Góðar (flug-) fréttir

Ísland er smám saman að verða vinsælt ferðamannaland. Við getum verið stolt af landinu okkar sem sífellt er að verða vinsælla. Sjálfur hef eg umgengst erlenda ferðamenn undanfarin 20 sumur mér til mikillrar ánægju. Margir iðrast þess að hafa ekki farið fyrr til Íslands.

Þegar um 3 vikur eru eftir af árinu hafa um 520.000 erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð. Í raun eru þeir fleiri: með skemmtiferðaskipunum koma eitthvað yfir 100.000 ferðamenn yfir sumartímann og með Norrænu sennilega um 50.000 ef ekki fleiri. Þetta er gríðarlegur fjöldi og eru aukin umsvif í ferðaþjónustu einn besti vaxtabroddur í atvinnulífi landsmanna.

Nú boða flugfélög fjölgun ferða, þ. á m. eitt þekktasta flugfélag heims, Lufthansa.

Þetta ár sem nú er senn liðið var metár í íslenskri ferðaþjónustu. Allt bendir til að næsta ár verði aftur metár og ef sama verður áfram, líður ekki á löngu að hingað koma milljón ferðamanna yfir árið.

Því miður hægði bygging Kárahnjúkavirkjunar á þessari þróun á sínum tíma enda var óraunhæft ofurgengi íslensku krónunnar þrándur í götu. Ýmsir stjórnmálamenn hafa litið á stóriðju sem þann vaxtarbrodd sem vænlegastur er. Í ljós hefur komið að sú stefna var röng. Arðsemin af Kárahnjúkavirkjuninni er mun minni en vænst var og þau náttúruverðmæti sem fórnað var, verða aldrei bætt og þaðan af síður endurheimt.

Við eigum bjarta framtíð í vændum svo framarlega sem við lærum að meta gæði og kosti náttúru landsins. Við verðum að sinna betur náttúruvernd þar sem það á best við, t.d. varðveita betur þjóðgarðana okkar og viðkvæma vinsæla staði sem við viljum beina ferðafólki að.

Góðar stundir!


mbl.is Lufthansa mun fjölga ferðum sínum til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242947

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband