Er nýr Álftanesvegur gróðabrall?

Í DV í dag er greint frá nýrri hlið deilunnar um vegagerðina í Gálgahrauni: „Engeyingar stórgræða á nýjum Álftanesvegi: fjölskylda fjármálaráðherrans á land sem liggur að vegi um Gálgahraun“.

Ef rétt reynist þá er skiljanlegur allur hasarinn sem fylgt hefur þessari deilu og það ofurkapp sem lagt hefur verið í að framkvæma fyrst og spyrja síðar hvort rétt hefði verið að leggja út í þessa framkvæmd.

Stjórnvöld hafa hagað sér eins og staurblint aufturhald. Reynt er að brjóta niður alla mótspyrnu með hörðu án þess að minnsta tillit sé tekið til annarra hagsmuna. Mannréttindi jafnvel brotin og Íslandi þokað í átt til fasisma.

Sjálfsagt munu miklar umræður hefjast í kjölfar þessarar deilu um hraunið. Nú hefur það verið stórskemmt af einbeittum ásetningi með að vegurinn skuli lagður hversu mikil skynsemi kann að vera í því.

Og sjálfsagt munu vindar gnauða um Garðabæinn í allan vetur og ýmsum þótt nóg af því góða. En hvernig þetta gróðabrall fer skal ósagt látið.

Sumir eru tilbúnir að selja ömmu sína ef þeir mega græða. 


mbl.is Eiga von á bótakröfu vegna tafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Samkvæmt Mogganum og DV liggur nýi vegurinn hvergi inn á land Selskarðs sem er í eigu Engeyinga. Það mun samkvæmt DV hafa verið aðalatriðið hjá Bjarna Ben þegar hann sat í skipulagsnefnd Garðabæjar, að koma í veg fyrir að vegurinn lægi um Selskarðsland.

Gróðinn hjá Engeyingum liggur víst í því að það á að skipuleggja byggð á landi Selskarsð, 5000 til 6000 manna byggð, og ef vegurinn hefði legið yfir landið hefði gróðinn orðið minni af þeirri íbúðabyggð.

En er vegurinn jafnframt forsenda þessarar íbúðabyggðar? Þá fyrst er málið orðið dagljóst: án vegarins er enginn gróði. Skilja má á DV að Bjarni Ben fær í sinn hlut 1/3 af gróðanum sem gæti auðvitað hlaupið á milljörðum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2013 kl. 12:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þá ekki svo að skilja Brynjólfur að þeir Engeyjarmenn hafi viljað hámarka byggingagróðann með því að hafa veginn að öllu leyti utan Selskarðsland en í landi Garðabæjar?

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2013 kl. 15:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru þetta ekki mútur?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2013 kl. 17:03

4 identicon

veigir engeyjarættarinnar liggur víða helt að vinstristjórn hafi verið við völd í um 6.ár helt að enyngeiíngar réðu litlu þar enn það er gott að vita af því að þeir ráða í flestum flokkum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 08:43

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vinstri stjórn Jóhönnu var frá 1.2.2009 og þangað til ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við s.l. vor eða rúm 4 ár, ekki 6 ár eins og Kristinn Geir telur ranglega.

Sennilega mun þessi ríkisstjórn fá mun betri ummæli sögunnar en úrtölumenn og aðrar Gróur á Leiti telja.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 242956

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband