Skammsýni ÓRG: Umdeild og dýr ákvörðun

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að neita að staðfesta nýju lögin um Icesave vitleysuna ætlar að verða okkur strax dýrkeypt. Staða mála var ekki góð og Ólafur Ragnar hefur ekki bætt hana. Fjármálaheimurinn lætur ekki standa á viðbrögðum:

Öll lán hér eftir verða okkur óhagstæðari, lánamöguleikar erfiðari og öll samskipti við erlendar þjóðir torveldari. Að koma atvinnulífinu aftur á réttan kjöl verður einnig erfiðari.

Segja má að Óalfur Ragnar hafi ákveðið að fórna stærri hagsmunum í þeirri viðleytni að bjarga minni hagsmunum og það í nafni lýðræðis! Betra hefði verið að ákveða að synja annari lagasetningu staðfestingu en alls ekki þessari. Þessi ákvörðun á eftir að vera eins og vatn á myllu braskara og spekúlanta sem hafa haft örlög þjóðarinnar í hendi sér.

Þessi staða mála er algjörlega eftir væntingum stjórnarandstöðunnar. Nú geta formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kæst vel í Þórðargleði sinni yfir þessari ákvörðun. Þeir Bjarni og Sigmundur formenn þessara braskflokka geta einnig keppst á að gera Ólaf Ragnar að heiðursfélaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Mosi


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eins og hagspekingar hafa bent á hefur þessi lækkun í raun engin áhrif á stöðu Íslands lánalega séð um þessar mundir einfaldlega vegna þess að við erum hvort sem er ekki að fjármagna okkur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 18:06

2 identicon

En veistu...

Þetta er það sem meirihluti þjóðar vill ! Og þeim sem vinna hjá okkur, þ.á.m  ríkisstjórn, verða bara að skilja að vilji meirihluti kjósenda er nokkuð sem menn geta ekki gengið fram hjá. Það er ítrekað búið að benda ríkisjtórn á að hvorki ESB né Icesave hafa stuðing þjóðar bak við sig.

Fólk vill einfaldlega ekki borga skuldi óreiðumanna , og alls ekki meðan allt þetta svínapakk gengur laust !

Ég var kjósandi VG, bara vegna þeirra loforða sem þeirra stefnuskrá hafði. En aldrei skal ég láta glepjast að þeim aftur. 

þeir eru bara afturbata allaballar !

btg (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hjörtur:

Á næstu misserum stendur til að framlengja mjög há lán. Icesafe ábyrgðirnar nema einungis 20-25% af öllum erlendum lánum þjóðarinnar. Þessi ákvörðun dregur því strax dilk á eftir sér.

BTG: Hvaða meirihluta áttu við? Í margar vikur tókst að safna milli 50-60 þúsund undirskriftum. Hins vegar voru kjósendur í síðustu kosningum s.l. vor yfir 200.000 að tölu. Það er því ekki nema í mesta lagi 30-35% kjósenda sem rituðu undir þessa undirskriftasöfnun.

Auðvitað vill ENGINN heilvita maður borga fyrir óreiðumenn. En Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ákváðu að einkavæða bankana á sínum tíma og þeim var smám saman breytt í ræningjabæli. Ekkert var gert til að hafa virkt eftirlit með þessum bönkum heldur öðru nær: Fjármálaeftirlitið var miera að segja notað fram a.m.k. um miðjan ágúst 2008 til að blekkja þjóðina að allt væri í himnalagi með bankana.

Bæði Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og Geirr Haarde vissu alltaf hvað var á seyði og við hverju mátti búast við. Sömuleiðis þeir sem vissu eða máttu vita hvað var raunverulega á seyði.

Þessir aðilar eiga að borga Icesave öðrum fremur en síður öll þjóðin!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2010 kl. 18:20

4 identicon

Um leið og íslendingar fara að hugsa út fyrir flokkaramma. Þá lagast landið.

Ekkert flóknara en það. Við þurfum nýjan stjórnunarramma. Þar sem tengslamyndanir eru bannaðar. Ráða óháða sérfræðinga eins og nokkrar litlar þjóðir út í heimi gera með góðum árangri. Erlenda sem innlenda.

Icesave bla bla bla.. Bretar og Hollendingar hafa minnstan áhuga á að fá "bara" borgað Þeir vilja landið og þræla þess. Annars væru þeir löngu búnir að samþykkja okkar fyrirvara í fyrri samningum.

Þetta er allt á hreinu. Sættið ykkur bara við það sem blasir við. Frekar verð ég þræll fyrir mitt land en að gefa það hægt og rólega frá mér í óborganlegum skuldum.

Már (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:30

5 identicon

Guðjón.

Ég var ekkert að tala um undirskriftarlista, það hafa verið birtar kannanir sem hafa sínt allt að 70 % aðspurðra hafa verið á móti.

Úr því þú minnist á að HÁ, DO og GH vissu af öllu sukkinu, sem ég er alveg sammála, vissi þá ekki ISG af því líka ? Eða var hún "stikk frí". Alveg ótrúlegt hvað SF virðist "ekki " hafa verið þáttakandi í síðustu ríkistjórn. samt var nú bankamálin á þeirra könnu ???

btg (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:35

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held að Forsetinn sé á réttri leið því hann á að hlusta á þjóðina og gerði það. Svo ef

lögin eru felld og þjóðin tapar á því þá er það bara þannig.Það er þó að minnsta kosti þjóðin sem ræður. Hingað til hefur fulltrúalýðræðið ekki gefist vel og kostað okkur milljarða. 

Einar Guðjónsson, 5.1.2010 kl. 18:37

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar fór að halla undan fæti hjá Charles de Gaulle forseta Frakklands á sínum tíma, beitti hann forsetaembættinu á svipaðan hátt og ÓRG nú við mjög mismunandi undirtektir. Sjálfsagt hefur Ólafur margt til síns máls en honum hefur yfirsést að Icesafe ábyrgðirnar eru um 20-25% af erlendum skuldum þjóðarinnar. Á að setja 75-80% af skuldum þjóðarinnar í enn erfiðara skuldafen en þessi Icesafe? Það myndi enginn heilvita maður gera.

Það var miður að forsetinn okkar minntist ekkert á heildarskuldir þjóðarinnar. Allur pakkinn er til skoðunar ekki aðeins þetta Icesave.

M

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband