Margar brotalamir

Síðdegis í gær fór fram aðalfundur Frístundahúsafélags Hvammsskóga en á félagssvæðinu kom upp þessi sinueldur á dögunum.

Ýmsar reynslusögur voru sagðar af þeim sem viðstaddir voru og sumar allhrikalegar. Sérstaklega fór eldurinn illa í börnin og eldra fólk enda eðlilegt að ótti sé einna mestur meðal þeirra. Á fundinum kom í ljós að nálægt 600 frístundahús eru í Skorradal og ef miðað er við að ef vísitölufjölskylda sé í hverju húsi, kunni að vera yfir 2000 manns í Dalnum þegar fjölmenni er einna mest. Þegar sinueldurinn átti sér stað, var óvissa mjög mikil. Var eðlilegt að margir gripu til símans og varð gríðarlegt álag í símkerfinu. Varð það til þess að fjarskipti fóru úr skorðum. Að sögn slökkvistjórans í Borgarbyggð náðist t.d. ekki alltaf samband milli slökkvibíla vegna álags! Þetta er ósættanlegt og símafyrirtækjum til vansa.

Mikið var rætt um flóttaleiðir. Ekki hefur verið minnst á einföldustu flóttaleiðina þegar vegir lokast en það er meðfram Skorradalsvatni eða á Vatninu sjálfu. Því miður er vatnshæð allt of oft of há en vatnsyfirborðið sveiflast mikið vegna starfsemi Andakílsárvirkjunar. Stíflan við útfall Vatnsins var hækkuð fyrir um 40 árum með þeim afleiðingum að vatnsyfirborðið sveiflast meira en áður. Afleiðingin er sú að gönguleið meðfram vatnsbakkanum er stundum mánuðum saman lokuð. Þá hefur lífkerfi Vatnsins raskast mikið og er vistkerfið sagt af náttúrufræðingum vera allt meira og minna í rugli af þessum ástæðum.

Á þessum félagsfundi komu ýmsar góðar hugmyndir um að bæta brunavarnir. Þannig var rætt um að bæta vatnsveituna m.a. með dælum sem gætu pumpað vatni úr SKorradalsvatni. Þá eru húseigendur hvattir til að hafa garslöngu tiltæka við hvert hús og einnig stendur til að kaupa nokkra tugi af slökkviklöppum sem koma að góðu gagni ef á þarf að halda. Vonandi kemur aldrei til þess en allur vari er góður.


mbl.is Munaðarlaus og berskjölduð sumarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243004

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband