Man einhver eftir Letigarðinum?

Sú var tíðin að tukthúsið að Litla Hrauni var nefnt „Vinnuheimilið á Litla Hrauni“. Margir nefndu það „Letigarðinn“ enda kom það fyrir að fátæklingar á Kreppuárunum stælu einhverju smáræði í þeirri von að komast í frítt fæði og húsnæði þar eystra. Fyrsti forstöðumaðurinn, Sigurður Heiðdal, ritaði forvitnilega bók: „Örlög á Lítla-Hrauni“ þar sem komið er inn á margt spaugilegt en einnig margt ákaflega dapurlegt.

Nú er ljóst, að fangar í afplánun eru margir hverjir mjög illa farnir af ýmsum ástæðum. Áður var það brennivínið en nú er langvarandi misnotkun eiturlyfja meginástæða þess að þeir eru kannski ekki nógu burðugir og hraustir, andlega sem líkamlega.

Frummarkmið refsivistar er að „betra“ þann sem er í afplánun. Fangelsið, áður nefnt „betrunarhús“ á að vera staður þar sem viðkomandi á að læra að feta sig áfram vandrataða veginn til góðs sem því miður gerist allt of sjaldan. Innan fangelsisins eru yfirleitt vondar fyrirmyndir, og þarna er talað um að sé einhver versta gróðrarstía ómenningar og mannfyrirlitningar þar sem fangar koma yfirleitt aftur í samfélagið jafn illa staddir andlega sem siðferðislega og þeir voru sendir þangað.

Þeir sem hafa fengið fangelsisdóm hafa valdið öðrum misjafnlega mikinn miska og tjón. Sumir eru verstu mannfýlur meðan aðrir iðrast og vilja sýna í verki að þeim hefur orðið á í messunni og vilja bæta sig. Þetta eru „fyrirmyndarfangarnir“ sem vonandi aldrei aftur lenda aftur í þeirri aðstöðu að valda öðrum tjóni og miska.

Nú eru margir fangar vinnufærir og spurning er hvernig samfélagið geti notið einhvers góðs af vinnu þeirra. Verkefnin eru nánast óþrjótandi: Í DV í dag er m.a. fjallað um gríðarlega mengun í Heiðarfjalli þar sem var radarstöð bandaríska hersins en allt var skilið eftir í verstu óreiðu. Þarna væri verk að vinna: hreinsun og að bæta landið. Þarna mætti dreifa skít og gróðursetja tré, helst af nógu harðgerðu kvæmi að þau hafi möguleika á að gera það gagn sem til væri ætlast.

Á Reyðarfirði eru vinnubúðir frá byggingu álbræðslunnar þar eystra. Þessar vinnubúðir mætti flytja að Heiðarfjalli til nota fyrir fangavinnu. Þarna er það afskekkt að engum heilvita manni dytti í hug að reyna strok. Vinnu fanganna mætti reikna þeim til tekna sem færu til greiðslu þess kostnaðar og að einhverju leyti bóta fyrir þann skaða sem þeir hafa veitt öðrum. Þarna gæfi þeim tækifæri að sýna í verki að gera samfélaginu meira gagn en ógagn.

Víða um land mætti auk þess bæta land. Við búum í erfiðu landi þar sem vindar og vond veður hafa mikil áhrif á daglegt líf.

Á ýmsum stöðum er varasamt að fara um vegna storma. Nægir að nefna undir Hafnarfjalli í Melasveit, á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Eyjafjöllum og í Öræfum þar sem vindsveipur veldur oft tjóni. Við þurfum að hefja „samgönguskógrækt“ til að bæta úr. Fangavinna við undirbúning væri kjörin. Víða er góð nálægð við landbúnað þar sem sækja mætti húsdýraáburð. Grafa þyrfi tæpan metra, setja gott lag af skít og þekja yfir t.d. 20-25 cm. Eftir 2-3 ár eru þessi svæði tilbúin til útplöntunar og í þessum beltum vex skógur til skjóls og prýðis auk þess mikla öryggis sem af skóginum verður eftir því sem hann vex og dafnar.

Legg eg til að þegar Pólverjarnir verði væntanlega sendir í afplánun, sé þeim gert sem öðrum kostur á að vinna störf sem þessi. Sama má segja um þá sem verða ákærðir og taldir sekir vegna bankahrunsins.

Góðar stundir!


mbl.is Verða framseldir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband