Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar

Byssumálið er eitt furðulegasta mál sem upp hefur komið á undanförnum árum. Það er hápunkturinn á þeirri aðferð núverandi ríkisstjórnar að taka ákvarðanir án þess að bera eitt eða neitt undir þjóðina.

Ekki var þjóðin spurð hvort leggja ætti hugmyndir um nýja stjórnarskrá til hliðar. Ljóst er að við fáum ekki nýja stjórnarskrá meðan þessi ríkisstjórn situr.

Þjóðin var ekki spurð hvort draga ætti aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. Langflestir fræðimenn hafa eindregið lagt áherslu á að aðild með skilyrðum er mjög góð leið að styrkja hagsmuni okkar.

Þjóðin var ekki spurð um hvort gefa ætti háar fjárhæðir eftir til útgerðarinnar. Skattar kvótagreifa voru stórlega lækkaðir.

Þjóðin var ekki spurð um hvort leggja ætti ný náttúruverndarlög til hliðar eins og einhliða var ákveðið.

þjóðin var ekki spurð hvort eyða ætti 2 milljörðum af vegafé í þágu lóðabraskara í Garðabæ.

Þjóðin var ekki spurð um hvort leggj ætti mannréttindi og rétt til að mótmæla ásamt því hvort lögsækja skyldi hóp mótmælenda vegna síðasta liðar.

Þjóðin var heldur ekki spurð um nýtt Icesavesamkomulag sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga núna í vor og kom því þannig í kring að engin umræða varð. Þetta nýja samkomulag byggist algjörlega á eldra smkomulagi sem Sigmundur Davíð hamaðist hvað mest hérna um árið og æsti forsetann á móti því. Þeir sem ekki trúa þessu ættu að hlusta á þáttinn „Í vikulokin“ s.l. laugardag á Rúv, rás 1. Mér kom þetta virkilega á óvart en umræður í þættinum spunnust um þá staðreynd að samkomulag er um að Icesave skuldbindingarnar verða greiddar úr sjóðum Landsbankans.

Þetta krefst rannsóknar og umræðu. 

Og þjóðina má alls ekki spyrja hvort rétt sé að vígvæða lögregluna.

Þessi vopn eru álíka varhgaverð og byssurnar sem vígamaðurinn Andreas Breivik notaði við að skjóta og deyða 77 mnns fyrir rúmum 3 árum. Þessi vopn eru jafnvel enn hættulegri.

Er ekki fyrir löngu kominn tími að krafist verði opinberrar rannsóknar á gerðum þessarar ríkisstjórnar?

Byrja má á því að spyrja þjóðina hvort rétt sé að vígvæða lögregluna? 


mbl.is Voru byssurnar seldar eða gefnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekur eða saklaus?

Nú vil eg ekki setja mig í sæti dómara enda hefi eg engar forsendur til þess.

Hins vegar veit eg að fátt hefur riðið meir húsum á Íslandi en uppátæki Sigurjóns og félaga hans í Landsbankanum, prakkarastriks sem nefnt hefur verið Icesave.

Mér skilst það hafi verið hugmynd Sigurjóns til að bregðast við þeim vanda að standa í skilum við himinhá skammtímalán bnkans á ofurlágum vöxtum. Þeir bankastjóranir lánuðu til lengri tíma ýmsum viðskiptavinum sínum á mun hærri vöxtum. En landsbankinn lenti í greiðslupróblemi og þá sprakk blaðran.

Líklega var Landsbankanum eitthvað skárr rekinn en hinir bankarnir og komið hefur í ljós að icesave reikningarnir hafi skilað sér betur en gert var ráð fyrir. Þó lagðist Framsóknarflokkurinn og ólafur Ragnar alveg þversum að samþykkja samningana sem tengdust Icesave. Og það var til þess fallið að grafa undan ríkisstjórn Jöhönnu Sigurðardóttur.

En líklegt þykir mér að þessi ákæra gegn Sigurjóni sé af svipuðum toga og ákúrur gagnvart öðrum bankastjóruma annarra banka sé af svipuðum toga spunnið: að reyna að toga gengi hlutabréf bankans upp á við.

Allir bankastjórnir lentu eða öllu heldur féllu í mjög svipaðri freistni: Að kappkosta að halda gengi hlutabréfa sem hæstu. Nú er spurning hvort Sigurjón hafi brotið af sér. Og ef hann lendir í því að verða dæmdur í tugthús á Kvíabryggju hvet eg landsmenn alla að senda honum nokkra snúða en Sigurjóni þykir snúðar mjög góðir eins og flestum amrískum í morgunverð!


mbl.is Aldrei reitt jafn hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband