Að brenna sig á braskinu

Ekki kom á óvart að formaður VR hefði verið kolfelldur. Hann hefur verið í stjórn fyrirtækja þar sem teknar hafa verið afar umdeildar ákvarðanir svo ekki sé dýpra tekið í árina. 

Nú er óskandi að kjósendur átti sig á þeim ömurlegu staðreyndum hve einkavæðingin, álvæðingin og öll fjárfestingin var byggð á brothættum grunni. Allt hefur hrunið sem hrunið gat og það hefur verið mikið.

Nú er komið að skuldaskilum. Tími blekkinganna er liðinn. Nú verður að hreinsa upp eftir fjármálaóreiðuna og það mun taka sinn tíma að öngla saman reiturnar til að krafsa upp í skuldirnar himinháu. 

Formanni VR var greinilega refsað og þaðeftirminnilega. Hann hefur bókstaflega verið kjöldreginn í þessari kosningusem sjá mátti fyrir. Fólk er reitt og hneykslað yfir stöðu mála.

Sennilega er þetta upphafið að stærra og meira uppgjöri í samfélaginu. Kosningar leiða vonandi til að sem fæstir kjósendur láti fallerast fyrir blekkingarvef þeirra sem tengdir eru kollsteypunni í fjármálum okkar og bera meginábyrgð.

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!

Mosi


mbl.is Kaupþingsmálið vó þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það eiga fleiri eftir að falla vegna hinnar miklu græðgi sem hefur verið í þjóðfélaginu, undanfarin ár.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband