Hvaða aðilar bera siðferðislega ábyrgð á Icesave klúðrinu?

Einkavæðing ríkisbankanna í byrjun þessarar aldar var fyrst og fremst þáverandi formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Hallóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni sérlega hugleikið. Mjög miklar efasemdir um ágæti einkavæðingar bankanna voru settar fram og rökstuddar mjög vel. Þrátt fyrir það var málið keyrt í gegnum þingið með látum. Um líkt leyti var tekin önnur umdeild ákvörðun, byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem segja má að hafi skyggt á alla umræðu um hvort einkavæðing bankanna hefði tekist vel eður ei. Margir gerðust hluthafar sérstaklega Búnaðarbanka og sjálfsagt hafa einhverjir auðgast eitthvað á því.

Þarna verður til gríðarleg fjármálabóla þar sem verður til gervigóðæri. Margir féllu í þá gryfu að taka lán í þessu „góðæri“ jafnvel á hagstæðari vöxtum en íslenskum krónulánum en þá með þessari gengisáhættu sem margir eru að súpa seyðið af þessi misserin.

Ekkert virkt eftirlit var með einkavæddu bönkunum, bindiskyld í Seðlabanka afnumin, skattar hátekjumanna lækkaðir bæði tekjuskattur sem og afnám eignaskatts því ekkert mátti trufla frelsi og athafnaþrá nýríku braskarana sem allir voru dyggir stuðningsmenn ýmist Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks. Fjármálaeftirlitið var jafnvel notað til að blekkja almenning á þann hátt að gefa í skyn að allt væri í himnalagi. Þannig var yfirlýsing þessa Fjármálaeftirlits frá 14. ágúst 2008 aðeins örfáum vikum fyrir hrun bankakerfisins að bankarnir hefðu allir staðist svonefnt álagspróf.

Með vísvitandi blekkingastarfsemi vissu forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða máttu vita, að bankakerfið gæti ekki staðið undir sér. Það væri á brauðfótum og gæti fallið við minnsta áfall.

Það eru þessir aðilar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem bera höfuðábyrgð á því sem komið er. Svo hafa forystumenn þessara flokka hagað sér eins og börn sem telja að allt sé vondu vinstri stjórninni að kenna hvernig komið er!

Eiginlega ætti að senda þessa ábyrgð um Icesafe þessum stjórnmálaflokkum: Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. En sjálfsagt eru þar óreiðumenn þar sem víðar í samfélaginu og þar borga menn ekki fyrir afglöp sín fremur en aðrir.

Það er dapurlegt að horfa á forystumenn þessara stjórnmálaflokka vera allt að því glaðhlakkandi yfir því að forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar hafi tekið umdeilda og miður góða ákvörðun í þessu máli.

Mosi


mbl.is Sterk viðbrögð við ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu hægur....... Það voru ekki allir að bruðla, ég og fleiri bjuggum í Svíþjóð , unnum eins og skepnur borguðum allt að 60 % skatt og svo var allt annað tekjutengt fyrir skatt þannig að flestir nágrannar okkar á mínum aldri voru "öryrkjar " vegna síþreytu og notuðu daginn til að byggja sig upp af skattapeningum.  Að lokum datt socialinn þar dauður sem betur fer en þeir vildur alltaf hækka skatta og hækka bætur. En ég er sammála að allt var í rugli hér enda horfði ég með furðu lostnum augum á hvað var að gerast....Framsókn og sjálfstæðismenn voru við stjórn 2002, samfylkingin var nú við stjórn í 2 ár af þessum tíma og er það nú dágóður tími til að grípa í taumana, Jón Ásgeir og fleiri borguðu þeim eða bara öllum flokkum og svo má ekki gleyma bankamönnum, og nokkru hyski sem verður ætíð fyrirlitið hér á landi, Werners bræður, Bjarni Ármans, Ólafur í samskip og nokkrir fleiri en það er ekki öll þjóðin.  Þetta snýst um princip að ég , aðrir saklausir hér , börn okkar og barnabörn ætlum ekki að borga þetta sem við vissum aldrei um. Verða í fjötrum í 20 ár v. þessa.  Er ekki til fjármálaeftirlit í Bretlandi og Hollandi sem bera einhverja ábyrgð eða eru þeir líka svona heimskir... eða ESB eigum við að borga vexti af öllu.... Það á að ná í seka menn sem hafa t.d. stofnað til þessa Ice save rugls, finna peninga ef einhverjir eru senda þá í fangelsi og ná betri samningum. Jóhanna og Steingrímur skjálfa bara eins og hríslur vegna draum um að komast í ESB s.l. 10 ár. það er of seint.....

eva sigridur (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:27

2 identicon

Sammála í flestu .Hvað eru bretar og hollendingar að rífa sig .Það á að hirða íslensku þjófana og flestir búa þeir í Bretlandi .Þessir bretar sem senda börnin sín í stríð og láta drepa þau .Halda uppi einhverri hlægilegri KONUNGSFJÖLSKYLDU .Hvað er að ?

Búa ekki þjófarnir í stórhýsum "sínum "ennþá? Hér og úti .

Nei ,hirðið þjófana og þýfið fyrst .

Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:46

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

„vissu forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða máttu vita, að bankakerfið gæti ekki staðið undir sér.“ Ég trúi ekki þessum eftirávísindum. Satt að segja voru allir -- kannski að einhverjum örfáum sem höfðu ekkert að segja og áttu enga rödd -- jafn grandalausir gagnvart þessum ósköpum. Alveg framundir það síðasta. Hefðu Kratar og Kommar vitað eitthvað meira en þeir flokkar sem þú gefur heiðurinn, hefðu þeir þá ekki átt að vara við hættunni? Eða gerðu þeir það? Það var þó hryggilega máttlaust, ef það var eitthvað, sem mig rekur raunar ekki minni til. Og við báðir, Mosi minn, vorum jafn bláeygir og allir hinir, keyptum hlutabréf og lögðum í peningarmarkaðssjóði.

Altént er málið núna að rísa úr öskustónni og leggja hönd á plóginn til sameiningar og sameiginlegs átaks. Ekki sundrungar.

Í krafti þess óska ég þér og þínum gleðilegs árs, með kosningum, kosningakryt og öðru því sem lítt má telja fallið til sameiningar þjóðarinnar.

Sigurður Hreiðar, 5.1.2010 kl. 23:42

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það var á einhverjum tímapunkti sem Davíð Oddssyni, Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu og sjálfsagt einhverjum fleirum ljóst að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Davíð kvaðst hafa „varað ríkisstjórnina margsinnis við“. Þessi tímapunktur getur varla hafa orðið mikið seinna en í febrúar 2008 þegar mjög ákveðin aðvörun kom í íslenskt stjórnkerfi með heimsókn sérlegs fjármálafræðings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Davíð hefur vísað til. En ekkert er gert. Hefði eftirlit með bankastarfseminni þá verið hert og þá sérstaklega með þessari miklu Icesave snilld þeirra Landsbankamanna hefði t.d. verið unnt að koma í veg fyrir að þeir hefðu hafið sín umdeildu viðskipti í Hollandi og í samvinnu við bresk yfirvöld komið í veg fyrir aukin umsvif í Bretlandi. Þá hefði einnig verið unnt að koma í veg fyrir að breskir braskarar eins og Róbert Tschenquiz hefði labbað út úr Kaupþing banka með 280 milljarða án fullnægjandi veða eða trygginga í sept. 2008.

Unnt hefði verið að koma í veg fyrir það versta sem gerðist 2008 hefði ríkisstjórnin og Seðlabankinn ekki verið steinsofandi á verðinum.

Er þetta kannski samsæriskenning um illa sofandi ráðamenn þjóðarinnar í aðdraganda hrunsins? Þeir vissu eða vita máttu að ef ekkert væri að gert, gæti allt farið á hinn versta veg sem raunin varð. Því miður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2010 kl. 07:51

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er að koma hjá þér. Nú ertu þó kominn með Samfylkinguna á sökudólgalistann ásamt Sjálfstæði og Framsókn. Haltu svona áfram, þá næst kannski að sameina þjóðina.

Sigurður Hreiðar, 6.1.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband