Hversu miklu tjóni hefur þessi maður valdið?

Þegar Hannes Smárason var í essinu sínu efndi hann til umfangsmikillra forretninga sem því miður kom á daginn að stóðu meira og minna á brauðfótum.

Eitt þessara fyrirtækja var Geysir Green Energy sem virðist hafa verið n.k. skúffufyrirtæki byggt á bókhaldsfiffi. Það keypti heilu fyrirtækin sem voru í mjög góðum rekstri eins og Jarðboranir að mestu gegn hlutabréfum. Líklegt er að almenningsfyrirtækið Atorka hafi fallið vegna þessarra bókhaldsæfinga. Var Geysir Green e.t.v. til þess stofnað að koma mætti eigum til erlendra aðila eins og raunin hefur orðið með Magma?

Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu nánast öllu sparifé sínu í formi hlutabréfa. Sama má segja um lífeyrissjóði. Hannes Smárason virðist ekki hafa riðið gæðing sínum með miklu siðgæði um hinn íslenska fjármálaheim. Eftir hrunið er eins og hann hafi skilið eftir sig sviðna jörð, rétt eins og stríðshernaður hafi geysað þar grimmdarlega um grundir allar.

Við eigum ekki góðar minningar um þennan mann. Og þegar hann gerir himinháar kröfur í bankana sem hann átti þátt í að hreinsa fyrir hrunið, þá ættu yfirvöld að stoppa svona lagað með því að kyrrsetja þessar kröfur meðan ekki hefur verið greitt úr þessari gríðarlegu óreiðu sem þessi maður hefur valdið samfélaginu.

Með von um betri stundir!


mbl.is Á inni 1,13 milljarða kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband