Hrunmaður ver annan hrunmann

Karl Axelsson var í stjórn Atorku sem var almenningshlutafélag. Stór hluthafi var auk þess lífeyrissjóðir sem áttu mann í 5 manna stjórn. Undir lokin voru skuldir umtalsvert meiri en eignir sem voru nánast strikaðar út. Má t.d. nefna að fyrirtækið Promens sem var aðaleign Atorku lýst einskis virði undir árslok 2008. Ári seinna var það talið vera tæpra 12 milljarða virði!

Karl „afhenti“ ásamt öðrum í stjórn Atorku kröfuhöfum fyrirtækið í formi nauðasamnings. Með því var aðgangur almennra hluthafa í gegnum þrotabú Atorku lokað gjörsamlega.

Mjög athyglisvert er að í stjórn Atorku voru tveir hæstaréttarlögmenn. Þeim hefur væntanlega verið fullkomlega ljóst að sitthvað við ákvarðanir stjórnar félagsins í aðdraganda hrunsins var á veikum grunni. Þannig var ákveðið að selja Geysi Green Energy fyrirtækið Jarðboranir sem ætíð hefur verið mjög vel rekið fyrirtæki. Yfirleitt er venja að bera slíkar mikilsverðar ákvarðanir undir hluthafafund.

Þess má geta að einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf í Atorku nákvæmlega sömu daga og Baldur Guðlaugsson seldi sín hlutabréf í Landsbankanum (17. og 18.sept.2008). Sennilegt er að þau viðskipti hafi dregið þann dilk á eftir sér að fleiri vildu selja en gengi í Atorku fór í 11.4 þegar REI málið kom upp en fór niður í nánast ekkert neitt undir árslok 2008 þegar ákveðið var að draga Atorku út úr Kauphöllinni.

Innherjaviðskipti hafa ekki farið hátt en reikna má með að Sérstakur saksóknari muni skoða þessi mál betur þegar þræðir viðskiptalífsins koma betur í ljós.

Það kæmi mér ekki á óvart að Karl verði kominn í svipaða stöðu og sá sem hann er að verja fyrir dómi áður en langt um líður.

Ekki vil eg að nokkur saklaus maður sé látinn sæta refsingu. Hinu er ekki að leyna að markaðurinn féll m.a. eftir að innherjar notfæri sér upplýsingar sem enginn annar venjulegur maður getur haft aðgang að. Enda byggist vörn Karls fyrst og fremst á því hálmstrái að unnt sé að krefjast frávísunar vegna formgalla. En sökin liggur augljóslega fyrir. Þar verður fátt um varnir.

Það mun taka töluverðan tíma að grafast fyrir um alla vitleysuna á bak við hruninu. Þar glataðist gríðarlegt fé í formi sparnaðar einkum eldra fólks sem og lífeyrissjóða sem treystu á að fjárfestingar væru í lagi og þær gætu orðið til góðs en ekki ills.


mbl.is Málinu beri að vísa frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er mafía sem við erum vitni af nú eftir hrunið og engin von til þess að hún gefi þumlung eftir!

Sigurður Haraldsson, 25.1.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband