Komið að skuldadögum?

Nú er gósentíð athafnamanna að baki. Ekki er unnt að vaða endalaust í ódýru lánsfé og nú er heldur en ekki komið að skuldadögum.

Því miður þá er svo komið að nú er tími kominn að greiða skuldir. Mögru árin eru framundan. Í góðærinu átu mögru kýrnar þær feitu og fögru, rétt eins og í draumi faraós forðum tíð.

Annars er alltaf álitamál hvor kosturinn sébetri: gjaldþrot eða áframhaldandi rekstur fyrirtækis þar sem e.t.v. engin landsýn er?

Fyrir nokkrum áratugum rak Landsbankinn nokkur verslunarfyrirtæki áfram þó svo tæknilega séð væru þau gjaldþrota. Þá var áætlað að meiri skellur væri að krefjast gjaldþrots en halda vitlausum rekstri áfram.

Ef Baugsmenn færa ekki meira fé inn í rekstur sinn á Íslandi er rekstrinum að öllum líkindum sjálfhætt. Bankarnir hafa stutt tjóður um þessar mundir og verða að gera skuldunautum sínum skil rétt eins og aðrir sem skulda mikið fé.

Mosi


mbl.is Frekari greiðslustöðvun hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband