Drengileg afstaða Björns Bjarnasonar

Mér finnst Björn hafa sýnt mikið drenglyndi gagnvart fráfarandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Forsetinn er í þjónustu allrar þjóðarinnar en ekki Framsóknarflokksins eingöngu. Hann á ekki að gera mönnum og konum mannamun og er því vegna yfirlýsinga hans langt yfir það að vera hafinn yfir gagnrýni. Þegar forsetanum verður á í messunni, þá má reikna með að hann verði gagnrýndur ótæpilega.

Við skulum minnast þess að aðdáun Ólafs Ragnars var ekki síður mikil á svonefndum útrásarvíkingum sem í raun reyndust vera siðlausir braskarar og fjárglæframenn hver um annan þveran.

Þegar ævisaga Ólafs var rétt útkomin, varð hrunið og stoppa varð dreifingu á ritinu sem innihélt mikla aðdáun og lof á útrásinni mislukkuðu. Eyða varð þegar prentuðu upplagi, rífa varð stóra kafla úr handritinu áður en það hafði verið prentað að nýju. Slík var áhugi forsetans fyrir braskinu!

Og nú hefur Ólafur Ragnar fundið nýjan fulltrúa braskvaldsins og þvílík aðdáun að henni er lýst fjálglega út um allar koppagrundir jafnt innanlands sem erlendis!

Eigum við ekki að sjá hvernig reynslan verður af þessari ríkisstjórn með vægast sagt einhverja þá einkennilegustu stefnuskrá sem um getur, sbr. umhverfismálin: þar á Ísland að vera til fyrirmyndar í öllum heiminum hvorki meira né minna en áður en þessi ríkisstjórn tekur við völdum á að pakka Umhverfisráðuneytinu niður í skúffu í Landbúnaðarráðuneytinu! Svo á greinilega að slátra Rammaáætluninni því það á ekki að gefa náttúru landsins minnstu vægð. Rányrkjuna á að hefja til vegs en ekki til virðingar að sama skapi. Sjálfsagt fer hagvöxtur upp úr öllu valdi en sé hagvöxtur meiri en náttúran getur gefið af sér, er um rányrkju að ræða.

Satt best að segja skil eg ekkert í þessu, hvernig gat 51% af þjóðinnni kosið þetta yfir sig? Kannski á þjóðin ekki betur skilið en hún hefur valið. 

Verði ykkur að góðu herrar mínir og frúr!


mbl.is „Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband