Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Fulltrúar Sjálftökuflokksins

Fram að hruninu töldu ráðamenn Sjálftökuflokksins sér allt vera heimilt. Ráðuneytisstjórinn fyrrverandi taldi sig vera í fullkomnum rétti: 1. að selja gjörsamlega verðlaus hlutabréf þó hann vissi eða mætti vita að sá sem hann átti viðskipti við, keypti köttinn í sekknum. 2. að hann mætti hafa skoðun á því hvort hann vissi eða vita mætti hvort hann hefði vitað um hversu Landsbankinn væri illa staddur. Og í 3ja lagi mætti hann hafa skoðun á því hvort hann hefði brotið einhver lög sem Sjálftökuflokkurinn hefur aldrei viðurkenna alla vega að þegar þeim hentar ekki. Og í 4. lagi hefði hann mátt hafa sjálfstæða skoðun á því hvort hann hefði verið sofandi eða andlega fjarverandi á þeim fundi sem höfuðvitnið í málinu vísar til en þar segir að þar hafi komið fram upplýsingar að fjara væri undan Landsbankanum og vænti mætti að hann teldist þaraf leiðandi lítils jafnvel einskis virði.

Sjálftökuflokkur íslenskra braskara fagnaði 80 ára afmæli sínu á dögunum. Betra hefði verið að Jón Þorláksson hefði látið vera á sínum tíma að sameina hinn eina sanna íslenska Íhaldsflokk og Borgaraflokk. Þessir flokkar voru að stofni til Heimastjórnarflokkurinn ásamt hluta af gamla Sjálfstæðisflokknum sem klofnaði bæði langsum og þversum fyrir meira en 90 árum og frægt er í sögunni. Hinn íslenski Sjálftökuflokkur á við mikinn tilvistarvanda nú um stundir. Það hriktir í hverri stoð sem virðast allar vera orðnar meira og minna bæði fúnar og feysknar enda allar festingar trosnaðar og lausar.

Þessi Sjálftökuflokkur er hugmyndafræðilega séð gjörsamlega gjaldþrota.

Þegar hann var stofnaður ritaði Ólafur Friðriksson ritstjóri Alþýðublaðsins dálítinn ritling: Við andlát íhaldsins. Svo virðist að það hafi tekið því miður 80 löng ár að treyna andlát þess.

Mosi


mbl.is „Baldur staðinn að ósannindum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegar niðurstöður

Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber með sér hversu ríkisstjórn Geirs Haarde og Seðlabankans í aðdraganda hrunsins bera með sér hroðviknisleg vinnubrögð.

Ef Davíð að eigin sögn hafi margvarað við þessu ástandi, þá er einkennilegt að hann lét moka tugum ef ekki hundruði milljarða inn í bankana á sama tíma og verið var að éta þá að innan. Ljóst er að þessi hrikalega staða var ljós ekki mikið seinna en í febrúar árið 2008 OG ÞÁ ÁTTI AÐ HEFJAST HANDA EN EKKI LÁTA ALLT EFTIRLITSLAUST! Þetta kæruleysi er gjörsamlega óafsakanlegt. Nú sætir Davíð kæru framsettri af Sigurði G. Guðjónssyni þar sem hann á mjög rökstuddan hátt bendir á að Davíð hafi gerst sekur um grafalvarlegt brot í störfum sínum sem bankastjóri Seðlabankans með því að lána bönkunum hundruði milljarða án veða eða trygginga. Þeta er brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaganna og nefist umboðssvik. Hann rýrir stofnun sem hann er æðsti ráðamaður í gríðarlegum fjármunum sem ríkissjóður og þar með skattborgaranir verða síðar að borga eða standa í skilum með.

Í frétt Mbl. netútgáfu um skýrslu Ríkisendurskoðunar segir orðrétt:

Fjallað er um tap Seðlabanka Íslands vegna ótryggðra veðlána hans til fjármálafyrirtækja á árinu 2008. Í árslok námu kröfur bankans vegna slíkra lána alls 345 milljörðum króna. Tap bankans nam 75 milljörðum en ríkissjóður yfirtók 270,0 milljarða.

Ríkisendurskoðun segir, að fyrir liggi að hinir föllnu bankar öfluðu sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán frá Seðlabankanum gegn ótryggðum bréfum. Í ágúst 2008 herti bankinn reglur sínar um veðtryggingar og setti þar með skorður við þessari leið bankanna til að útvega sér lausafé.

„Að mati Ríkisendurskoðunar má spyrja hvers vegna hann brást ekki fyrr við þessum „leik‘‘ bankanna og herti kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyrirtækja. Að mati Ríkisendurskoðunar hefði þetta getað dregið úr því tjóni sem ríkissjóður og Seðlabankinn urðu fyrir við fall bankanna," segir m.a. í skýrslunni.

Nú hafa fallið fyrstu dómarnir um lögbrot sem tengjast bankahruninu. Í þeim voru ákærðum dæmdir í 8 mánaða fangelsi óskilorðbundið og ljóst er að litið er grafalvarlegum augum á saknæman verknað þeirra. Hvað fyrrum bankastjóri Seðlabankans verður dæmdur skal ósagt látið. EWn afglöp hans eru mikil og þá sérstaklega það athafnaleysi og léttúð sem hann virðist hafa sýnt lengi vel í aðdraganda bankahrunsins. Unnt hefði verið að bjarga umtalsverðum verðmætum áður en allt fór í vitleysu. Það á t.d. eftir að koma betur í ljós, hvað raunverulega olli því að Bretar beittu Íslendinga bresku hermdarverkalögunum sem kom okkur gjörsamlega út af sporinu í íslensku samfélagi.

Davíð á sér auðvitað andmælarétt. Hann getur borið af sér sakir en æskilegt er að það verði betur til málflutningsins vandað en að benda á einhvern Baldur og einhvern Konna eins og hann virðist hafa komið með í málflutning sínum á vefútgáfu ritstjórnargreina Morgunblaðsins, sjá nánar:

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/990396/#comments

Mosi fær ekki skilið að viðhorf Davíðs sem þarna koma fram séu í nokkru sambandi við bankana né sjónarmið Sigurðar G. Guðjónssonar um 249. gr. hegningarlaganna og verknað Davíðs.

Fram að þessu hefur Davíð svarað eftirminnilega fyrir sig kannski ekki alltaf mildilega en nú er eins og mesti vindurinn sé farinn úr honum.

Mosi


mbl.is Mesti ríkissjóðshalli í sögu lýðveldisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins dæmt fyrir markaðsmisnotkun

Sjálfsagt er dómur héraðsdóms það vel rökstuddur að Hæstiréttur eigi ekki annars kostar en að staðfesta hann. Ef Hæstiréttur kemst að annarri niðurstöðu þá verða þær undir öllum kringumstæðum mjög umdeildar.

Braskið með Exista var gjörsamlega siðlaust. Juku Bakkabræður og Róbert Tschenguiz ekki hlutafé félagsins um 50 milljarða en greiddu ekki krónu fyrir! Einungis hlutabréf í einhverju huldufyrirtæki upp á 1 milljarð var afhent félaginu, kannski hefur það jafnlítið gildi og hlutabréfin eru í Exista nú. Kannski löglegt en gjörsamlega siðlaust og nær ekki nokkurri átt.

Til hvers var þetta sett allt á svið? Jú var það ekki að komast yfir hluti litlu hluthafanna, þynna þá hluti svo rækilega út að þeir voru einskis virði og þar með var yfirtaka félagsins auðveld?

Það verður spennandi að fylgjast með þegar snara réttvísinnar færist nær aðalmönnunum.

Mosi


mbl.is Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur fjárglæframanna að tölum?

Þegar hlutafé er aukið þá á að greiða raunverulega fjármuni til félagsins sem nemur aukningu hlutafjársins.

Fyrir ári síðan var hlutafé Exista aukið um 50 milljarða án þess að nokkur króna væri sannanlega greidd til félagsins. Hins vegar var greitt með einhverjum hlutabréfum í ekki þekktu fyrirtæki sem e.t.v. er jafn lítils virði og Exista er núna.

Einu sinni átti eg og fjölskylda mín um kvartprósent hlut (0.25%) í Jarðborunum. Þetta var meginsparnaður okkar í um 20 ár. Þá komu athafnamenn og komu á fót fyrirtæki sem Atorka nefnist og stendur núna mjög erfiðlega. Það kaupir út alla litlu hluthafana sem fengu afhent hlutabréf í þessu fyrirtæki í staðinn. Síðan eru Jarðboranir seldar til Geysir Green Energy og aftur voru raunveruleg verðmæti í því ágæta fyrirtæki greidd með hlutabréfum í GGE. Þá kemur til skjalanna þetta Magma fyrirtæki sem virðist vera n.k. pósthólfafyrirtæki í Kanada. Og í öllu þessu fyrirtækjakraðaki er verið að höndla með raunverulega fjármuni þar sem Orkuveita Suðurnesja er.

Spákaupmennskan er skelfileg fyrir okkur litlu hluthafana. Ný fyrirtæki koma til sögunnar þar sem lítil eða engin verðmæti eru lögð fram. Hver skyldi tilgangurinn vera annar en sá að með viðskiptabrögðum er verið að draga venjulegt fólk á asnaeyrunum og hafa af fjármuni sem hagsýnt fólk hefur lagt fyrir til að styrkja hag sinn á efri árum.

Og þá má ekki gleyma þessum siðlausu vogunarsjóðum og öðrum fjármálaspekúlöntum. Eru ekki bankarnir íslensku núna á leiðinni í eignarhald slíkra aðila?

Raunverulega er þetta endalaus leikur að tölum og bókhaldi þar sem skyndigróði í formi viðskiptavildar er blásinn upp eitt árið en svo þegar málin eru skoðuð betur hafa fyrirtæki verið skuldsett óhóflega og sum fyrirtæki nánast étin að innan af stjórnendum sínum.

Það væri mjög mikil þörf að koma á fót góðri og áræðanlegri ráðgjafaþjónustu fyrir þá sem tapað hafa sparnaði sínum í hendurnar á athafnamönnum og fjárglæframönnum. Hvernig getum við gætt hagsmuna okkar gagnvart þessum mönnum sem stundað hafa vægast sagt þessa vafasömu iðju?

Mosi


mbl.is Ætla að auka hlutafé HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðsögumenn þurfa löggildingu starfsheitis síns

Með löggildingu starfsheitis er það verndað þannig að engir aðrir megi nefna sig fagmann á því sviði. Meðan Mosi var í stjórn Félags leiðsögumanna um nokkurra ára skeið, kom löggildingarmálið nokkrum sinnum upp en án þess að nokkuð þokaðist í áttina. Þáverandi formaður lagði sig fram að fá þessu máli framgang í samtölum við þáverandi samgönguráðherra en án árangurs. Þá var Leiðsöguskóli Íslands þar sem fagmenntun leiðsögumanna fór fram, í eigu Ferðamálaráðs og þá undir yfirstjórn Samgönguráðuneytis. Síðar var Leiðsöguskólinn lagður undir Menntaskólann í Kópavogi og þar með undir yfirstjórn Menntamálaráðuneytisins. Leiðsögunám hefur alltaf verið á háskólastigi enda krafist stúdentsprófs til inngöngu í skólann.Margir hafa nefnt sig leiðsögumenn án þess að hafa til þess tilhlýðilega menntun né reynslu. Mjög mikilvægt skilyrði fyrir að starfa sem leiðsögumaður er að fara eftir siðareglum þeim sem Félag leiðsögumanna  hefur sett sér og voru síðast endurskoðaðar fyrir réttum 10 árum.

Þegar svona uppákoma verður eins og Þór Magnússon lýsir í velritaðri blaðagrein í Morgunblaðinu í gær, þá vekur það vissulega mikla athygli.

Svona afglöpum hefði getað verið forðað ef viðkomandi hefði verið ljósar siðferðislegar skyldur sem fagmenntaður leiðsögumaður.

Í siðareglum Félags leiðsögumanna eru þessi ákvæði (8.gr.) :

 „Leiðsögumaður skal forðast orð og athafnir sem kasta rýrð á land okkar, þjóð og lífsvenjur. Leiðsögumaður skal ávallt miðla upplýsingum um land og þjóð á grundvelli staðreynda og haldbærrar þekkingar sinnar. Hann skal skýra satt og rétt frá því sem fyrir augu ber og sýna óhlutdrægni í starfi.  Forðast ber að særa þjóðernisvitund manna sem og að mismuna farþegum“.  

Heimild: http://www.touristguide.isÞessi uppákoma ætti að vera Félagi leiðsögumanna sérstök hvatning að sækja enn um löggildingu starfsheitisins leiðsögumanna enda er mjög mikils vert fyrir félagið að það geti varist umdeilda samkeppnisaðila sem varpa rýrð á þá sem hafa átt farsælan feril sem góðir og vandaðir leiðsögumenn.Mosi

 


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan í varnarstöðu

Greinilegt er að stjórnarandstaðan er í mikilli varnarstöðu. Eina haldreipið virðist  vera að flytja aftur og aftur sömu ræðuna án þess að nokkrar nýjar mikilsverðar upplýsingar hafi komið fram í málinu.

Með Icesafemálinu er verið að fórna minni hagsmunum til að bjarga verðmætari og meiri hagsmunum. Við þurfum að bæta lánsfjárhæfni landsins eftir það gríðarlega hrun sem er fyrst og fremst á kostnað þjóðarinnar vegna gríðarlegs kæruleysis og léttúðar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Núverandi forysta þessara syndaflokka vilja klína skömminni yfir á aðra sem ekki bera ábyrgð á þessum afglöpum.

Mín vegna má stjórnarandstaðan halda eins marga fundi í vonlítillri varnarstöðu sinni en óskandi er að hún fari að átta sig á raunverulegum staðreyndum málsins.

Mosi


mbl.is Stjórnarandstaðan boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þingsköpum Alþingis eru ákvæði um takmörkun umræðu

Núgildandi reglur um þingsköp þingsins eru frá 1991.

í 59. gr. eru mjög ákveðin ákvæði um vald þingforseta :

Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Skyldi almenn óregla koma upp er það skylda forseta að gera hlé á fundinum um stundarsakir eða, ef nauðsyn ber til, slíta fundinum.

Hvort málþóf sem stendur lengur en eina viku sé „óregla“ þá hefur fundi verið slitið af minna tilefni en þessu endalausa málþófi.

Í 57.gr. þingskaparlaga er eftirfarandi:

„Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður.
Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir“.

Svo virðist sem vanti í fundarsköpin ákvæði um vald forseta að loka mælendaskrá og svo virðist sem þessir uppivöðslusömu þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nýtt sér. Þetta ætti eiginlega ekki að vefjast fyrir ákveðnum þingforseta beiti hann heimild 2. mgr. um að hann geti stuyngið upp á að umræðu verði lokið innan viss tíma og að greiða megi atkvæði um það. Ríkisstjórnin er með meirihluta og sjálfsagt eru ýmsir í stjórnarandstöðunni líklegir að taka afstöðu með meirihlutanum í atkvæðagreiðslu þeirrar tillögu. Hvers vegna í ósköpum hefur þingforseti ekki nýtt sér þessa heimild? Á að láta uppivöðslusama þingmenn stjórnarandstæðunnar vaða uppi með dylgjur og vafasaman málflutning?

Mosi


mbl.is Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum stjórnarandstöðunni!

Síðustu viku hefur ekkert annað mál verið á dagskrá þingsins en Icesafe. Ljóst er  að þetta mál er þannig, að ekki verður unnt að komast yfir þann þröskuld. Íslendingar eru bundnir af samningi, fyrst þeim sem Geir Haarde og Árni Mathiesen gerðu við þá félaga Gordon Brown og Alistair Darling. Seinni samningurinn var skárri og það er sem stjórnarandstaðan er að mótmæla!

Í siglingalögum er skipstjóra heimilt að fórna minni hagsmunum til að bjarga stærri og verðmætari hagsmunum. Icesafe eru smámunir miðað við aðra hagsmuni Íslendinga. Það er fyrst og fremst á þeim ástæðum sem íslenska ríkisstjórnin vill koma þessu Icesafemáli í gegn. Þá verður unnt að ganga að erlendum eigum útrásarvíkinga með aðstoð Breta og Hollendinga og takmarka tjón okkar.

Stóru hagsmunirnir eru þeir að bæta lánshæfni Íslendinga erlendis. Margfalt hærri fjárhæðir eru þar um að tefla en þetta Icesafe. Við erum nálægt ruslflokki að mati lánsfjármatsfyrirtækja og það er okkur mjö0g mikilvægt að fá hærra lánsfjármatshæfni.

Þetta virðist stjórnarandstæðan ekki skilja. Þeir hafa bitið sig gjörsamlega í skottið á sjálfum sér og flytja aftur og aftur sömu ræðuna á þingi. Þetta er hneyksli!

Nú þarf að mótmæla þessari siðblindu stjórnarandstöðunnar og koma nauðsynlegum málum í gegnum þingið. Þannig bíður t.d. fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár en því þarf að ljúka í allra síðasta lagi fyrir miðnætti á Gamlárskvölds.

Mosi leyfir sér að mótmæla þeirri lögleysu og siðleysi sem stjórnarandstæðan virðist vera pikkföst í. Það skyldi þó ekki vera að það sé siðlaus valdagræðgi sem býr að baki? Allt er gert til að grafa undan ríkisstjórninni og henni kennt um allt sem aflaga hefur farið. Þó kom hvorki Samfylkingin né VG nálægt einkavæðingu bankanna, mótmæltu kröftuglega á sínum tíma, en nú ætlar stjórnarandstæðan að klína glæpnum á ríkisstjórnina sem nú situr!

Lokum mælendaskránni og ljúkum þessu máli ekki seinna en núna!

Þeim þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem hafa haft sig hlest í frammi, verður ekki fyrirgefið því þeir vita eða mega vita hvað þeir eru að gera!

Mosi


mbl.is Efna til kröfufundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð mynd um vatn og frjálst aðgengi

Seint í gærkveldi var sýnd í ríkissjónvarpinu mjög fróðleg frönsk heimildamyndina um vatnið. Það eru miklar hættur á ferðinni sem þar var komið inn á. Sýnt var fram á hve vatnið er okkur mikilvægt, gróðri jarðar, dýrunum og öllu því sem lífsanda dregur. Áhersla var lögð á að þessi gæði eru okkur svo mikilvæg rétt eins og loftið og orka.

En það eru ýms teikn á lofti: athafnamenn og útrásarvíkingar sjá ofsagróða í að hagnýra sér vatnið, rétt eins og óheftur aðgangur þeirra að orkuforða.

Með tilmælum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru t.d. vatnsveitur í Bólivíu einkavæddar gegn kröftugum mótmælum íbúa. Svipað var uppi á tengingnum í Lesotho í Suður Afríku og þetta er að gerast í fleiri löndum. Hvarvetna eru gróðapungar á ferðinni og leggja eignarrétt sinn að vatni til að gera að féþúfu. Þannig var t.d. sýnt hvernig málin standa á Indlandi og í Írak. Meira að segja í Bandaríkjunum hafa orðið mjög kröftug mótmæli vegna einkavæðingar á vatni til handa Neslé auðhringnum sem er einn stærsti seljandi vatns í plastflöskum þar í landi.

Þessi mynd var sýnd eftir fréttir kl.22.30 og lauk sýningu hennar rétt um lágnættið. Ætla mætti að myndin væri ekki við hæfi barna! En svona er íhaldið: það sýnir sitt rétta eðli! Það má helst ekki sýna það sem máli skiptir á góðum tíma og getur vakið allt of mikla athygli.

Í þessari heimildamynd var vísað í fræg ummæli indíánahöfðingjans sem lét eftirminnileg orð falla árið 1854 þegar hvíti maðurinn var að sölsa undir sig eigur þeirra. Í hugmyndafræði indíána var aðgangur að gæðum jarðarinnar sameign okkar allra hvort sem er um vatn eða önnur gæði að ræða. Eignarréttur einstaklinga eða gróðafyrirtækja á ekki að ná til þessara gæða, þau eru sameign okkar allra. 

Það er til þessarar hugmyndafræði sem mannréttindasamtök sem hafa látið þessi mál til sín taka: að sett verði inn ný grein í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um frjálsan aðgang að vatni og lofti sem og öðrum þeim gæðum sem ekki er unnt að gera að söluvöru með því að nema þau frá öðrum.

Já svona svona er íhaldið: Allt sem unnt er að græða á, vill það einkavæða. Við verðum að standa í vegi fyrir því enda nær þessi stefna engri skynsemi.

Mosi


Réttmætur reiðilestur Steingríms

Stjórnarandstaðan hefur bókstaflega verið á móti öllu og virðist litlu skipta hvaða mál er til umfjöllunar í þinginu.

Í staðinn fyrir að taka á mikilvægustu málum af skynsemi og vönduðum málflutningi, þá er mverið að þvælast sem mest fyrir og flytja nánast sömu ræðuna aftur og aftur. Dæmi eru um að sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi komið í ræðupúlt allt að 70 sinnum til að tjá sig um sama málið! Er vit í þessu?

Margir þingmenn eru ungir að árum og reynslulitlir. Þeir hafa ekki lært að oft er betra að sitja hjá og hlusta fremur en að láta eitthvað innihaldslítið orðagljálfur frá sér fara. Mér finnst margir hafa verið sér og sínum flokkum til háborinnar skammar.

Hafðu þökk Steingrímur fyrir hvassan og kröftugan reiðilestur! Óskandi er að þröskuldarnir í stjórnarandstöðunni megi fara að sjá að sér og taki betur þátt í þingstörfum á málefnalegri nótum en verið hefur hingað til!

Með bestu óskum um farsælar lyktir mála. En næstu misseri verða erfið fyrir þing og þjóð. Það mætti stjórnarandstaðan hafa hugfast að það var ekki núverandi ríkisstjórn sem kom þjóðinni inn í þessa erfiðleika heldur ótrúleg léttúð og kæruleysi Sjálfstæðisflokksins á Íslandi öðrum fremur í fjármálum þjóðarinnar! Hlutur Framsóknarflokksins er einnig umtalsverður og sá flokkur hefur ekki sérlega góðan málstað að verja með alla braskarana sem hafa komið þar við sögu!

Mosi


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband