Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Nóg komið af sköttum

Mörgum fannst nóg um að fjármagnstekjuskattur væri hækkaður úr 10 í 20%. Meira að segja útrásarbröskurunum fannst þessi 10% vera of há tala að með bolabrögðum komu þeir sér undan að greiða hann. Aðferðafræðin var einföld: Með því að stofna fyrirtæki á Tunglinu eða Tortóla færðu þeir gróðann þangað sem enginn skattur var reiknaður.

Væri ekki nær að gera rástafanir fyrir slíkum undanskotum fremur en að hvetja til slíks?

Braskaralýðurinn sér við því að borga 30% skattinn fyrst þeir tímdu ekki að borga 10% skattinn.

Þessi 30% skattur bitnar helst á eldri borgurunum sem og sparifjáreigendum. Hann er ranglátur enda hefur fólk verið margskattað til að afla sparnaðarins, tekjuskattur, útsvör o.s.frv.

Kannski mætti binda gjaldskrá við tekjur viðkomandi: hátekjufólk borgi meira fyrir samfélagsþjónustu: heilbrigðisþjónustu, póstþjónustu, síma, vatnsskatt, fasteignagjöld o.s.frv.

Aukin skattheimta kann ekki góðri lukku að stjórna.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt er gests augað

Alltaf er gott að vita að erlendum ferðamönnum líki vel á Íslandi. Landið okkar nýtur aukinna vinsælda og ferðaþjónustu ber að efla.Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi er eg þráspurður um hvers vegna í ósköpum við höfum hvergi hreindýr til sýnis á Íslandi. Mér skilst að lög um dýravernd banni alfarið að halda villtum dýrum innilokuðum!


Með öðrum orðum er auðveldara að fá leyfi að byggja og reka álbræðslu á Íslandi en efla ferðaþjónustu á Íslandi!


Þetta er raunveruleikinn sem við sitjum uppi með eftir dekurstjórn hægri manna á stóriðju.
Hvernig væri að snúa þessu við?

Leyfa ætti ferðaþjónustuaðilum með sanngjörnum skilyrðum að sýna ferðafólki hreindýr og önnur villt dýr en banna byggingu og rekstur álvera nema þeirra sem fyrir eru í landinu.


Í gær var eg í Möðrudal með ferðafólkinu mínu. Þar er ungur refur sem hundur hefur tekið að sér foreldrahlutverkið! Alveg yndislegt í alla staði og ótrúlegt að einhver sjái athugavert við það.

Betri eru góðir embættismenn en góð lög. Því mætti breyta samfélaginu til betri vegar með góðum hug fremur að njörva allt niður í einhverja bannsetta vitleysu eins og þetta bann gagnvart villtum dýrum.

Svo er auðvitað eðlileg spurning: hvenær breytist villt dýr í tamið?
Þegar stórt er spurt verður væntanlega erfitt um svör.

Staddur í Suðursveit
Guðjón Jensson (Mosi)


mbl.is Ísland er að öllu leyti einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan blómgast

Ýms merki eru uppi að ferðaþjónustan blómgast. Mikill áhugi er fyrir Íslandi enda enginn svikinn af mjög fagurri náttúru og mörgu athyglisverðu. Eftir því sem eg hefi verið lengur þátttakandi í ferða þjónustunni, því meir finnst mér áhugi fara vaxandi.

Gistiaðstaða er víða „sprungin“ og þarf að bæta verulega úr. En við verðum að forðast skyndiákvarðanir, t.d. breyta gömlum húsum sem ekki henta undir þessa starfsemi né umhverfið sé ekki nógu gott. Þannig þarf að taka tillit til ýmissa ytri aðstæðna t.d. aðkomu.

Fyrir nokkrum árum höfðu aðilar áhuga fyrir að byggja hótel neðst á Laugaveginum. Sem betur fer var komið í veg fyrir það, Ólafur F. Magnússon beitti sér fyrir í umdeildum meirihluta að borgin keypti húsin sem fyrir voru, kannski fulldýru verði. Að öllum líkindum hefði það orðið jafnel enn dýrari leið ef þarna hefði verið farið að óskum þeirra sem vildu byggja of stórt hótel í þrengslum. Þarna er engin aðstaða fyrir rútur né aðra nauðsynlega flutninga vegna aðfanga og aðra þjónustu. Það hefði orðið verstu afglöp.

Fyrir utan stærstu hótel borgarinnar er oft örtröð. Stundum eru 4-5 rútur að sækja hópa á sama tíma auk minni bíla. Það þarf að huga vel að þessari hlið ferðaþjónustu, ekki dugar að festa einhverja lóð til að byggja á.

Sennilega þarf að byggja stórt hótel á höfuðborgarsvæðinu á um það bil áratgs fresti og minni gististaði öllu oftar. Við vorum lengi að bíða eftir því að hálf milljón erlendra gesta sæki okkur heim, miklar líkur eru á að þeir verði yfir 600.000 að tölu í ár.

Á háannatíma í Leifsstöð koma allt að 10-12 flugvélar á sama klukkutímanum.

Sennilega verður fjöldinn kominn í 1.000.000 áður en langt um líður enda njótum við þess að Ísland er og verðu vinsælt ferðamannaland.

Við áttum fyrir löngu að leggja meiri áherslu á þessi mál. Ferðaþjónustu getum við byggt á eigin forsendum sem við getum ekki þegar stóriðjan leyfir slíkt ekki. Þannig er unnt að fjárfesta í minni áföngum sem ekki ættu að valda einhliða sveiflu eins og gerðist á sínum tíma á oftrú á að stóriðjan sé framtíðin.

Mosi


mbl.is Öll hótel í Reykjavík „gjörsamlega yfirfull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingar og ferðaþjónusta

Af hverju er hvergi nokkurs staðar hægt að sýna erlendum ferðamönnum hreindýr á þjóðvegum landsins? Mér skilst að einu staðirnir sem vísa má ferðamönnum á sé í Klausturseli í nokkurs konar afdal eystra og svo auðvitað Húsdýragarðurinn í Reykjavík.

Mér skilst að nánast útilokað sé að fá leyfi að hafa hreindýr í aðgengilegu gerði til að sýna ferðafólki. Líklega er auðveldara að fá leyfi að byggja álbræðslu og reka þessa umdeildu starfsemi en að hafa hreindýr til sýnis ferðafólki.

Sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hvar unnt sé að sjá hreindýr. Helst er að sjá þau af tilviljun helst snemma á vorin og í misjöfnum veðrum. Af hverju þurfa Íslendingar alltaf að bíða eftir því að einhverjir útlendir auðjöfrar komi hingað með fullar hendur fjár? Eru stjórnmálamenn svo fjarri raunveruleikanum að góðar hugmyndir séu jafnfjarri þeim og fjarlægustu sólkerfi?

„Sjálfs þín höndin hollust er“ segir í gömlum vísdómi. Frumkvæði okkar sjálfra er oft jarðbundnari og ódýrari kostur.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Funduðu um fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greenspan er ekki hafinn yfir vafa

Lengi vel var Greenspan þessi talinn til merkari fjármálavitringa heims. Hann byggði yfirsýn sína á yfirgengilegri bjartsýni bandarísks efnahagslífs. Nú hriktir í undirstöðum þess m.a. vegna gríðarlegra skulda bandaríska alríkisins. Fjármálalífið byggist á að „þetta reddast“ og nægir að vísa í ofurbjartsýni fjármálastjórnar þeirra félaga Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde, Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Sú efnahagsspeki byggðist á gegndarlausri trú á einkavæðingu, byggingu álvbræðslna og orkuvera.

Sama má segja um bandaríska efnahagslífið. Það byggist á gríðarlegri sóun efnahagslegra gæða, orku og hráefna. Þar eru Bandaríki Norður Ameríku algjörlega á byrjunarreit hvað viðkemur skipulagðri nýtingu hráefna og orku sem og endurnýtingu dýrmætra hráefna.

Þar standa Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar, Bretar og jafnvel Ítalir Bandaríkjunum framar. Þessi lönd eru langt´því frá jafn skuldsett og Bandaríkin þó ríkisskuldir séu auðvitað miklar. En í þessum löndum er endurvinnsla komin í traustar skorður sem mun þegar á reynir vera þessum ríkjum mikilvæg við að styrkja evruna.

Gagnrýni Greenspan byggist á fyrri bjartsýni hans en honum yfirsést þær traustu stoðir sem standa þó að baki evrunni. Auðvitað eru Suðurlandabúar Grikkir, Portúgalar og jafnvel Spánverjar illa staddir í samanburði við önnur EBE ríki.

Greenspan hefur oft orðið á í messunni og líklega hefur hann ekki rétt fyrir sér að þessu sinni.

Mosi


mbl.is „Evran er að hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerði Sigurður Kári til að koma í veg fyrir kreppuna?

Sigurður Kári ásamt öllum Sjálfstæðisflokknum kom ekki í veg fyrir efnahagshrunið. Hann steinsvaf rétt eins og fleiri, vill ekkert vita um orsök en veltir sér upp úr meintum mistökum við að koma þjóðarskútunni aftur á flot.

Frjálshyggjan var æðsta boðorð forystu Sjálfstæðisflokksins sem Framsóknarflokkurinn var einnig blindur af. Fjármálaeftirlitið var aðeins til málamynda, bönkunum og öðrum fjárfestingafyrirtækjum var breytt í ræningjabæli. Braskaranir náðu að kaupa og yfirtaka hvert fyrirtækið á fætur öðru án þess að nokkur verðmæti væru greidd fyrir hlutina. Þannig rændi braskaralýður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sparifé landsmanna í formi hlutabréfa sem og eignir lífeyrissjóða. Engar skynsamar reglur voru settar til að koma í veg fyrir að skammtímasjónarmið braskaranna náði að éta fyrirtækin að innan.

Hvenær Sigurður Kári og aðrir sauðir Sjálfstæðisflokksins átta sig á þessum staðreyndum er ekki gott að átta sig á. En þeir mættu játa alvarleg afglöp sín fyrir þjóðinni og fremur leggja hönd á plóginn að koma þjóðarskútunni aftur á flot með skynsamlegum ábendingum en með einhverjum ódýrum klisjum eins og þeirri fullyrðingu að ríkisstjórnin og Seðlabankinn sé að lengja kreppuna.

Í augum allra þeirra sem líta yfir farinn veg og átta sig á stöðu mála er Sigurður Kári eins og hver annar hræsnari sem gerir ekkert annað en að benda á flísinu í augum náungans en gleymir bjálkanum í eigin auga og jafnframt öllum Sjálfstæðisflokknum.

Mosi


mbl.is Allt gert til að lengja kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Sviss verða menn að kaupa tryggingar

Skyldi Svissarinn sem lenti í alvarlegu slysi hafa tryggt sig áður en leggur af stað í áhættusama ferð til Íslands?

Engum er hleypt á varhugaverða ferðamannastaði eins og Matterhorn nema menn hafi keypt tryggingar. Er gengið mjög hart eftir þessu og er þetta yfirvöldum í Sviss til sóma. Með þessu fyrirkomulagi er verið að koma í veg fyrir óþarfa áhættu, menn hugsa sig um tvisvar áður en lagt er í áhættuferð.

Við Íslendingar höfum sýnt þessum málum með léttúð, kannski einstökum barnaskap. Oft eru björgunarsveitir kallaðar út til leitar stundum í tilvikum sem vitaóþarfi hefði til óhapps hefði komið með vandaðri undirbúningi ferðar. Og þeir sem þurfa á þjónustu björgunarsveita greiða ekki eina einustu krónu, jafnvel ekki þó kalla þurfi til björgunarþyrlu!

Sem alkunna er fjármagna björgunarsveitir mikilvægt starf sitt með sölu á mjög mengandi og varhugaverðum vörum í formi blysa og flugelda. Á þessu mætti verða breyting. Björgunarsveitir eiga að setja upp sanngjarna gjaldskrá. Við getum tekið Svissara okkur til fyrirmyndar. Mjög dýrt er að senda tugi björgunarveitarmanna í leiðangra sem menn eiga að kaupa sér tryggingu ef um áhættusamar ferðir er að ræða. Tryggingarfélög fara yfir þessi mál, setja viðskiptavinum sínum lífsreglurnar og það ætti að stoppa ýmsa áhættufíkla.

Þá þarf að bæta verulega upplýsingar, greinilegt er að bæði erlendir og innlendir ferðamenn taka oft ótrúlega áhættu sem er alveg óþarfi.

Mosi


mbl.is Umfangsmiklar björgunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn e.t.v. versta vandamálið?

Sú var tíðin að forystusauðir Sjálfstæðisflokksins voru sífellt með lýðræðið á vörunum. Það var eins og þeir hefðu fundið upp lýðræðið.

Svo voru þeir samfellt meira en 17 ár í ríkisstjórn. Á þeim tíma var lýðræðið praktísérað þannig að aðeins einn maður mátti að ráða og binda hendur heillrar þjóðar. Þannig mátti ekki leggja undir þjóðaratkvæði einkavæðingu bankanna og afhendingu þeirra til siðlausra braskara, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álbræðslu í Reyðarfirði og þaðan af síður hvort lýsa ætti stuðning við umdeilt stríð bandaríkjaforseta. Lýðræðið var einkamál Sjálfstæðisflokksins.

Allur Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans var steinsofandi í aðdraganda hrunsins og vill ekki kannast við eitt eða neitt. Þeir líta á sig sem ábyrgðalausa valdamenn í landi sem þó á að heita lýðræðisland að nafninu til. Og gildir einu hvort þeir standi nú án valda utan við Stjórnarráðið og láti illum látum.

Bjarni Benediktsson og ættingjar hans ættu fremur að skoða alvarlega hvernig þeim tókst að koma N1 í botnlausar skuldir. Ársreikningur fyrirtækisins er einn sá svakalegasti sem sést hefur í langan tíma. Reksturinn virðist vera botnlaus og spurning hvenær þessi forrétting verði sett í gjaldþrot. Fyrirtæki í eigu venjulegs fólks væri fyrir löngu farið í gjaldþrot.

Aðild að EBE er einhver besta trygging fyrir alvöru lýðræði í landinu en ekki því gervilýðræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir á undanförnum áratugum.

Mosi


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka áhættu

Undanfarna daga hefur sitthvað verið tínt til við að draga saman „afreksskrá“ þessa ferðaþjónustuaðila. Þetta óhöpp ætti að vera öllum alvarleg áminning um að umgangast beri íslenska náttúru með ítrustu nærgætni, - glannaskpaur eins og líklegt að átt hefur átt sér stað í tilfelli þessarar ferðaskrifstofu er engum til framdráttar né tekna.

Sennilega verður þetta þessari ferðaskrifstofu dýr lexía þegar upp er staðið. Þeir eiga von á kröfum frá þeim sem urðu fyrir röskun í ferðinni, vegna tjóns og miska, kæru frá innlendum aðilum um mengun af völdum þess eldsneytis sem rann úr tönkum bifreiðarinnar auk allra þeirra skemmda sem urðu á vettvangi, einnig sem rekja má til björgunar ökutækisins. Þá er ótalinn sá mikli skaði sem orðið hefur á ökutækinu og eins þess neikvæða umtals sem orðið hefur vegna þessa. Gildir einu hvort settar eru fram yfirlýsingar „iðrandi syndara“, neikvætt umtal er oft það versta sem upp kann að koma og hefur riðið mörgum atvinnufyrirtækjum að fullu. 

Í dag var eg með ferðahóp á Jökulsárlóni. Þar varð hópurinn vitni að stórkostlegum atburði: gríðarstór ísjaki bókstaflega hrundi að stórum hluta rétt hjá þar sem vatnabáturinn var, gríðarlegt umrót varð, alda reis og brakið úr jakanum dreifðist víða. Ungi maðurinn sem var við stjórnvölinn brást hárrétt við hættulegum aðstæðum: hann stýrði bátnum frá hættunni meðan ekki var augljóst hversu alvarlegt þarna var um að ræða og stansaði ekki fyrr en ljóst var að farþegum, bátnum og áhöfn hans stafaði ekki lengur hætta af. Í þessu tilfelli var það náttúran sjálf sem átti hlut að máli. Í tilfelli slyssins við Blautalón mun ógætilegur akstur á hættusvæði hafa verið meginorsök óhappsins sem ökumanni verður líklega einum kennt um.

Óskandi er að yfirvöld einkum á sviði ferðamála og almannaöryggis að ógleymdu Umhverfisráðuneyti verði þessi atburður við Blautulón tilefni að taka ákveðnar og markvissara á þessum málum eftirleiðis: Setja þarf þeim aðilum sem hyggjast skipuleggja ferðir hingað til lands skýrar og sanngjarnar reglur. Þá verði þeim skylt að taka innlenda leiðsögumenn sem þekkja vel til aðstæðna, einkum innan þjóðgarða og friðaðra svæða. Jafnvel þarf að taka upp fyrirkomulag sem tíðkast í Austurríki og Ítalíu þar sem skylda er að innlendir leiðsögumenn séu fengnir til þessara starfa innan viðkomandi ríkja.

Farsæll og varkár leiðsögumaður er gulli betri. Áhættufíklar ættu ekki að hafa neinn rétt á að hafa starfsemi í íslenskri náttúru og gera hana sér að féþúfu á vafasaman hátt. Okkur er náttúran of verðmæt og við megum ekki láta viðgangast að fólk fari sér að voða eftirlitslaust jafnframt að stórskaða landið okkar.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Biður Íslendinga afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjöf betri en fjáraustur?

Grikkir eiga að byrja á að líta í eigin barm, vinda ofan af gríðarlegri spillingu og haga sér betur hvað fjárhagsmál varðar.

Rúmir 10 milljarðar er engin smáfjárhæð fyrir fámenna þjóð: fyrir hvern Íslending eru það sem sagt 10.000.000.000 deilt með 300.00 hub 33 þús. krónur á hvern þegn. Ef skattgreiðendur eru kannski ekki nema 200.000 þá er um að ræða 50.000 aukaskatt vegna Grikklandshjálpar. 

Ef við eigum að borga fyrir öll skakkaföll heimsins þá blasir framtíðin ekki vel fyrir okkur.

Hvernig væri að Grikkir spýti sjálfir í lófana og leysi sín mál sjálfir?

Margir vilja meina að Grikklandi verði ekki bjargað nema þeir geri sér sjálfir ljós sá vandi sem þeir eru í. Er það ekki jafngáfulegt að ausa sokkið skip eins og að reyna að bjarga þjóð sem kannski gerir sér ekki grein fyrir vandanum?

Sjálfsagt væri að senda efnahagsráðgjafa til aðstoðar en að fleygja fjármunum í sjóinn, við megum ekki við því.

Mosi


mbl.is Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband