Verðum að gera upp við fortíðina

Styrmir Gunnarsson er með virtustu mönnum á Íslandi. Fáir ritstjórar voru jafnfarsælir og hann og með störfum sínum á þeim vettvangi verður hann öllum góð fyrirmynd.

Styrmir hefir ætíð verið varkár og hefði verið betur að fleiri hefðu verið það í störfum sínum og vandasömum ákvörðunum sínum. Þannig gildir það með einkavæðingu bankanna sem endaði eins og kunnugt er með skelfingu fyrir þjóðina og engum til fagnaðar.

Icesave málið hefir verið eitt af erfiðustu átakapunktum í íslenskri stjórnmálasögu og er von að margir meðal félagsmanna Sjálfstæðisflokksins eigi nú erfitt með þá ákvörðun meirihluta þingflokksins um stuðning við Icesave frumvarpið. En þar er ískalt mat sem ræður för undir sterkum þrýsting frá atvinnurekendum sem vilja þetta erfiða mál sem fyrst úr sögunni.

Syndir feðranna, þ.e. örfárra sem steyptu þjóðinni í þessa ógæfu og stálu sparifénu t.d. í formi hlutabréfa, verðum við að sætta okkur við að sé að öllum líkindum tapað fé. Enn er þó eitthvað að skila sér og við verðum að leggja kapp á að minnka tapið okkar sem mest. Icesave samkomulagið við bresk og hollensk yfirvöld ganga einmitt út á það og það verður að vera takmarkið, að við náum sem mest af eigum okkar aftur í okkar hendur.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave er sjálfsögð. Spurning hvort ekki mætti spyrða saman við aðra kosningu til Stjórnlagaþings en hafa þá kosningu einfaldari. Við eigum ekki að flýta okkur að fá nýja stjórnarskrá en umfram allt bæði nútímalega og sanngjarna sem treystir rétt okkar sem þjóðar meðal annarra í heiminum.

Mosi 


mbl.is Meiriháttar pólitísk mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Með vitrustu mönnum á Íslandi ?

hilmar jónsson, 3.2.2011 kl. 14:12

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú tönnlast á þessu Guðjón ! þessu með syndir feðranna og það að börnin eiga greiða fyrir "fylleríið" og skaðann sem "feðurnir" ollu, og svo lætur þú eins og það sem skeði sé eitthvað nýtt og einungis tengt Íslandi, onei ! þetta er og hefur gerst út um gervallann heim, bara í enn meiri og stærri skala á Íslandi en flestum öðrum löndum, eins og flest það sem við tökum okkur fyrir hendur, alltaf kaþólskari en páfinn .

það að Icesave er óafgreitt ennþá, hefur  alls ekki staðið endurreisninni fyrir þrifum, það sem stendur henni fyrir þrifum er athafnaleysi og afsporanir stjórnar og þings við að elta skugga fortíðar, að ekki sé talað um ótímabært ESB aðlögunarferli og undirlægju fyrir fullveldisráni AGS.

Í stað þess að ríða á vaðið og vera fyrstir þjóða til að segja "hingað og ekki lengra", við þessu ábyrgðarlausa fjárglæfraspili sukkara með verðmæti heilla þjóða, eru margir kjörnir fulltrúar þessarar þjóðar á leiðinni í að koma af stað nýrri "útrás" og þjófnai á almannafé til að greiða fyrir "syndir feðranna"

Við vorum fyrst þjóða til rísa upp krefjast 200 mílna lögsögu á sínum tíma, þrátt fyrir sterk andmæli bæði heima og heiman, en hlutum virðingu og grundvöll að efnahagslegri og félagslegri velmegun almenningi til handa að launum, nú getum við risið aftur og verið fyrst til að segja skilið við þetta úrelta og óprúttna rán á velferðinni og hafnað Icesave enn og aftur, með eða án þingmanna sem virðast aðein vera að gæta hagsmuna nýrra "útrásarvíkinga"

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 16:08

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Og eitt enn Guðjón ! þetta með að þeð því að samþykkja Icesave nú (eða síðast og eða fyrir það aftur manst ??) þá muni Bretar og Hollendingar vera okkur innanhandar við finna og færa heim alla peningana sem "útrásarþrjótarnir" stálu ??

Þetta hljómar eins og "Nígeríusvindl" í mín eyru, semsagt " til að við finnum fyrir ykkur alla "útrásarpeningana" verðið þið fyrst að skrifa undir nokkur hundruð milljarða skuld til okkar"

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 16:14

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hilmar: Eg ritaði: „Styrmir Gunnarsson er með virtustu mönnum á Íslandi“. „Virtustu“ og „vitrustu“ eru mjög lík orð en hafa mismunandi merkingu. Vona þú áttir þig á mistökunum.

Kristján: Þetta Icesave hefir kostað hundruði milljarða. Auðvitað er ósanngjarnt að við sem ekki komum nálægt þessu beri kostnaðinn. En er ekki verið að vinda ofan af þessu fjármálasukki og óreiðu? Og er ekki ætlunin að draga viðkomandi aðila til ábyrgðar?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2011 kl. 19:50

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Skildi þig rétt Guðjón en sló inn feilstafi.

hilmar jónsson, 3.2.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband