Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ánægjulegar breytingar

Í gær fór eg í langa gönguferð um náttúruna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Veður til gönguferðar var hið ákjósanlegasta, hægviðri og hlýtt en ekki mikil sól. Mikil gleði var að ganga fram á ungar birkiplöntur sem víða eru að vaxa upp úr örfoka landi, melum og ásum. Eftir að sauðfé var úthýst með því að koma sauðfjárhaldi í afmörkuð beitarhólf er náttúran sjálf að lækna sig sjálf af þeirri meinsemd sem einnkennst hefur af rányrkju mannsins. Víða settu sig nokkrar steinbrjótstegundir þar sem unnt var að festa rætur af fræjum sem berst víða með fuglum og vindum. Áður fyrr þótti sjálfsagt að gjörbeita land með sauðfé og hrossum á þann hátt að allt var étið niður í rót. Ekkert varð eftir nema örfoka land og fullkomnun eyðileggingarinnar.

Á leið minni til baka varð refur á vegi mínum. Líklega var hann ungur því hann var nokkuð forvitinn og reyndi eg að spjalla við hann mjög vingjarnlega. Líklega hefur hann orðið var við mig þegar eg snæddi nestið mitt og hefur gjarnan viljað fá bita. Því miður varð eg hans ekki var fyrr en eg hafði lokið við nestið mitt en hefði gjarnan viljað gefa honum hluta af því. Ástæðan fyrir því að eg tel að þarna hafi ungur refur átt í hlut er að hann hljóp rakleitt í átt að greninu en um það hefi eg vitjað öðru hverju. Síðastliðinn vetur gekk eg fram á tvo gamla dýraboga sem einhver veiðimaður hefur skilið eftir. Var annar spenntur og auðvitað gerði eg hann hættulausan, kippti með heim og lét hlutaðeigandi vita. Dýraboga má ekki nota nema þegar greni eru unnin og þá til að ná í yrðlingana og má þá veiðimaður ekki yfirgefa nágrenni grensins.

Refir eru sjaldgæf sjón í nágrenni Reykjavíkur enda hafa þeir verið hundeltir og drepnir unnvörpum án minnstu miskunnar. Þeir hafa sér til saka unnið að hafa sömu þörf að eta lambakjöt. Þeir eru sælkerar rétt eins og þeir sem kunna gott að meta. Refi hefi eg fyrst og fremst séð á Vestfjörðum en ekki hér í nágrenni Reykjavíkur að mig minni nema þá auðvitað í Húsdýragarðinum. Af hverju mega þeir ekki lifa óhultir í náttúru landsins, eru þeir þó búnir að vera í landinu lengst allra spendýra að vitað sé?

Refir hafa ábyggilega þann kost að verja lönd fyrir minknum sem er langtum verra meindýr en refurinn. Báðar tegundirnar helga sér óðul og þó svo að minkurinn sé fyrst og fremst við ár og vötn þá skarast búsvæði þeirra víða. Ein ástæðan fyrir gríðarlegri útbreiðslu minksins á sínum tíma voru að öllum líkindum refaveiðarnar. Þær voru stundaðar af meiri hörku frá Kreppuárunum og fram á þennan dag. Minkurinn er hingað kominn vegna innflutnings eftir 1930 og mættu þeir sem aðhyllast lúpínufóbíu taka herferð gegn minki gjarnan á stefnuskrá sína. Minkurinn er til vandræða en lúpínan er gagnleg jurt sé henni beitt hóflega á þar til gerðum stöðum. Má geta þess að birki er í raun mun aðgangsharðari tegund en lúpínan að því leyti að fræ birkisins getur borist tugi kílómetra með fuglum og vindi. Kemur það af því að fræðið er létt en fræ lúpínunnar stórt og þungt sem fellur yfirleitt ekki nema örfáa metra frá móðurplöntunni. Eftir lok ísaldar breiddist birkið mjög hratt og má sjá hliðstæða þróun á Skeiðarársandi.

Ánægjulegur dagur var að baki. Eg kom dauðþreyttur heim eftir eina bestu gönguferð einsamall um náttúru landsins.

Mosi


Öfgar eiga hvergi að líðast

Þegar umdeildir menn þekktir fyrir öfgar og ósvífni gagnvart öðrum, setja sig í dómarasæti þá er ekki von á góðu. Hitler & Co töldu útrýming Gyðinga vera í fullu samræmi við þýsk lög sem kennd voru við Nürnberg. Sú framkoma var af nákvæmlega sama sauðahúsi og sú sem þessi herramaður fyrir botni Miðjarðarhafsins telur sig vera að framfylgja.

Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna Ísrael á sínum tíma. Þeir höfðu víða átt í erfiðleikum, verið ofurseldir ómannúð og öfgastefnum ýmissa stjórnvalda. Nú vilja þeir framfylgja óréttlæti af fullri hörku gagnvart varnarlítillri þjóð og hafa gengið allt of langt sem ekki verður hægt að færa undir neitt annað en hroka og óbilgirni. Þeir hafa farið mjög illa með Palestínumenn að jaðrar við hliðstæðar ofsóknir sem þeir fyrrum máttu þola. Hafa þessir stjórnmálamenn í Ísrael ekkert lært?

Við eigum hiklaust að hóta að slíta öllum samskiptum við öfgamenn hvar sem þá er að finna, hvort sem þá er að finna í Afríku, Ameríku, Asíu, Ástralíu, Evrópu eða Ísrael.

Mosi


mbl.is Netanyahu: Árásin á skipalestina var lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum betur!

Margt mætti spara með að taka fyrir innflutning á sumum vörutegundum:

Við eigum að framleiða sem mest af okkar grænmeti og neita að kaupa gamalt grænmeti frá Hollandi sem auk þess er mjög mikið af ýmsum varhugaverðum efnum, þ.á m. rotvarnarefnum.

Við eigum að auka verulega kornrækt á Íslandi. Sem stendur er einungis um 10% korns sem notað er í landinu framleitt hér, bygg og vetrarhveiti. Við gætum ræktað nánast allt það sem við þurfum bæði til manneldis sem og skepnufóðurs.

Auka notkun almenningsfarartækja sem hefði gríðarlegan sparnað í för með sér. Af hverju ferðast allt of fáir með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu?

Ýmsan ártíðabundinn varning mætti takmarka: notkun nagladekkja mætti stórlega úr og jafnvel banna notkun þeirra á höfuðborgarsvæðinu nema með mjög ströngum skilyrðum. Með því mætti stórlega spara kostnað bæði við viðhald gatna sem og heilbrigðiskostnaði.

Jólatré getum við framleitt og komið á móts við vaxandi kröfur neytenda.

Hér er lítið eitt nefnt sem gæti dregið úr erlendum útgjöldum okkar.

Þá mætti auka tekjur þjóðarbúsins verulega með því að sýna meiri aðgæslu við rekstur og hagræða. Loka mætti t.d. sendiráðum víða og taka samvinnu við t.d. hinar norðurlandaþjóðirnar um sameiginleg sendiráð. 

Varðandi tekjur þá er ferðaþjónustan vaxandi atvinnugrein og vænta má meiri tekjur í náinni framtíð. Ísland er að verða geysivinsælt en rétt er að haga fjárfestingu skynsamlega og ekki reisa sér hurðarás um öxl. 

Þá mætti skoða lagaumhverfi stóriðjunnar betur en á þeim bæ hefur ekki ein einasta króna verið tekin í gjöld vegna mengandi starfsemi eins og víða Einnig er sterkur grunur að hlutfall stóriðjur í tekjuöflun orkuveita sé allt of lágt, m.a. vegna þess hve viss stjórnmálaöfl virðast hafa sofið gjörsamlega á verðinum og gefið allt of mikið eftir, venjulegum neytendum til stórs skaða.

Mosi


mbl.is Áfram afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gengur að koma lögum yfir íslenska fjárglæframenn?

Athygli vakti þegar bresk yfirvöld neituðu íslenskum yfirvöldum að framselja þekktan bankaskussa úr íslenska fjármálaheiminum sem sannanlega býr í Bretlandi. Ekki bólar heldur neitt á samvinnu breskra lögregluyfirvalda að hafa uppi á því gríðarlega fé sem flutt var úr landi með svikum, blekkingum, prettum og hugsanlega öðrum fjárhagsbrotum frá Íslandi til skattaskjóla gegnum Bretland og önnur nágrannalönd. Á sama tíma ítrekuðu bresk yfirvöld kröfu sína um að íslenskir skattgreiðendur skyldu gangast í ábyrgð fyrir Icesave fjárglæfrana.

Fróðlegt væri að vita hvernig þessi mál standa núna.

Mosi


mbl.is Bankastjóri snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Órúleg mannvonska

Þegar þröngsýni og blind trú koma saman er ekki von á góðu. Þessi stúlka fær alla samúð okkar sem viljum aukið umburðarlyndi og betri skilning á högum annarra.

Þessi stúlka hefur verið beitt áþekku ofbeldi og þegar grimmdarleg refsigleði var ríkjandi, já líka á Íslandi fyrr á öldum. Á tæplega 140 ára tímabili frá upphafi 17. aldar og fram undir miðrar þeirrar 18. var 18 konum drekkt í Drekkingarhyl fyrir sáralitlar sakir. Þær áttu það allar sameiginlegt að ala börn utan hjónabands og þær voru allar fátækar. Varla telst það til glæps nú í tímum. Ekki er ólíklegt að allar þessar konur hafi sætt kynferðislegri áreitni og jafnvel verið nauðgað af ríkum bændum eða öðrum sem höfðu tækifæri að bera fé í sýslumenn og múta þeim.

Samfélag fyrri tíma á Íslandi var karlasamfélag þar sem blind refsiharka og ómild þröngsýni réð ferð. Í mörgum löndum, þ. á m. Afganistan er mannúðin ekki komin lengra en raunin er.

Óskandi er að alþjóðasamfélagið rétti hlut  sem fyrst þeirra sem misrétti eru beittir.

Mosi


mbl.is Afskræmd afgönsk stúlka fær ókeypis lýtaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaust samráð orðið löglegt eftir allt saman?

Á dögunum fór eg hring um landið. Alls staðar blasti við sama lítraverðið hvort sem var bensín eða olía, gilti einu hvort bensínstöðin væri N1, Olís, Skeljungur, Orkan eða Atlantsolía, sama verðið var hvort sem var í Reykjavík, Akureyri, Borgarnes, Egilsstaðir, Vík, Kirkjubæjarklaustur eða Skaftafell.

Einu sinni var mikið rætt um samráð. Það dró dilk á eftir sér alla leið í borgarstjórn Reykjavíkur. Þáverandi borgarstjóri sagði af sér en hann hafði verið nokkru áður einn af æðstu yfirmönnum Olíufélagsins, skipulagði fundi olíufélagsforstjóranna og miðlaði upplýsingum milli þeirra.

Hver skyldi núna miðla upplýsingum og skipuleggja samráðið að þessu sinni?

Eða er siðleysið orðið löglegt?

Mosi 


mbl.is Skeljungur hækkaði - N1 lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirmynd

Af hverju að sanka að sér eignum sem mölur, ryð og íslenskir útrásarvíkingar gera að engu? Mætti auðsöfnunarfélög á vegum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins taka sér þetta til fyrirmyndar!

Mosi


mbl.is Sælla að gefa en þiggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afdrifarík mistök - Á ráðherra að segja af sér?

Árni Páll er að mörgu leyti mjög hæfur og góður ráðherra. Fram að þessu hefur hann verið farsæll í starfi en nú varð honum á ámælisverð mistök að skipa gamlan kunningja sinn í trúnaðarstöðu. Þar reynir á siðfræðislegar spurningar um hvort sá sem hann velur sé raunverulega hæfasti umsækjandinn. Í ljós hefur komið að Runólfur er flæktur í skuldamál þar sem skuldir voru afskrifaðar á einhvern dularfullan hátt sem hann vill ekki gefa upp. Fyrir vikið er hann tæplega hæfur að gegna þessu embætti.

Annar umsækjandi virðist vera mun hæfari að gegna þessu starfi m.a. með hliðsjón af mun meiri menntun og reynslu af hliðstæðum störfum.

Þegar ráðherra verður alvarlega á í messunni er spurning hvort hann eigi ekki að stíga til hliðar og segja af sér. Gömul venja er til um það erlendis að ráðherra segi af sér hafi þerir ofboðið borgurum með einhverjum ámælisverðum ákvörðunum. Með því axla þeir ábyrgð og sýna gott fordæmi. Það hvetur einnig aðra valdamenn að vanda betur ákvarðanatöku en á því hefur margsinnis verið mjög ábótavant í Stjórnarráðinu.

Mosi


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Magma Energy?

Forstjóri þess kveður sig vera jarðfræðing.

Svo virðist sem hann sé gjörsamlega óþekktur í þeim fræðiheimi. Ef nafn hans er „gúgglað“ má finna fjöldann allan af síðum þar sem hann tengist ýmiskonmar fjárfestingum og braski víða um heim.

Þetta Magma fyrirtæki virðist vera eins opg hvert annað braskfyrirtæki og virðist njóta sérstaklega velvildar vissra manna í Sjálfstæðisflokknum.

Fjöldi íslenskra einstaklinga töðuðu ævisparnaði sínum gegnum Jarðboranir, Atorku og Geysir Green Energy sem þetta fyrirtæki ætlar sér að gleypa fyrir lítið. Þá hafa lífeyrissjóðir tapað offjár í fjárfestingum gegnum þessi fyrirtæki og færa núna lífeyrissjóðsrtéttindi okkar niður um 12%.

Er þetta sem við viljum? Af ávöxtunum eigum við að þekkja þá! Mín vegna má þetta brask fara til andskotans og þess vegna lengra. Við þurfum á flestu öðru að halda en meira braski eftir þá niðurlægingu sem útrásrarvíkingarnir skildu eftir sig í íslensku samfélagi. Svo virðist sem enginn ætlar að axla neina ábygð en ýmsir hyggjast ætla sér að græða offjár á ástandinu.

Mosi


mbl.is Beaty: Vilja ekki hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband