Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Konur eru ekki síðri!

Vonandi standa þær sig betur í þessu erfiða hlutverki en þeir sem báru ábyrgð á þessum hörmulegu mistökum. Þær hafa allt að vinna og stýra vonandi bankanum betur.

Mosi


mbl.is Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hadaka matsuri : Angi af frjósemistrú?

Þessi ærsli eru kostuleg. Kanski væri ekki úr vegi að taka upp svipaða siði hér á landi og ætla þeim sem vilja gjarnan losa sig við reiðina. Það mætti hafa þessa hátíð innanhúss yfir vetrartímann en útivið yfir hásumarið.

Spurning hvort þetta fyrirkomulag væri ekki eiginleg betra en að fólk vaði uppi með skömmum og svívirðingum og ausi yfir hvert annað vægðarlaust úr skálum reiðinnar.

Þarna gætu t.d. skapvargar að fá tækifæri að koma og taka þátt í drulluslettunum.

Mosi

 


mbl.is Berrassaðir karlar ærslast í drullubaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins

Davíð hefur á undanförnum árum reynst þjóðinni mjög dýr, meira að segja rándýr. Nú verður hann að byrja á botninum en getur tæplega vænst þess að njóta fyrrum gæfu í stjórnmálunum. Honum tókst lengi vel að koma ár sinni ótrúlega vel fyrir borð þannig að hann gaf andstæðingum sínum langt nef. Þannig komst hann til valda í Reykjavík með mjög einföldu áróðurstækni sem sló nánast vopnin úr höndum andstæðinga hans. Hann varaði við að byggja á sprungum við Rauðavatnið þar sem nú er nýja Morgunblaðshöllin. Hann gagnrýndi vinstri borgarstjórnarmeirihlutann fyrir  skuldasöfnun. Það voru einkum framkvæmdalán vegna Hitaveitunnar sem átti verulegan þátt í að bæta hag allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nú eru tímarnir breyttir: Sá sem hefur misst trúnað og traust hefur beðið mikið afhroð.

Ef Davíð fer fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri það mikill fengur fyrir aðalandstæðinga þessa fyrrum stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.

Spurning hvort það varðar ekki við heimsku. Því miður verða flest mein mannsins læknuð en heimsku manna hefur lengi reynst einna torveldast að lækna.

Mosi


mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Össur sýnir mikla skynsemi með hófsamri yfirlýsingu sinni. Hann hyggst ekki blanda sér í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar og vill gjarnan að Ingibjörg Sólrún verði áfram formaður á meðan aðstæður leyfa.

Þegar Össur var ungur róttækur maður, var allt annað uppi á tengingum. Hann var í fylkingarbrjósti meðal róttækra stúdenta sem fleytti honum í ritstjórn Þjóðviljans. Þar var margt í deiglunni en þetta gamla róttæka dagblað var að renna sitt skeið á enda. Enginn fjárhagslegur grundvöllur var undir því. Þjóðviljinn var ásamt Morgunblaðinu mjög mikilvægir fjölmiðlar sitt hvoru megin við miðjuna.

Þegar Össur var ritstjóri Þjóðviljans var annar framagjarn maður í borgarstjórn Reykjavíkur, Davíð Oddsson. Hann náði völdum sem borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitti til þess nokkuð óvenjulegum aðferðum. Hann beitti einfaldri áróðursaðferð sem svínvirkaði. Þegar fyrsti vinstri meirihlutinn var við völd í Reykjavík á árunum 1978-82, var ákveðið eftir olíukreppuna 1979 að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sig til og ynnu í samvinnu undir þáverandi borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar verkfræðings, að stækka þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta var mjög dýrt en Egill hafði reiknað út að framkvæmdin myndi borga sig tiltölulega fljótt. Tekin voru erlend lán til framkvæmda sem Davíð gagnrýndi mjög mikið en ekki lengi eftir að hann hafði náð völdum. Þegar íbúar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði höfðu tengst hitaveitukerfinu, varð nánast sprenging í tekjum Hitaveitunnar.Davíð heimtaði hverja hækkunina á fætur annarri og er það fremur sérkennilegt að iðnaðarráðherra sem þá var Hjörleifur Guttormsson, staðfesti gjaldskrárhækkaninar. Fátt hækkaði jafnmikið á þessum verðbólgutímum og gjaldskrá Hitaveitunnar og má því með góðum og gildum rökum fullyrða að Davíð hafi verið einn sá ötulasti að kynda undir verðbólgu þessara ára.

Digrir sjóðir Hitaveitunnar voru Davíð drjúgir þegar hann ákvað byggingaframkvæmdir sem bera stórhuyg hans skýr merki: Ráðhús Reykjavíkur í Tjörninni, Perlan sem gárungarnir nefndu „Kúlusukk“ enda fór byggingakostnaður töluvert fram úr áætlunum. Þá var Viðeyjarstofa endurgerð og varð siðar mikilvægur  staður fyrir frekari völd Davíðs.

Segja má að Davíð hafi ofmetnast smám saman, völdin stigu honum e.t.v. til höfuðs. Þegar líða tekur yfir aldamótin virðist e-ð hafa gerst sem hafi áhrif á dómgreind Davíðs. hann ræðst í hverja umdeildu ákvörðunina á fætur annarri og er ákvörðun um byggingu KJárahnjúkavirkjunar og stuðningur við umdeilt Írakstríð sem stendur einna hæst. Svona ákvarðanir eru ekki teknar af skynsemi heldur fyrst og fremst mjög kaldri framkomu gagnvart þjóðinni. Þessu tengist einnig umdeild sala ríkisbankanna sem segja má að hafi gjörsamlega mislukkast.

Síðustu árin hefur Davíð verið seðlabankastjóri. Þar virðist hann hafa kunnað nokkuð þokkalega við sig en ljóst var, að enginn getur barist nánast einn og yfirgefinn gegn straumi tímans. Vopnin höfðu smám saman hrokkið úr höndum fjölmargra vina hans og er hlálegt þegar einn af nánustu vinum hans vitnaði í virtan hagfræðing máli sínu til stuðnings en gætti ekki að því í málflutningi sínum, að hagfræðingurinn hafði þveröfuga fullyrðingu fram að færa! Það var virkilega vandræðalegt hjá manni sem er einn af auðmönnum landsins.

Betra hefði verið að Davíð hefði sýnt sáttarhug að standa strax úr sæti seðlabankastjóra eftir stjórnarskiptin 1. febrúar s.l. Hann hefur fremur lélega menntun til að geta staðið sig vel í þessu erfiða hlutverki á mjög erfiðum og varhugaverðum tímum. Hann reisti sér hurðarás um öxl og andstæðingar hans hafa ætíð verið tortryggnir í hans garð.

Davíð er eins og hver annar breysklegur maður með sínar skoðanir til manna og málefna. Hann er ekki allra og ætíð mjög umdeildur. Því hefði verið hyggilegra bæði fyrir þjóðina og ekki síður hann persónulega að draga úr víðsjám og ganga út úr þessu dökka húsi strax og ljós var að honum hafði mistekist ætlunarverk sitt.

Sennilega er yfirlýsing Össurar í samræmi við reynslu okkar af Davíð. Aldrei hefur reynst hyggilegt að storka samfélaginu og þar með örlögum sínum. Hver á sinn vitjunartíma og alltaf er hyggilegt að ígrunda hvenær rétti tíminn sé að standa upp og gefa stjórnina eftir til annarra sem líklegri eru til að ná betri árangri.

Mosi - alias


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðustu þröskuldarnir að baki: Til hamingju Íslendingar!

Loksins höfum við losað okkur við síðstu þröskulda að leiðinni til nýrra tíma. Í Seðlabankann er loksins kominn óháður sérfræðingur í efnahagsmálum sem ekki veitir af. Hann er væntanlega með engin tengsl við gömlu valdaklíkurnar sem stýrðu Íslandi, oft með harðri og óvægri hendi.

Endurreisnarstarfið eftir frjálshyggjudýrð Davíðs getur nú hafist af fullum þunga.

Mosi

 


mbl.is Skilur vandamál Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Ákvörðun um að hætta við málssókn er skynsamleg. Við eigum miklu fremur að leggja áherslu á viðræður við Breta um að þeir veiti okkur alla þá aðstoð að upplýsa þessi mál. Finna þarf þann mikla auð sem féfettar fluttu úr sjóðum bankanna í skattaparadísir.

Scotland Yard hefur yfir að ráða afburða sérfræðingum í hvítflibbaglæpum. Okkar lögregluyfirvöld stöndum þeim langt að baki. Við þurfum að ná sem fyrst árangri!

Mosi


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Sparkfrumvarpið“

Frumvarpið um Seðlabankann þar sem megintilgangurinn er að skipta út bankastjórum einkum þeim sem þráast að standa upp, er sannkallað „sparkfrumvarp“.

Svo er eins og Davíð eigi sér allmörg líf, - eins og kötturinn. Hversu mörg eru eftir er ekki gott að segja en vonandi fer hann að sjá að sér blessaður karlinn. Hann hefur verið valdamesti maður á Íslandi og ekki eru allar ákvarðanir hans sem hafa verið nógu vel ígrundaðar. Nú sitjum við uppi með verstu fjárhagsvandræði sögunnar og auk þess karlinn líka.

Viðtalið í Kastljósi ríkissjónvarpsins í gærkveldi minnir óneitanlega á Bubba kóng sem Davíð lék á Herranótt fyrir um 40 árum. Þá sló hann sannarlega í gegn og vakti mikla kátínu og ómælda gleði meðal flestra. áhorfenda. En í raunveruleikanum er þetta ekki lengur brandari. Ástandið er grafalvarlegt og við þurfum enga ráðamenn sem haga sér sem einræðisherrar. Vitjunartími Davíðs er fyrir löngu upprunninn. Sjálfur örlagavaldurinn á ekki að komast upp með að leika sér að þjóðinni.

Mosi


mbl.is Fundur boðaður í viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háll sem áll

Enginn stjórnmálamaður hefur haft jafnmikil áhrif undanfarin ár á íslenskt þjóðlíf sem Davíð Oddsson, bæði til góðs og ills.

En Davíð er háll sem áll. Sennilega eru ekki margir sem hafa haft kenningar Macchiavellis jafn vel í huga og nýtt sér sem fyrirmynd og Davíð.

Hann er með slóttugri stjórnmálamönnum heims og beitir öllum tiltækum ráðum til að koma sér úr þeirri klípu sem hann hefur komið sjálfum sér í.

„Með ofháum stýrivöxtum voru lífskjörin fölsuð“ sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur á prýðisgóðri ráðstefnu um kreppuna á vegum Kjalarnesprófastsdæmis fyrr í mánuðinum í Norræna húsinu. Nú hafa stýrivextirnir háu snúist upp í andhverfu sína með þeim skelfingum sem við sitjum uppi með - ásamt Davíð.

Mosi


mbl.is SÍ naut trausts erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins birting á Opnu bréfi til Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu

Í ársbyrjun sendi undirritaður grein í Morgunblaðið með ósk um birtingu: „Opið bréf til Sjálfstæðisflokksins frá Guðjóni Jenssyni“. Greinin var send á venjulegan hátt gegnum innsendingarkerfi Morgunblaðsins og var send tilkynning til mín um staðfestingu móttöku. Fyrir einhverjar ókunna ástæður datt greinin út úr gagnagrunninum. Þegar hvorki bólaði á birtingu né rafpósti með athugasemdum um efni greinarinnar, þá var ljóst að eitthvað dularfullt og óvenjulegt væri á seyði.

Greinin var borin undir ýmsa málsmetandi menn og þótti þeim einkennilegt að þessi grein væri ekki birt. Þó svo að um nokkra kröftuga gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn er að ræða, þá er hún studd góðum og gildum rökum og minnst á, að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki varpað frá sér ábyrgð á stöðu mála. Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur haft jafnmikil áhrif á undanförnum tæpum tveim áratugum og Sjálfstæðisflokkurinn. Ýmsar umdeildar og vafasamar ákvarðanir leiddu til bankahrunsins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðiðsig afar illa við að bjarga því sem bjargað verður. „Grafaræningjarnir“, sálarlausu gróðamennirnir tóku af skarið og hafa gengið ljósum logum eins og ræningjalýður og lagt bankakerfið í rúst og þar með fjárhagslegt öryggi einstaklingsins sem fyrirtækja.

Meðfylgjandi er greinin sem er í fylgiskjalinu: Litli hluthafinn og lífeyrissjóðirnir.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öll spilin á borðið!

Eru útrásarvíkingarnir „persona non grata“?

Athygli vekur hve útstreymi fjár úr bönkunum til fárra aðila var gríðarlegt síðustu vikurnar fyrir hrun bankakerfisins. Ljóst er að útrásarvíkingarnir voru gjörsamlega siðferðislega séð á mjög hæpnum viðskiptaforsendum að hafa á brott í skattaskjól hundruð ef ekki þúsundir milljarða króna. Þessir menn höguðu sér eins og ótíndur ræningjalýður sem höfðu breytt bönkunum í sjálfsafgreiðslu í þágu féflettingar.

Var ekki nafnkunnur breskur athafnamaður og féflettir sem hefur komið þar við sögu og haft gríðarlega fjármuni út úr Kaupþing sem nemur hundruðum milljónum? Þessi sami einstaklingur (RT) er eigandi hótelkeðju og breskrar knæpukeðju, situr í stjórn íslenska tryggingafélagsins Existu sem lagt hefur drög að yfirtaka fyrir smánargreiðslu allt hlutafé þess fyrirtækis með aðstoð nokkurra íslenskra fjárglæframanna.

Þessir herramenn eiga án nokkurs hiks að hafa stöðu „persona non grata“ meðan þeir hafa ekki skilað til baka því gríðarlega fé sem þeir hafa haft af þjóðinni. Þetta gamla latneska orðasamband er lögfræðilegt og er notað um þá einstaklinga sem ekki njóta venjulegra borgaralegra réttinda. Þeir eru undir rannsókn og strangri umsjón að þeir geti ekki komist undan né haft möguleika á að spilla sönnunargögnum og hafa áhrif á mikilvæg vitni.

Sjálfsagt er að kyrrsetja eignir þessara manna hvar sem til þeirra næst og leggja farbann á þá alla meðan þeir eru grunaðir um græsku.

Scotland Yard

Það verður að koma  lögum yfir þessa herramenn og við eigum án nokkurs hiks að fá bresk lögregluyfirvöld í lið með okkur. Scotland Yard hefur ábyggilega betri tök á þessum málum en einn íslenskur saksóknari með takmarkaðar fjárveitingar sem er auk þess skipaður af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Breskir sérfræðingar á sviði hvítflibbaglæpa hjá Scotland Yard hafa ábyggilega umfangsmikla reynslu á þessu sviði með mun virkari möguleikum að afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að upplýsa þessa fjárglæfra. Þar má ekki undanskilja nein pólitísk tengsl enda geta vitundarmenn og jafnvel hlutdeildarmenn leynst jafnvel í þingliði stjórnmálaflokkanna sem nú eiga sæti á Alþingi.

Mosi

 


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband