Björgunarsveitir setji upp gjaldskrá

Í flestum löndum er sjálfsagt að björgunarsveitir rukki þá aðila sem þurfa á aðstoð að halda. Þannig er í Sviss og þar er lögð rík áhersla á að t.d. fjallgöngumenn kaupi tryggingu sem björgunarsveitirnar geta síðan rukkað.

Hérna á Íslandi hefur tíðkast nokkuð sérkennilegt fyrirkomulag sem minnir á aðstoð sveitamanna áður fyrr og jafnvel nú í dag. Ekki tíðkast að rukka fyrir eitthvað „lítilræði“. En björgunarsveitir eru í dag mjög vel þjálfaðar og vel búnar tækjum. Stundum er kallað til þyrlu og hver klukkutími nemur hundruðum þúsunda. Ljóst er að yfirgripsmikil leit kostar mikið fé, jafnvel milljónir.

Ef Íslendingar færu sömu leið og Svissarar þyrfti að undirbúa þetta fyrirkomulag vandlega. Tilkynna þarf með góðum fyrirvara, kannski ársfyrirvara eða jafnvel lengur að þetta standi til. Þetta fyrirkomulag hvetur fjallagarpa til að undirbúa ferð sína betur og tryggja öryggi sitt sem best.

Því miður er allt of algengt að fólk týnist og komi jafnvel ekki lifandi úr för. Dæmi er um að ferðamenn týnist gjörsamlega eins og ungu Þjóðverjanir tveir sem týndust ofarlega á Svínafellsjökli fyrir um hálfum áratug. Það hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir það óhapp með betri búnaði, t.d. sérstökum óbyggðasíma sem tengist gervitunglum og því ætíð til taks í neyð. Þetta var ákaflega sorglegt slys sem var alveg óþarft að gerðist. Fyrir um 60 árum týndust tveir Bretar nokkru norðar og skilaði jökullinn eitthvað af eftirlátnum munum þeirra niður á láglendið. Eru þeir í sýningarkassa í þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og ætti að vera flestum góð ámynning um að okkur ber að sýna ítrustu varkárni.

Björgunarsveitirnar þurfa á tekjustofni að halda til starfsemi sinnar. Það er mjög krítískt að þær byggi megintekjur sínar á flugeldasölu. Þeir eru varhugaverðir og fylgir mikil hætta á fólki, skepnum og náttúru landsins að ekki sé minnst á mengunina frá þessari pestarólyfjan.

Æskilegt væri að í stað allra þessara skoðanakannan, jafnvel nokkurra á dag um fylgi flokka, mætti kanna hug landsmanna um þessa ábendingu.


mbl.is Féll í sprungu á Sólheimajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband