Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Kosningar leysa engan vanda

Meðan við erum með ríkisstjórn sem er með hugann við að leysa erfiðleika undanfarinna ára þá þurfum við ekki neinar kosningar. Eða telja menn sig geta leyst efnahagserfiðleika með nýjum kosningum? Er Borgarahreyfingin t.d. góður mælikvarði á það þegar hver höndin vinnur gegn annarri?

Við eigum ríkisstjórn sem er að kappkosta að vinna bug á erfiðleikum þ.eim sem Sjálfstæðisflokkurinn átti mestan þátt í að kalla yfir þjóðina eftir heimsstyrjöldina síðari: bankahrun eftir óráðsíu einkavæðingar og glórulausrar byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Við þurfum að ná tökum á fjárlagahallanum og verðbólgunni, hemja skuldasöfnun og temja okkur þá lífshætti að lifa ekki um efni fram eins og verið hefur. Við leysum ekki þessi vandræði lasta okkar með nýjum kosningum. Við þurfum ekki fleiri lýðskrumara til að afvegaleiða okkur!

Staddur á Skotlandi - góðar stundir!

Mosi


mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagn af íslenska veðrinu?

Sagt er að veðrið á Íslandi sé góður en harður skóli. Sjómenn hafa um aldir átt erfiðleika við að komast leiðar sinnar og það er ekki fyrr en með fluginu sem veður fer að skipta minna máli, eða hvað? Ýms frávik í veðrinu, misvindi og hliðarvindur eru fyrirbæri sem tæknin verður að aðlaga sig að.

Íslenskir flugmenn hafa öðlast gríðarlega reynslu af þessu og hafa reynst afburðaflugmenn. Einu sinni var eg í þýskri flugvél frá Þýskalandi fyrir um 2 áratugum og lenti á La Palma sem er vestasti flugvöllur á Kanaríeyjum. Þetta var afar hörð lending og við vorum mjög undrandi hverning unnt var í besta veðri næstum að brotlenda flugvél. Síðar frétti eg að þessi flugvöllur er alræmdur fyrir hliðarvind sem flugmenn eru oft allt að því varnarlausir og reynslulausir. Skildi eg þá af hvers völdum huglitlir farþegar klappa gjarnan í velheppnaðri lendingu. Aldrei hef eg talið mig vera öruggari en undir öruggri stjórn flugmanna Flugleiða.

Gott er að Boeing flugvélaverksmiðjurnar geri sér ljóst hversu mikilvægt það er að aðlaga framleiðslu sína að þessum eiginleikum. Oft er reynsluleysi flugmanna og eiginleikar flugvélategunda gagnvart þessu fyrirbrigði að kenna að jafnvel flugi er beint annað. Slíkt gerðist einu sinni þá eg hugðist fljúga til þessa La Palma flugvallar en þá lenti flugvélin á næsta flugvelli s.s. á Teneriffe.

Reynslan af íslenska veðrinu er orðið að „útflutningsvöru“. Kannski við getum komið upp æfingabúðum fyrir flugmenn og ökumenn að bregðast rétt við erfiðum aðstæðum. Má t.d. geta þess að margir ökumenn fara gjörsamlega á taugum „panikkera“ þegar nokkur snjókorn falla. Við getum miðlað öðrum þjóðum af reynslu okkar, ekki aðeins hvernig bregðast eigi við hliðarvindi´við stjórnun flugvéla, heldur einnig hvernig bregðast má við erfiðum aðstæðum við akstur bifreiða.

Staddur á Skotlandi.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Prófa nýja Boeing-þotu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðild að EBE eður ei?

Rétt er að Íslendingar kappkosti að uppfylla skilyrði Maastrickt um aðild að EBE. Þau eru einkum þrískipt:

Að fjárlög ríkisins séu hallalaus

Að skuldir séu ekki hærri en landsframleiðsla og

Að verðbólga sé innan þeirra marka sem EBE tiltekur.

Hvort við göngum í EBE eður ei, er spurning ekki að svo stöddu ekki.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er opinber fulltrúi þess braskaralýðs sem átti mestan þátt í að koma bankahruninu af stað. Hann ætti því að kappkosta að láta sem minnst á sér bera enda tekur enginn heilvita maður hvorki innan né utan Sjálfstæðisflokksins mark á honum lengur.

Auðvitað er það ákvörðun meirihluta Alþingis að ákveða utanríkisstefnuna meðan ný og gjörbreytt stjórnarskrá hefur ekki verið samþykkt.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Afleiðing pólitískra hrossakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir óneitanlega á fyrri tíma

Þegar umdeildir leiðtogar vilja halda völdum og tilkynna það, kemur fjölmennt klapplið. Gerðist þetta ekki í Þýskalandi á sínum tíma nokkru fyrir miðja öldina síðustu og jafnvel hér á landi: Davíð Oddsson var endurkjörinn hvað eftir annað án nokkurra mótaðkvæða, klappliðið sá um það. Sama var hvaða ákvörðun Davíð tók, engar voru efasemdir í SJálfstæðisflokknum hvort sem það varðaði einkavæðingu bankanna og annarra opinberra fyrirtækja, ákvörðun um byggingu umdeildustu virkjun Evrópu eða lýsa yfir stuðning við innrás í Írak.

Svona uppákoma boðar sjálfsagt ekkert gott fyrir heimsbyggðina nema síður sé. Kannski mannréttindi og þjóðfélagsþróun verði hægari í Rússlandi en æskilegt hefði verið.

Mosi


mbl.is Fögnuðu framboði Pútíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætur vandans?

Lögreglumenn hafa miðað við erfið, oft hættuleg og ekki síst krefjandi starfsskilyrði ekkert of há grunnlaun. Lögreglumönnum hefur fækkað og ekki orðið nein fjölgun með hliðsjón af þróun íbúafjölgunar og vaxandi verkefna. Mikil yfirvinna oft á tíðum ómanneskjuleg lyftir heildarlaununum dálítið upp. Lögreglumenn eiga því skilning þjóðarinnar fyllilega skildar og að rétt er að betur verði komið á móts við kröfur þeirra.

Um miðja síðustu öld voru starfskjör kennara, hjúkrunarfólks, presta, lögreglumanna og póstmanna mjög áþekk. Launakjör þessara ríkisstarfsmanna voru eftir launalögunum 1945 sem voru nálægt þriðjung og allt að 40% af ráðherralaunum. Þingmenn voru einungis launaðir meðan þing var og laun þeirra áþekk töxtum verkamanna. Síðan virðist eins og andskotinn hafi komið öllu í rugl. Hátekjumenn hafa skarað vel að sínum hagsmunum.

Fyrir um 35-40 árum fór fram starfsmat hjá opinberum starfsmönnum eftir erlendri fyrirmynd og lengi síðan var það endurtekið nokkrum sinnum með breyttum forsendum. Í upphaflega starfsmatinu var kannað hversu mikið reyndi á lestrarkunnáttu og skriftarkunnáttu. Þetta átti sinn þátt í að póstmenn drógust langt aftur í launum eftir starfsmati enda niðurstaðan rökstudd með því að þó menn kynnu að lesa væri kannski ekki jafn þörf fyrir skriftarkunnáttu!

Vitað er að menntun lögreglumanna er að mörgu leyti áfátt. Lögregluskólinn er barn síns tíma og þyrfti að ganga gegnum endurnýjun og tengjast betur öðrum skólum í skólakerfi landsins. Ljóst er að menntun lögreglumanna þyrfti að vera mun fjölbreyttari og taka á fleiri sviðum. Þar gæti hundurinn verið grafinn.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Lögreglumenn geta engu treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunsæi álbræðslumanna

Eigendur álbræðslna standa frammi fyrir tveim valkostum: að stuðla að auknum umsvifum hér á landi með tilheyrandi röskun á náttúru landsins og einhæfri uppbyggingu atvinnulífs. Hins vegar er áhugi þeirra fyrir aukinni endurvinnslu á áli einkum umbúðum. Í Bandaríkjunum eru menn að vakna upp við vondan draum: efnahagserfiðleikar og bruðl með verðmæti gengur ekki til langframa. Í mörgum ríkjum þar vestra er verið að undirbúa endurvinnslu á álumbúðum eftir góða reynslu annarra ríkja einkum í Evrópu. Hér á landi hefur söfnun álumbúða verið viðhöfð í aldarfjórðung með góðum árangri með skilagjaldi sem svínvirkar.

Þegar ál er endurunnið þarf einungis 5% af þeirri orku sem ella þarf til að framleiða ál úr hrááli. Þessi ferill er bæði langur, flókinn, rándýr, orkufrekur og mjög umdeildur með hliðsjón af spillingu umhverfis. Má m.a. benda á óhugnanlegt mengunarslyss í Ungverjalandi fyrir nokkru, stífla brast þar sem verið er að vinna hráál og óhroðinn dreifðist víða. Stjórnendur álbræðslna gera sér aukna grein fyrir því að framleiðslan er jafngóð þó ál sé endurunnið eða það sé unnið úr hrááli, þeir líta fyrst og fremst á hagkvæmni og hagræði í rekstri.

Ýmsir eru þeir sem enn telja framtíð Íslendinga best tryggða með auknum umsvifum stóriðju jafnvel þó svo að um 80% framleiddrar raforku á Íslandi fari í stóriðjuna. En rafmagnsverðið til stóriðju er einungis um 15-20%  af orkuverði til almennrar notkunar og er augljóst að þessi munur er of mikill. Ekki er mikil von að þar dragi saman enda munu álframleiðendur að öllum líkindum fyrr loka verksmiðjum sínum hér á landi en greiða hærra verð fyrir orku. Má benda á að um líkt leyti að Alcoa hóf starfsemi sína í álbræðslunni á Reyðarfirði lokaði sama fyrirtæki tveim gömlum álbræðslum á Ítalíu. Mikil mótmæli voru þar í landi eins og skiljanlegt er enda hundruðir Ítala sem misstu við það atvinnuna. Hvenær kemur að okkur skal ekki fullyrt en einhvern tíma verða álbræslurnar hérna eigendum sínum ekki sú tekjulind sem hagkvæm þykir. Framleiðendur leita alltaf annað þegar gróðinn er uppurinn.

Við Íslendingar verðum að sýna raunsæi hvað þetta snertir. Aukin stóriðja er slæm blindgata sem erfitt kann að rata aftur til baka. Hvers vegna ekki að byggja upp atvinnustarfsemi á okkar eigin forsendum? Ferðaþjónusta vex hröðum skrefum eftir að settar voru hömlur á hana þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. Óraunhæft gerfigóðæri með allt of háu verðlagi og of hátt skráðri krónu olli ferðaþjónustu og útflutningsfyrirtækjum gríðarlegum erfiðleikum. Þáverandi stjórnvöld litu einungis á stóriðjuna sem eina leið fyrir aukinni hagsæld sem snérist upp í andhverfun sína með auknu braski, spillingu og bankahruni. Árin kringum aldamótin og fram að hruni er áratugur hinna glötuðu tækifæra.

Við eigum að fylgjast betur með raunveruleikanum fremur en óskhyggjunni.

Mosi


mbl.is Alcoa ræðir ekki raforkukaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall draugur

Sennilega var Atómstöðin dýrasta bók sem Halldór skrifaði. Þessi velgengni með Sjálfstætt fólk varð til þess að skattayfirvöld fóru heldur en ekki að hnýsast í fjármál hans. Þekkt er svar hans aðspurður að hann hefði ekkert vit á bókhaldi, peningum og skattskýrslu, það sæi bókhaldarinn um, hann einbeitti sér að skrifa bækur.

Í ársbyrjun 1955 sama árið og Halldór hlaut mestu bókmenntaviðurkennigu sem nokkur rithöfundur getur dreymt um, nóbelsverðlaunin, var hann dæmdur í Hæstarétti fyrir skattsvik! Um þetta er fjallað í 26. bindi hæstaréttardóma bls. 79 og áfram.

Voru þetta pólitískar ofsóknir gegn rithöfundi sem þáverandi stjórnvöldum var ekki að skapi?

Furðulegt er að ekki hafi verið opinber meira en 60 ára gömul skjöl í skjalasöfnum vestra þar sem fræðimenn gætu kynnt sér þessi mál eins og þau voru í bandarískri stjórnsýslu.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Björn kemur föður sínum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegt samkomulag

Ætli þetta háhitamál sé þar með ekki úr sögunni?

Auðvitað á að vera unnt að komast að skynsamlegum lausnum þegar um er að ræða þingmál sem eru til bóta fyrir land og þjóð.

Ljóst er að ráðuneyti eru of mörg og þeim mátti fækka verulega. Ekkert smáríki getur leyft sér þann lúxús að vera með ofstóra yfirbyggingu.

Í flókinni refskák stjórnmálanna á liðinni öld voru ráðuneytum fjölgað mjög óhóflega, oft vegna flókins valdajafnvægis milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það þurfti vinstri stjórn að koma einhverju skynsamlegu skikki á þetta!

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Ráðuneytaskipan háð samþykki Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluthafar almenningshlutafélaga rísi upp!

Einu sinni átti eg hlutabréf í Landsbanka að nafnvirði 100.000 en seldi þegar mér leist ekkert of vel á flumbruganginn hjá stórnendum bankans.

Hins vegar tapaði eg miklu í Atorku, Kaupþingi og Existu sem eru nú talin vera einskis virði eftir hrunið. Allt voru þetta almenningshlutafélög.

Til stjórnenda almenningshlutafélaga ber að leggja auknar skyldur:

Þeir eiga að stýra fyrirtækjunum með langtímamarkmið í huga, leggja fyrir í varasjóði til að mæta erfiðleikum þegar á móti blæs. Þeim ber að sýna hófsemi í kaupkröfum sínum og þar með gott frumkvæði. Þannig er unnt að byggja upp gagnkvæmt traust.

Við sem töpuðum sparnaði okkar eigum að taka okkur þetta mikilvæga framtak okkur til fyrirmyndar. Við getum hafið málsókn gegn stjórnendum fyrirtækjanna m.a. á þeim forsendum að þeir hafi ekki stýrt fyrirtækjunum með hag hlutafjáreigenda að leiðarljósi. Þetta kann að vera erfitt að sanna en mikilvægt af þeim ástæðum að þessi almenningsfyrirtæki verði rannsökuð ofan í kjölinn.

Þetta kann að vera erfitt með sum eins og bankana og Atorku sem voru afhent kröfuhöfum en ekki sett í gjaldþrot. Þrotabú hefur mjög rúmar heimildir að rannsaka bókhaldsgögn og þar með aðdraganda að því að allt lenti í vitleysu. Þrotabúið getur velt hverjum steini og jafnvel rifta aftur í tímann umdeildum gjörningum. Í stjórn Atorku voru 2 hæstaréttarlögmenn sem hafa væntanlega gert sér grein fyrir þessari ábyrgð sinni og með ákvörðunum komið í veg fyrir að bókhaldið og líkleg fjármálaóreiða kæmi í ljós. Kannski það hafi verið þeim í hag að kröfuhöfum var afhent forréttingin án þess lífeyrissjóðir landsmanna og litlu hluthafarnir gætu gert ráðstafanir við hagsmunagæslu sína.

Landsbankinn er enn í eigu íslenska ríkisins og það kann að vera ástæða þess að Ólafur Kristinsson hdl telji von um að koma ábyrgð á stjórnendur bankans.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Margir styðja hópmálsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg og ómálefnaleg stjórnarandstaða

Sennilega er leitun um víða veröld að jafn lélegri stjórnarandstöðu og er á Íslandi þessi misserin. Þar er stöðugt verið að þrefa og allt gert til að grafa undan ríkisstjórninni. Og ekki eru ræður þingmanna sérlega málefnalegar og þetta gildir um suma stjórnarliða einnig.

Segja má að skiljanlegt sé að forsetinn reyni að koma þessari guðsvoluðu stjórnarandstöðu til aðstoðar en hann hefur skaðað mest sjálfan sig á þessu eins og óreynt barn að leika sér að sjóðandiheitu vatni.

Það er alltaf auðvelt að rífa niður, mun auveldara en að byggja eitthvað gagnlegt upp. Við Íslendingar höfum aldrei staðið fyrir jafnmiklum erfiðleikum í fjármálum okkar eftir kæruleysi nær 18 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Eitt af forgangsverkefnum núverandi ríkisstjórnar var að kappkosta að heimta sem mest fé heim og úr höndum útrásarvarganna. Hefur stjórnarandstaðan gert eitthvað í að aðstoða við það? Nei alls ekki enda virðist svo vera að þessir útrásarvargar virðast vera nátengdir og njörvaðir við spillingaöflin í landinu.

Óskandi er að sem flestir átti sig á þessu og varist þau gífuryrði sem allt of margir temja sér oft af litlu og jafnvel engu tilefni.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Nýja-Ísland ekki á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband