Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Hannes Hólmsteinn samur við sig

Nýjasta blogg Hannesar Hólmsteins bendir til að hann virðist ekkert hafa lært. Brask frjálshyggjumanna sem leiddi af sér bankahrunið er að skoðun Hannesar ekki afleiðing af glannalegri stjórn bankanna m.a. að þeir hafi verið étnir innan frá, heldur lausafjárkreppunnar sem var mjög áberandi 2007-2008. Slóðin á blogg HHG er og fjallar reyndar um nýútkomna bók sem HHG er ekki sáttur við:

http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1060158/

HHG fullyrðir að ekki sé til nein nýfrjálshyggja, heldur sé hún hluti þeirra skoðana sem heimkspekiprófessorinn og rithöfundurinn Adam Smith setti fram á 18. öld! Þess má geta þó telja megi að Adam Smith sé meginhugmyndasmiður hagfræðinnar, þá var hann fyrst og fremst siðfræðingur. Hann lagði mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð borgaranna en ekki glórulausa eignasöfnun sem er þó eitt meginstefið í Nýfrjálshyggjunni. Hannes vill ekki gera neinn mun á þessum gjörólíku stefnum.

Það er vægast sagt einkennilegt að svona galgopaháttur virðist vaða uppi hjá þessum umdeildasta prófessor Íslandssögunnar. Það er mjög alvarlegt ef Háskóli sem hyggst teljast meðal 100 bestu háskóla heims, hafi innanborðs áhrifamann sem hefur að mati flestra svo hornskakka hugmynd um söguna, hagfræðina og efnahagsþróun þá sem við sitjum uppi með eftir axarsköft Nýfrjálshyggunnar.

Þar sem Hannes Hólmsteinn lær ekki máls á að koma fram gagnrýni á bloggsíðu sinni, er hún sett hér fram. Hannes telur sig vera hafinn yfir þá siðferðislegu skyldu hvers fræðimanns að vera hlutlaus gagnvart viðfangsefnum sínum. Hann gefur sér niðurstöðuna fyrirfram og vill verja hana að því virðist fram í rauðan dauðann og gildir einu hversu hún er sett fram á veikum grunni.

Mosi


Hver móðgar hvern?

Haft er eftir Gunnlaugi Stefánssyni, forseta bæjarstjórnar Norðurþings um ummæli Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra: „Þessi fundur var móðgun í okkar garð og ekkert annað“.

Eigum við að móðgast í hvert skipti sem ráðherra tekur til máls og okkur kann ef til vill ekki að líka  allt? Telur Gunnlaugur Stefánsson hafa rétt á því hvaða skoðun ráðherra kann að hafa? Áláhugamenn eiga ekkert meiri rétt en aðrir að krefjast þess hvaða skoðun ráðherra kann að hafa.

Ef eg  væri í sporum Katrínar ráðherra, stæði mér ekki á sama um svona skoðanakúgun.

Við erum búin að fá nóg af kappsfullum álversáhugamönnum.

Er ekki ein kollsteypa nóg?

Mosi


mbl.is Móðgun við Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnubótavinna fyrir sendiherra?

Utanríkisþjónustan tútnaði mikið út á dögum Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar sem utanríkisráðherrar Íslands. Fátt hefur reynst eins dýrar rekið í opinberum rekstri en þessi þáttur enda þurfti að koma mörgum mikilvægum bitlingum á jötuna sem biðu í röðum eftir umbun eftir langa og dyggu þjónustu herra sinna!

Núna á dögum efnahagslegra örðugleika hefur ekkert verið sparað í utanríkisþjónustunni. Hún tútnar út rétt eins og kölski á fjósbitanum hjá Sæmundi fróða í Odda. Svo virðist að þessum rándýru starfskröftum sé núna beitt til að kynna landið rétt eins og Eyjafjallajökull og Ferðamálaráð hafi ekki verið fullfært um það hlutverk.

Sendiráð eru rándýr í rekstri. Raunverulega er unnt að spara milljarða í rekstri ríkisins með samdrætti í þessum efnum. Möguleiki er á að koma á fót konsúlakerfi sem er mun ódýrara sem hefðu að nokkru leyti það hlutverk að veita nauðsynlegar upplýsingar og beina fyrirspurnum og erindum til viðkomandi aðila. Á dögum fremur ódýrrar internetþjónustu er unnt að ná sama árangri og merð rándýrum sendiráðum út um allar jarðir.

Þurfum við á atvinnubótavinnu fyrir sendiherra? Hvernig væri að þeir væru kallaðir heim og sem flestum sendiráðum lokað enda hefur skítblönk þjóð ekki efni á svona flottheitum.

Mosi

 


mbl.is Ísland kynnt víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg bíræfni

Í kvöldfréttum RÚV núna áðan, kl. 18.00 var sagt frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi hafi kært Sigurð Magnússon fyrir að hafa tekið lán til að bjarga sveitarfélaginu. Ótrúlegt er að þessi verði tekin alvarlega enda bendir ekkert til þess að bæjarstjórinn fyrrverandi hafi verið að auðga sjálfan sig, öllu fremur að bjarga því sem unnt var að bjarga fyrir horn en sem kunnugt er má rekja meginfjárhagsvandræði Áltfaness til fjárstjórnar Sjálfstæðisflokksins í byrjun aldarinnar.

Þessi kæra viku fyrir sveitastjórnakosninga ber öll einkenni þeirrar gríðarlegu siðlausu heiftar sem virðist beinast gegn Sigurði fyrrum bæjarstjóra. Hann stóð sig ágætlega eftir því sem unnt var en fjárhagsleg staða Álftaness er vægast sagt ákaflega erfið.

Sigurður bar mjög vel af sér sakir á sparkfundinum þegar hann var settur af sem bæjarstjóri. Hann bað um orðið og útskýrði í mjög skýru máli hvernig þessir erfiðleikar voru tilkomnir. Tekjur sveitarfélagsins voru mjög takmarkaðar en Sjálfstæðismenn höfðu spennt bogann um of með fjárfrekum framkvæmdum.

Álftaness er því miður orðinn vettvangur einkennilegra deilna sem fæst venjulegt fólk jafnvel með venjulega siðferðisvitund ætti að forðast og ekki að koma nálægt.

Mosi


Leyfum þeim að leita að glópagulli

Í ungu bergi er mjög sjaldgæft að finnist verðmæt jarðefni. Undantekning er heitt vatn og gufa í tenslum við jarðhita. Margir glópar hafa talið sig hafa fundið gull og orðið að almennu athlægi.

Ef menn telja sig hafa nóg fé milli handanna er kannski ekkert því til fyrirstöðu að þeir eyði peningunum sínum í að leita að gulli og þess vegna glópagulli sem mun vera meira af. En þessir aðilar verða að borga vel fyrir og ganga vel um landið, helst fara gangandi en ekki akandi utanvega sem auðvitað er stranglega bannað.

Kannski eina von þessara gullleitarmanna sé að finna smávegis sem komið hefur upp sem innskot eða svonefndir hnyðlingar langt neðan úr möttli jarðar.

Mosi


mbl.is Vilja leita að gulli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vænta SUS menn umbunar?

Ekki má gleyma því að íslenskum hluthöfum í Atorku og Geysi Green var gefið langt nef. Áratuga sparnaður í formi hlutabréfa fjölmargra einstaklinga einkum þeirra sem komnir eru á miðan aldur, varð gerður einskis virði. Þó er einkennilegt að skuldir og fjárhagslegir erfiðleikar Magma Energy eru ekki minni en þessara íslensku fyrirtækja. Munurinn er sá að skuldirnar og kúlulánin Magma eru ekki komin á gjalddaga.

Íslensku bankarnir keyrðu Atorku og Geysi Green í þrot. Vitað var um tímabundna erfiðleika í rekstri þessara félaga. Nú hafa hrægammar yfirtekið Atorku og fyrirtæki samsteypunnar munu sjálfsagt rétta úr kútnum hvert á fætur öðru. Þá voru eignirnar kjaftaðar niður: Þannig var Promens sagt vera einskis virði við slumpverðmat. Á sama tíma og hlutafé Atorku var fært niður í ekkert neitt var Promens talið vera milli 11 og 12 miljarða virði. Önnur fyrirtæki á borð við Jarðboranir eitthvað svipað en allt sparifé okkar smáhluthafanna var svikið í hendurnar á erlendu fyrirtæki sem hyggst vinna á svipuðum nótumog einokunarverslun Dana fyrr á öldum.

Hvort þeir SUSS menn hyggjast vænta umbunar frá hinu nýja einokunarfyrirtæki fyrir einstakan skilning á hagsmunum þess, skal ósagt látið.

Mosi


mbl.is SUS tekur kaupum Magma fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg umgengni um náttúru landsins

Þegar ferðafyrirtæki kemst upp með alvarleg lögbrot þ. á m. utanvegaakstur þá ber þegar að afturkalla starfsleyfi meðan rannsókn fer fram og láta viðkomandi sæta viðurlögum. Það er samfélagsleg skylda allra að virða lög og reglur og á þetta ekki síst við aðila í ferðaþjónstunni sem vilja sýna af sér gott fordæmi.

Það sem fram kemur í frétt þessari er viðkomandi til mikils vansa og ættu flestir að sjá sér ástæðu að sýna vanþóknun sína.

Mosi


mbl.is Tóku myndir af utanvegaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óreiðan mögnuð

Eigi er að sjá að þetta Magma fyrirtæki eigi bót fyrir boruna á sér. Það er jafnvel skuldsettra en Geysir Green Energy og Atorka jafnvel til samans.

Svo er að sjá að þeir sem enn eru í forystusveit „hrunflokkanna“ séu enn við sama heygarðshornið og að enn sé 2007.

Árni Sigfússon á sér nafna sem uppi var á Sturlungaöld. Hann var að vísu Magnússon og bjó í Brautarholti á Kjalarnesi. Ásamt Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni síðar jarl, var hann fyrrum tengdasonur Snorra Sturlusonar. Þeir ákváðu að hittast einu sinni og voru þá samantekin ráð þeirra að ríða í Reykholt um miðjan septembermánuð 1241 og ryðja fyrrum tendaföður sínum úr vegi. Varð Árni til að leggja til Snorra fyrstur manna sem sagði: „Eigi skal höggva“.

Sturla Þórðarson sagnaritari kvað Árna þennan hafa fengið viðurnefnið „óreiða“ enda varð þvílík vitleysa og vandræðagangur í öllu sem Árni þessi kom nærri.

Nú mun Árni í Brautarholti búinn að fá sér annan nafna sem gjarnan mætti klína við sama viðurnefni: Árni Sigfússon bæjarstjóri í Keflavík mætti gjarnan vera nefndur „óreiða“  enda mun líða langur tími uns greitt verður úr allri flækjunni sem þessi bæjarstjóri hefur magnað upp með hverju árinu sem líður.

Mosi


mbl.is Magma fær 14,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað stendur á bak við Magma Energy?

Margt bendir til að mikið pukur er að baki athöfnum þessa fyrirtækis. Það kemur eins og hrægammur inn í íslenskt hrun samfélag þar sem mörg almenningsfyrirtæki hafa lagt upp laupana eða verið tekin eignarnámi af kröfuhöfum.

Magma Enery er sagt vera starfandi í Kanada með n.k. pósthólfaaðstöðu í Svíþjóð til að komast fram hjá ákvæðum EES um starfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Forstjóri þess, Ásgeir Margeirsson var áður forstjóri Geysir Green Energy og enn áður aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Athygli vekur að fyrir nokkru var sagt frá því að Geysir Green væri nánast gjaldþrota og samt hafa hlutafé í því fyrirtæki gengið kaupum og sölum. Einn af stærstu hluthöfum þess fyrirtækis var Atorka sem nú hefur verið gegnum einhvers konar bókhaldsfiff verið yfirtekið af kröfuhöfum sem eru að mestu bankar. Í Atorku áttu mörg hundruð íslenskra fjöldskyldna mikið fé sem var ævisparnaður  þessa fólks.

Öll fyrirtæki samsteypunnar voru "töluð" niður jafnvel þó þau væru metin á sama tíma á marga milljarða. Þannig var Promens talið verðlaust meðan það var metið á rúmlega 11 miljarða. Árangurinn var sá, að ævisparnaður okkar sem áttu í Atorku og áður Jarðborunum er talinn einskis virði.

Talið er að mjög sterk tengsl séu milli Magma og Sjálfstæðisflokksins. Þannig á veik stjórn Árna Sigfússonar í Keflavík (Reykjanesbæ) allt sitt undir að þessi samningur komist á að Magma geti eignast HS Orku. Gríðarlegur áhugi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um álbræðslu rétt norðan Keflavíkur er alkunnur. Gegndarlaus sókn í jarðhita á Reykjanesi mun ábyggilega grafa stórlega undan eðlilegri notkun á varanlegum jarðhita á þeim slóðum.

Magma Energy virðist vera fyrirtæki sem fjárhagslega séð virðist ekki sérstaklega burðugt. Í viðskiptafréttum Morgunblaðsins 14. nóv. s.l. segir frá gríðarlegu tapi fyrirtækisins:

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Corp, sem meðal annars á hlut í HS Orku, tapaði tæplega 2,7 milljónum Bandaríkjadala, 338 milljónum króna, eða einu senti á hlut á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins, júlí-september. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 829.860 dölum.  

 

Tekjur af orkusölu námu rúmlega einni milljón dala í fjórðungnum. Í fyrra var félagið ekki með neinar rekstrartekjur.

Ross Beaty, stjórnarformaður og forstjóri Magma, segir á vefnum Oilweek að Magma hafi vaxið hratt á síðasta ársfjórðungi með yfirtökum á Íslandi, Nevada og Suður-Ameríku. Auk þess sem fyrirtækið hafi staðið fyrir hlutabréfaútboði. Alls söfnuðust 88 milljónir dala í útboðinu.

Haft er eftir Beaty að samningar félagsins á Íslandi muni skila félaginu 43% eignarhlut í stærsta jarðvarmafyrirtækinu í einkaeigu á Íslandi. 

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/11/14/magma_energy_tapadi_2_7_milljonum_dala/

Sjá einnig: http://www.oilweek.com/news.asp?ID=24908

Hvað segir þetta okkur?

Magma Energy biðlar til íslensku lífeyrissjóðanna um fé sem töpuðu einnig gríðarlega miklu fé m.a. í Atorku? Af hverju er verið að véla fé af íslenskum sparifjáreigendum.

Er það einbeittur ásetningur að draga okkur Íslendinga enn dýpra niður í spillingafenið en nú er komið?

Sjálfsagt er að slá á frest öllum ákvörðunum meðan fram fari opinber rannsókn á eignarhaldi, fjárfestingum og fjármálum þessara fyrirtækja sem koma við sögu Magma Energy.

Mosi

 


mbl.is Ræddu við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta raunhæft?

Eigi er ljós aðferðafræðin á bak við þessa viðhorfskönnun og í hvaða tengslum hún er. Það er oft unnt að falsa og bætumbetra bókhald og hefur rannsóknarskýrslan um bankahrunið heldur en ekki staðfest það.

 

Hanna Birna hefur ýmislegt gert rangt. Þannig hefur hún gefið þeim langt nef sem viljað hafa skilað rándýrum lóðum. Er von að unnt sé að sýna góða fjárhagsstöðu borgarsjóðs svona til bráðabirgða? Ef 100 lóðum hefði verið skilað og þær endurgreiddar hver hefði staða borgarsjóðs verið? Hanna Birna hefur ekki viljað ljá máls á þessu réttætismáli og munu margir vera mjög óánægðir um hana sem borgarstjóra Reykjavíkur.

Oft hefur stjórnmálamönnum verið núið um nasir að sýna af sér óheiðarleika. Líklega munu þessir lóðarhafar leita réttar síns og jafnvel fylgja eftir með málsókn ef þessi borgarstjóri sýni ekki af sér aðra hlið. Að öllum líkindum mun staða borgarsjóðs ekki verða betri eftir þau málalok.

Mosi


mbl.is Meirihlutinn ánægður með Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242934

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband