Verra var það á árum „kalda stríðsins“

„Brennimerking“ var viðhöfð víða í Evrópu með sama tilgangi og sakavottorð. Þeir sem höfðu brotið lögin voru oft dæmdir til refsingar og brennimerkingar „öðrum illum skálkum til strangrar aðvörunar“ eins og segir í einum dómi frá því rétt fyrir miðja 18. öld.

Á dögum „kalda stríðsins“ voru allir þeir sem þáverandi yfirvöldum stóð stuggur af, stimplaðir kommúnistar og þar með álitnir vera hinir verstu þrjótar. Dæmi um slíkt voru rithöfundar sem þorðu að gagnrýna þessi sömu yfirvöld sem óspör voru á refsivöndinn. Eitt ráðið var rógurinn. Annað að svipta viðkomandi ýmsum hlunnindum eins og skáldastyrkjum. Og ef vel bar í veiði, þá voru menn sviptir mannréttindum ýmsum eins og kosningarétti og sundum frelsi og stungið í steininn. Þannig mátti „góðkunningi“ Morgunblaðsins, Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans oft sæta slíkri meðferð.

Í dag hefur Jóhanna forsætisráðherra verið að halda utan um veikan meirihluta og sem hún kallar „að smala köttum“. Sennilega er lýðræði og að hafa eigin skoðun meiri innan stjórnarflokkanna en í Sjálfstæðisflokknum. Í þeim flokki hefur oft verið aðeins ein skoðun, einn vilji, einn foringi.

Mér finnst Styrmir skjóta dáldið framhjá markinu að þessu sinni. Það verður að líta á söguna, aðdraganda þess ástands sem nú er og hvaða aðstæður það eru sem nú eru í samfélaginu. Engin ríkisstjórn í sögu lýðveldisins hefur setið uppi með aðra eins óreiðu, fjármálaóstjórn og spillingu eftir einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Sjálfur get eg ekki annað en dáðst að þessari konu, Jóhönnu Sigurðardóttur sem ásamt Steingrími J. hafa vaðið áfram í moldviðri sem núverandi stjórnarandstaða hefur þeytt upp, kannski situr forysta stjórnarandstöðunnar einna fastast fyrir á Bessastöðum. Enda eru tengsl allra þessara aðila við hrunfólkið mjög mikil og virðist ekki sjá að neitt skilji þá að.


mbl.is Styrmir: Þingmenn brennimerktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 242894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband