Voru vandræðin einkamál valdaklíkunnar?

Svo virðist sem andhverfa einkavæðingar og velgengnar hafi verið sópað undir teppið. Enginn virðist hafa mátt vita af þeim nema þeir örfáu sem töldust til valdaklíku Sjálfstæðisflokksins.

Margoft hefur hliðstæð mál komið við sögu. Þar tengist oft harmleikir heillu þjóðanna, jafnvel margra þjóða. Þegar valdaklíkur pukrast með mikilvægar upplýsingar en varða alla, þá er ekki horfst í augu við óþægilegar staðreyndir.

Auðvitað bar að greina þjóðinni rétt og satt frá. Jafnvel þó að óþægilegt var.

Árið 2007 fóru fram þingkosningar. Eitt af því sem þjóðinni var ekki sagt rétt og satt frá fyrir þessar kosningar, var að til stóð að leggja fyrir þingið til staðfestingar samningar um skattamál álbræðslunnar í Straumsvík. Þessi samningur færði álbræðslunni um hálfan milljarð króna árlega þar sem horfið var frá fyrra fyrirkomulagi um skattamál fyrirtækisins. Fram að þeim tíma bar fyrirtækinu að greiða framleiðslugjald fyrir hvert framleitt tonn af áli. Þetta fyrirkomulag var síðan í fyrsta samningnum um álbræðsluna og átti hagfræðingurinn, prófessorinn og þingmaðurinn Ólafur Björnsson hugmyndina að þessu fyrirkomulagi. Var það hugsað sem krókur á móti bragði sem stórfyrirtæki geta auðveldlega beitt smáríki: að færa hagnaðinn til þess lands þar sem skattaumhverfið er þeim hagstæðast!

Þessi samningur var lagður fyrir sumarþingið 2007 og var samþykktur, því miður. Nú hafa tekjur Íslendinga dregist stórlega saman af álbræðslum. Helsti ávinningur Íslendinga af álbræðslunum fyrir þjóðarbúið eru helst af vinnutekjum og eitthvað af afhendingu gríðarlegs magns af orku í formi rafmagns. Er t.d. arðsemin af Kárahnjúkavirkjun langt frá því að vera nógu góð en fyrir Alkóa, eiganda álstassjónarinnar er þetta hrein gullmylla!

Það hefur ætíð verið vænlegt að fela staðreyndir og draga fram aukaatriði fram og gera að stórmáli til að hylja vanræðin.

Oft hefur verið sagt að gott væri að tala tungum tveim og sitt með hvorri. Valdaklíkan í Sjálfstæðisflokknum hefur bæði seint og snemma hagað sér í samræmi við það. Allt er í besta standi þegar þeir eru við völd þó svo að þjóðarbúið rambi á barmi gjaldþrots vegna slæmrar stjórnar. En ef andstæðingunum tekst að bjarga því sem bjargað verður, koma þjóðarskútunni aftur á flot og koma henni á lygnari sjó, þá er öllu snúið á hvolf: allt ómögulegt!

Því miður tíðkast ekki í íslenskum stjórnmálum að sitja á strák sínum og doka við og fylgjast með framgöngu. Allt er sett í botn og reynt að grafa undan trúverðugleika ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi ríkisstjórn á þakkir skildar fyrir að koma samfélaginu aftur af stað eftir hörmulega stjórnun Sjálfstæðisflokksins seinni hluta valdaferils hans sem endaði með ósköpum.

Í Landsdómsmálinu kemur sitthvað nýtt fram og ástandið undir lok valdaferils Sjálfstæðisflokksins verður með hverjum deginum grafalvarlegra.

Góðar stundir!


mbl.is Davíð átti að vara okkur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

umm ertu að lesa sömu fréttir af Landsdómi og við hin ?

Held þú verðir að prófa að lesa aftur.

Samfylkingin átt ST'ORAn þátt í síðustu ríkistjórn. (var jú með utanríkisráðherra OG BANKAMÁLARÁÐHERRA !

Það þýðir ekkert að vera stikk frí eftirá.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 17:54

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Mosi les ekki Birgir hann skáldar.

Rauða Ljónið, 9.3.2012 kl. 18:23

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvaða samfélagi eru þau búin að koma af stað Guðjón....

Þau Össur og Jóhanna vita greinilega ekkert lengur í sinn haus það er alveg á hreinu eftir þennan dag verð ég að segja þar sem þau annarsvegar kannast ekkert við að eitthvað hafi verið í gangi yfir í að játa að það hafi nú verið hinar ýmsu aðgerðaráætlanir í gangi um það hvernig ætti að bregðast við...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.3.2012 kl. 18:46

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Davíð kveðst hafa gert sér snemma grein fyrir að bönkunum væri ekki bjargað. Meðan ekkert var aðhafst héldu þeir sem stýrðu bönkunum að éta þá að innan og ræna.

Hefði glæpalýður lætt sér inn í Seðlabankann og Davíð orðið þeirra var hefði hann væntanlega hringt í lögregluna. Hvers vegna Davíð aðhefst ekkert, rétt eins og Geir, - það er óskiljanlegt öðru vísi en að ekki mætti trufla „eigendur“ bankanna að ljúka við að hreinsa síðustu verðmætin úr bönkunum.

Það er skylda hvers borgara að láta vita hafi hann orðið var við slys, óhapp, eldsvoða, tölum ekki um þegar glæpalýður er að fremja lögbrot.

Sennilega má kæra Davíð af þessum sömu ástæðum og Geir. Þá hefur Gylfi Magnússon hagfræðingur og fyrrum ráðherra vikið að því að Davíð afhenti nánanst allan handhægan gjaldeyrisforða bankans Kaupþingi síðustu dagana fyrir hrun nánast án trygginga eða slæmum veðum. Hér er um hegningarlagabrot að ræða, sennilega 249. gr. (umboðssvik) og 250. gr. (skilasvik). Aðrar greinar koma einnig til greina.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2012 kl. 19:23

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðjón Sigurþór. Frá mínum bæjardyrum séð (eftir það sem ég hef heyrt hjá vitnum í Landsdómi síðustu daga), þá verður að tilkalla vitni frá breskum stjórnvöldum og breska fjármálaeftirlitinu á hruntímabilinu. Breska fjármálaeftirlitið er að mínu mati, og eftir mínum skilningi, grunnurinn að brengluninni í íslenskri og breskri stjórnsýslu.

Ég bið almættið kærleiksríka og algóða og ó-pólitíska um að hjálpa stjórnsýslunni á Íslandi, og í heiminum öllum, til að komast út af villuvega-blekkingaleið heimsbanka-ræningjanna heims-háskólamenntuðu og úrvals-mútuðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2012 kl. 20:50

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðjón Sigurþór. Hver hótaði Davíð, Geir og svo mörgum öðrum, og með hverju? Það er í raun spurningin, sem við verðum að fá svar við!!!

Bankamafían er verri en Hells Angels-drengirnir, og þess vegna eiga allir viti bornir menn/konur að geta gert sér grein fyrir hvaða dráps/pyntingar-hótanir hafa verið í gangi, og eru enn, í stjórnsýslunni "sérvöldu" (hótuðu/mútuðu/bankaráns-stýrðu).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2012 kl. 21:06

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Jóhanna er aldeilis mögnuð kona. Svo mögnuð að hún segir eiðsvarin frá því að hún hafi lesið blað sem aldrei kom út. Þ.e. hagtíðindi Seðlabanka vor 2008 Geri aðrir betur.

Annars er margt við þennann pistil þinn að athuga. Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er meiri en gert var ráð fyrir. Álver Alcoa á Reyðarfirði skapar ríkissjóði miklar tekjur bæði beint og óbeint. Einnig virðist vera að þið sem vaðið vinstri villu gleymið alltaf hver bar ábyrgð á bankamálum í hrunstjórninni. SJÁ HÉR: http://www.youtube.com/watch?v=Hf793vUAkFQ&feature=relatedv

Hreinn Sigurðsson, 9.3.2012 kl. 22:02

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Anna: sammála þér að við verðum að fá á hreint hvað gerðist í samskiptum breskra og íslenskra ráðamanna. Hins vegar er ekki rétt að jafna saman Hells engels og bankamafíunni enda eru brotasviðin ólík.

Hreinn: átt þú við Peningamál, tímarit Seðlabankans? Eða Hagtölur mánaðarins? Hagtíðindi eru gefin út af Hagstofunni að þannig virist e-ð hafa skolast til. Varðandi „vinstri villu“ þá finnst mér hyggilegra að hafa hugfast: „hætta frá hægri“ eða rétt eins og í umferðinni.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2012 kl. 23:26

9 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Fjármálatíðindi átti þetta að vera hjá mér. Enn réttara er að ritið fjármálastöðugleiki kom út 25. apríl 2007 líklega hefur kerlan lesið það ég biðst afsökunar á þessu frumhlaupi mínu. En ég skora á þig Guðjón að horfa á þetta merkilega viðtal við Björgvin sem ég linkaði á. Þar fer hann yfir ábyrgðarsvið viðskiptaráðherra. Einnig var vinstri maður formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins. En auðvitað er til of mikils mælst að vinstri menn beri yfirleitt ábyrgð á neinu. Best að nota bara jóhönnu taktíkina hvessa sig og tala um "helvítis íhaldið"

Hreinn Sigurðsson, 10.3.2012 kl. 02:59

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Hreinn, kík á þetta við tækifæri.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband