Umdeildur dómur

Þessi dómsniðurstaða er fólki með venjulega siðferðislega þjóðfélagslega ábyrgð til mikillar hneykslunar. Hvers vegna er blaðamaður sakfelldur og dæmdur í háar fébætur fyrir að segja frá staðreyndum sem eru að öllum líkindum mjög nærri sannleikanum?

Ákvæði 25. kafla hegningarlaganna um ærumeiðingar hafa ætíð verið umdeild sérstaklega sú grein þar sem verknaður um ærumeiðingu sé talinn fullframinn jafnvel þó svo að þar sé í einu og öllu réttilega frá sagt? Rökstuðningur fyrir því að vernda beri slíka hagsmuni sé að betra sé að veita þeim meiri rétt sem ófrægður er með eirri röksemd að „oft megi satt kjurt liggja“.

Blaðamaðurinn var að flytja frétt sem byggðist á vitnisburði konu sem að öllum líkindum segir rétt og satt frá. Ekki fer fram nein opinber rannsókn hvort blaðamaðurinn hafi haft rétt fyrir sér eða hafi farið með fleipur. Sá sem rekið hefur umdeilda starfsemi fær allan rétt umfram það sem kunni að vera satt og rétt. það virðist ekki þurfa að sanna neitt!

Kannski má segja að blaðamaðurinn hefði betur látið nefndan athafnamann ónefndan en láta nægja að nefna fremur aðsetur starfsstöðvar hans.

Þessi dómur sver sig óneitanlega þegar Þórbergur Þórðarson rithöfundur var sakfelldur í Hæstarétti 1934 fyrir það að móðga Adolf Hitler. Hann nefndi í blaðagrein að hann væri „sadisti“ á þýska kanslarastólnum. Krafa kom frá þýskum yfirvöldum gegnum þýska ræðismanninn á Íslandi: Annað hvort verður þessum rithöfundi grimmilega refsað eða strikað verði út allur fiskinnflutningur frá Íslandi til Þýskalands. Þórberg var gerð sekt upp á 500 krónur sem var mikið fé á kreppuárunum. Þá var tímakaupið í atvinnubótavinnunni í Reykjavík slétt ein króna eftir að reykvíska íhaldinu hafði tekist að lækka kaupið sem áður var 1 króna og þriðjungi betur úr krónu.

Hvort íslensk yfirvöld hafi orðið fyrir áþekkum þrýsting frá íslenskum umdeildum athafnamanni sem sagður er hafa verið milligöngumaður vændis og annarra umdeildra athafna, skal ósagt látið.

Mosi

 


mbl.is Fordæma dóm vegna ummæla um vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...fyrir að segja frá staðreyndum sem eru að öllum líkindum mjög nærri sannleikanum?

Eru staðreyndir oft fjarri sannleikanum?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: TARA

Alveg með ólíkindum og út úr öllu réttlæti...en það er ekkert nýtt að drullusokkar komist upp með að ausa skít yfir aðra....

TARA, 8.3.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hans: þarna getur auðvitað verið munur á og fer auðvitað eftir því hvaða kröfur eru gerðar til sönnunarbyrði í dómsmálum. Staðreyndir geta haft áhrif á vægi sönnunargagna t.d. vitnisburð en þetta getur verið nokkuð snúið.

Tara: Já mér finnst þessi dómur vera blettur á Hæstarétti sem á að vera sú innlenda stofnun þar sem mannréttindi eru virt í hvívetna. Þarna er augljóslega brotið á rétti blaðamanns að birta upplýsingar sem þó hafa móðgandi áhrif á mann sem nokkuð augljóst er að hafi ekki góðan málstað að verja.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ég sá ekki umrædda umfjöllun og skal því ekkert um hana segja.  En það eru tvær hliðar á öllum málum.  Grundvallaratriðið hlýtur að vera það, að sakfella beri þann, sem lýgur vömmum og skömmum upp á einhvern, en ekki hinn, sem birtir sannar ásakanir.  En svo er það hin hliðin á málinu.  Ber ekki þeim, sem telur sig vita, að almenn hegningalög hafi verið brotin, að kæra til dómstóla?

Pjetur Hafstein Lárusson, 10.3.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jósafat Arngrímsson kunnur athafnamaður lét hafa eftir sér að til væru þrjár hliðar á öllum málum: mín hlið, þín hlið og sannleikurinn.

Þessu hélt JA fram þegar laganemar heimsóttu hann í fyrirtæki hans Kyndil í Keflavík fyrir um 35 árum. Hélt hann mikla tölu yfir hausamótunum á okkur að nokkrir svitnuðu í bókstaflegri merkingu. Þá átti JA í málaferlum við ýmsa sem einkum tengdust skuldamálum og skattamálum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband