sem hefur starfsemi sem þessa, hafi allt sitt á hreinu, starfsemin skráð og sé undir eftirliti sem og tekjur uppgefnar eftir því sem skattalög gerir ráð fyrir.


mbl.is Leigan á aðra milljón á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunagæsla lóðabraskara

Margsinnis hefur verið bent á að þessi færsla á veginum út á Álftanes byggist fyrst og fremst á hagsmunagæslu fjölskyldu fjármálaráðherra og núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjaldan var íslenska þjóðin eins nálægt fasisma og þegar lögreglunni er sigað að pólitíska andstæðinga stjórnvalda. Þetta mál mátti greinilega ekki leiða til lykta fyrir dómstólum, hvort náttúruverndarsamtök gætu verið aðili að máli eins og núverandi stjórnvöld vilja þverskallast við.

Svandís Svavarsdóttir tók þá mikilsverðu ákvörðun í ráðherratíð sinni að staðfesta  Árhúsarsamninginn um lögleiðingu að náttúruverndarsamtök geti verið aðili að deilu.

Hnefarétturinn á greinilega að gilda í þessu máli. Misnotkun opinbers valds er mjög alvarlegt brot á mannréttindum og er hvergi innan Evrópusambandsins lögreglunni beitt af jafnmikillri hörku og í þessu máli gegn örfáum einstaklingum sem leyfa sér að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Þessi verjandi á vegum þess opinbera hefur virkilega vondan málstað að berjast fyrir. Málstaður braskaranna er einskis virði þegar hann er borinn saman við málstað þeirra sem hafa engra fjárhagslegra hagsmuna að verja annað en æru sína og mannréttindi.


mbl.is Að skjóta litla flugu með fallbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill ríkisstjórnin enga samninga?

Svo virðist sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vilji ekkert samstarf og þaðan af síður samningu, nema við eitt alræmasta einræðisríki heims Kína.

Sigmundur vill enga samninga  hvorki við Evrópusambandið, stjórnarandstöðuna, né Norðmenn og Færeyinga um fiskveiðar. Er hægt að ganga lengra í þvermóðsku og þröngsýni.

Við fáum enga nýja stjórnarskrá, engar viðræður við Evrópusambandið, engin ný náttúruverndarlög. Þessi ríkisstjórn telur sig vera allt fært og meira að segja að gefa þjóðinni langt nef. Það kemur m.a. fram í þeim svikum kosningaloforða og yfirlýsinga sem færðu þeim 51% sameiginlegt fylgi í síðustu þingkosningum.

Því miður virðist ekkert vera að marka þessa þokkapilta.

Þegar Davíð Oddsson varð forsætisráðherra 1991 með stuðningi Jóns Baldvins kvað hann koma tíma að moka út skítinn úr fjósi Framsóknarflokksins. Nú er vikapiltur hans, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins orðinn aðal fjósameistari sama Framsóknarflokks og Davíð var í stríði við.

Svona er lítt að marka suma stjórnmálamenn, þeir segja eitt í dag en allt annaðá morgun! Núverandi stjórnarherrar gefa fyrri vandræðamönnum sem gáfu bröskurum kvóta og banka ekkert eftir.


mbl.is Segir ráðherra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg staða máls

Íslenska ríkið bað sýslumanninn á Selfossi að lagt yrði lögbann við gjaldtöku fyrir að skoða Geysissvæðið. Eins og kunnugt er ríkið eigandi hveranna en svæðið umhverfis í sameign ýmissa aðila þ. á m. ríkisins!

Sýslumaðurinn hafnar lögbannsbeiðninni sem nú hefur verið skotið til dómstóla. Mjög líklegt er að engu að síður verði sýslumanninum gert að senda lögregluþjóna til að framfylgja sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar. Neiti sýslumaður er ekki ósennilegt að ríkislögreglustjóri verði að grípa fram fyrir hendurnar á honum að kröfu innanríkisráðherra.

Að taka aðgangseyri fyrir aðgang að svæði sem tilheyrir ekki sama aðila verður að teljast mjög sérkennilegt að ekki sé meira sagt. Ef þessi gjaldtaka verður viðurkennd fyrir dómstólum verður það vont fordæmi. Þá getur hver sem er tekið gjald fyrir hvað sem er, t.d. að skoða Alþingishúsið eða aðrar byggingar í eigu þess opinbera.

Þegar gróðafíknin fer gegn skynseminni er ekki gott til eftirbreytni.


mbl.is Greiða fyrir að sjá Geysi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar fást fánar Evrópusambandsins?

Sú söluvara sem eg hygg að myndi ganga vel út á þessum andófstímum gegn lygurum ríkisstjórnarinnar sé Evrópusambandsfáninn.

Nokkrir slíkir hafa sést á mótmælafundum en sjálfur hefi eg áhuga að fá mér einn.

Fyrir mér er Evrópusambandið raun hæfur valkostur ef vandað sé til verka en ekki þessi handabaksvinna og lygavefur núverandi ráðamanna. Það er nú svo að innan Evrópusambandsins er kappkostað að rækta og efla mannréttindi og lýðræðislega starfsemi. Hatursáróður og rangfærslur setja mark sitt á málsástæður ríkisstjórnarinnar.

 


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242927

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband