Stjórnarskiptin

Nú horfum við á eftir ríkisstjórn sem kom okkur út úr rústum bankahrunsins sem sömu stjórnmálaflokkar áttu þátt í að yrði og nú mynda nýja stjórn. Þessi nýja ríkisstjórn virðist vera eins og hver önnur ævintýramannastjórn sem telja sér allir vegir færir með því að brosa breitt. Þessi nýja ríkisstj´+orn mætti því vera nefnd Broskarlastjórnin.

Dapurlegt er hversu umhverfismálin verða gjaldfelld með nýjum stjórnarherrum. Þeir munu EKKI fá neinn frið hvorki að nóttu sem degi. Samviskan ef einhver er, verður vakin hjá þeim og þeir minntir á afglöp þau sem þessir tveir ríkisstjórnarflokkar hafa gert. Þeir tóku ákvörðun um að eyðileggja stóran hlut á NA landi með byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þeir vissu hvað þeir voru að gera en töldu sig vera í fullum rétti að gera þetta þrátt fyrir gríðarleg mótmæli.

Nú á Umhverfisráðuneytið að verða n.k. skúffa í gamla Landbúnaðarráðuneytinu. Boðað er að hefja mikla útrás í landbúnaði. Á að auka stórlega sauðfjárhald en fyrir réttum aldarþriðjungi var verið að framleiða allt of mikið lambakjöt sem um helmingur fór á haugana eða flutt út með gríðarlegum kostnaði á kostnað skattborgara.

Nú er þegar kominn þverbrestur í þessa nýju ríkisstjórn áður en hún tekur við völdum. Vigdís Hauksdóttir er óánægð að verða ekki einn af ráðherrunum. Það hefði verið þokkalegt ef hún hefði verið sett yfir menntamálin með allar ambögunar.

Mig langar að þakka fráfarandi stjórn. Þið höfðuð storminn í fangið nánast allan tímann. Þið komuð okkur út úr óvissunni sem beið okkar eftir bankahrunið sem núverandi ríkisstjórnarflokkar kölluðu yfir okkur. En þess má geta að á bak við þessa ríkisstjórn eru 51% atkvæða þó hún fái 60% þingmanna.

Við hin 49% erum ekki sátt enda þessi ríkisstjórn samansett af óreyndu fólki sem hefur þokukennd markmið. 


mbl.is Síðasti ríkisráðsfundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Lokaorð Jóhönnu við blaðamenn í fréttinni:

"Jóhanna kveðst ennfremur vera ánægð með störf fráfarandi ríkisstjórnar. „Ég er sátt og ánægð, og ánægð með hvað vel hefur tekist til hjá minni ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn tekur við mjög góðu búi."

Ef þetta sýnir ekki hversu úti á þekju Jóhanna er, hvað þá?

Hvumpinn, 23.5.2013 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt að „Hvumpinn“ virðist ekki muna lengra til baka en nokkra mánuði, í mesta lagi 1-2 ár aftur í tímann.

Jóhanna má vera stolt af vel unnu verki. Því miður gekk ekki allt eftir og ber hæst stjórnarskrármálið. Aðild að Evrópusambandinu hefði fært þjóðinni öryggi bæði efnahagslegt og stjórnmálalegt um ókomna framtíð enda hefði verið fallist á skilyrði okkar fyrir inngöngu. Við erum mjög veik sem örsmá þjóð gegn ágengni fjölmennra þjóða á borð við Kína sem hvarvetna eru að treysta hagsmuni sína um allar koppagrundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 16:51

3 Smámynd: Hvumpinn

Er þetta "góða búið" sem Jóhanna er að skila af sér sem Katrín Júlíusdóttir og Már Guðmundsson tala um?

http://www.ruv.is/frett/hafnar-thvi-ad-stadan-hafi-verid-fegrud

Hvumpinn, 23.5.2013 kl. 18:51

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við „Hvumpinn“?? Mér finnst þú vera eins og Sigmundur Davíð: skilja mig og aðra landsmenn eftir með fleiri spurningar en þú telur þig vera mann til að svara!

Góðar stundir. 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband