Ótrúlegur seinagangur

Lengi var talað um „amerískan hraða“. Allt átti að gerast svo skjótt og allt að verða gott eins og að hendi væri veifað. Að koma rafmagni aftur á í milljónaborg þar sem auður er feyknamikill og verkþekking ætti að vera á háu stigi, þá undrast maður á Íslandi hve tiltölulega frumstæð þessi mál eru. Í Þingeyjarsýslum var komið á rafmagn jafvel á afskekktustu sveitabæjum um viku eftir óveðrið í september síðastliðnum. Í þéttbýli við Mývatn innan 2ja sólarhringa.

Í dag dettur engum heilvita manni í hug á Íslandi að leggja loftlínur í þéttbýli hvað þá á stöðum þar sem áhersla er lögð á rekstraröryggi. Loftlínur hurfu í Reykjavík fyrir a.m.k. 30-40 árum, ætli síðustu loftlínur hafi ekki verið í Skerjafirði 1972?

Jarðkaplar eru öruggari og óháðir veðrum og vindum séu þeir rétt lagðir. Í BNA eru rafveitur víða einkareknar og þar er áherslan lögð á sem ódýrastan útbúnað og annan tilkostnað til að hámarka gróðann.

Við getum séð strax muninn á aðstæðum hér á landi og í BNA. Hér er kappkostað að hús séu byggð eftir ströngustu byggingarstöðlum á meðan hús í BNA virðast kubbast í sundur stundum í jafnvel minni vindstyrk en hér mælist stundum í vindhviðum.

Það er gott að búa á Íslandi en bæta mætti kjör þeirra sem verst standa.


mbl.is 10 dagar í fullt rafmagn í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband