Skógrækt eflir skjól

Við Íslendingar búum í erfiðu landi þar sem vænta má allra veðra og þau misjöfn. Ekkert land Evrópu er jafn fátækt skógi ef vera kann Færeyjar sem landið okkar.

Ísland er í barrskógabeltinu og hér er hægt að rækta skóg með góðum árangri. En það þarf einhvern tíma að byrja, taka ákvörðun, hafa nauðsynlegan undirbúning, jarðvinnslu, girðingar, plöntun þeirra skógarplantnategunda sem best reynast á hverjum stað, áburðargjöf og skjólmyndun. Þá þarf að sinna þessu sem best til að ná sem bestum árangri. Eftir 10-20 ár þarf grisjun sem getur gefið af sér arð en skjólið verður til nokkuð snemma ef vel er að öllu staðið. 

Furðulegt verður það að teljast, að ekki hafi verið fyrir löngu verið lagt kapp á skógrækt til að auka skjól og bæta samgöngur. Á Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli, Esjuhlíðum, Ingólfsfjalli, Eyjafjöllum og í Öræfum og víðar, mætti stunda samgönguskógrækt til hagsbóta landsmönnum öllum. Þá væri um 200-250 metra breiður landskiki áveðurs klæddur skógi. Því miður hafa þær raddir verið nokkuð háværar að ekki megi skemma útsýni með skógrækt, eins og útsýni verði aðeins truflað af hávöxnum trjám! Af hverju benda þessir vandlætarar aldrei á háspennulínur, girðingar, uppblásturinn í landinu og loftmengun en eru alltaf að skammast út í skógræktina?

Ljóst er að margvísleg not eru af skóginum fyrir fólk og búfé. Hestar, nautgripir og sauðfé þrífst mjög vel í skógi þar sem jarðargróður er meiri en á bersvæði að ekki sé talað um skjólið. Líklegt er að unnt verði að hætta þeim gamla sið að reka búsmala á afrétti ef beitarskógar verði meiri t.d. í fjallshlíðum. Fallþungi dilka verður væntanlega jafnvel meiri og afurðirnar verðmætari samfara minni kostnaði bænda og sveitarfélaga við göngur og réttir. Og samgöngur yrðu betri og öruggari.

Góðar stundir!


mbl.is Óveður á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband