Nýting skattfjár

Hanna Birna sú sama og sigaði lögreglunni á friðsama mótmælendur og lét handtaka Ómar Ragnarsson og fleiri, ber fyrir sig einkennileg rök: Að yfirvöldum beri að nýta skattféð sem best! Vísar hún þar í vegagerð um Gálgahraun. Er ráðherran með öllum mjalla?

Auðvitað ber stjórnmálamönnum að nýta skattféð sem best en eitthvað hefur Hanna Birna ruglast í ríminu hvað forgangsröð í samfélaginu varðar: Er mikilvægara að tryggja verktaka verkefni fremur en að reka Landspítalann með nauðsynlegum fjárframlögum? Nú eru margir landar við dauðans dyr og binda vonir sínar við að rekstur Landspítalns verði betur tryggður. Tækjabúnaður er úreltur okki fást nauðsynlegir varahlutir nema eftir dúk og disk. 

Hanna Birna virðist gjörsamlega veruleikafirrt. Hún er innanríkisráðherra sérhagsmuna og ætti að leita sér aðstoðar að finna sér stað í samfélaginu þar sem skynsemin og réttætið er meira metið en í hinu afar þröngsýna Innanríkisráðuneyti. 

Þeir tveir milljarðar sem verktakinn vill fá fyrir verkefni sitt væri betur nýttur til að bæta tækjakost Landspítalans sem og að efla þjónustu sem spítala þessum er ætlað að þjóna. 


mbl.is „Hvar er ráðherra?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Fyrirgefðu en fer einhver vegur um Gálgahraun?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.10.2013 kl. 16:22

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Og fyrst þú vilt forgangsraða. Aldrei sá ég þig gagnrýna að það ættu að fara 500 milljónir í einhverja sýningu í perlunni, eða að það ætti að henda einhverjum miljörðum í þjóðmenningarhús eða að það var stóraukið fé í listamenn. Nei það var í lagi af því að það var vinsra liðið sem kom með þetta anskotans rugl.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.10.2013 kl. 16:27

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

þú þarft að kíkja á kortin Marteinn

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 242955

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband