Af hverju er ekki unnt að halda fangelsi frá eiturlyfjum?

Litla Hraun er rammgerðasta fangelsi á Íslandi. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt að útiloka smygl á eiturlyfjum þangað þegar haft er í huga að fangar njóti takmarkaðra mannréttinda, t.d. þurfa þeir að sætta sig við að póstsendingar, bréf og bögglar sæti nákvæmri skoðun og að fylgst sé gjörla með athöfnum þeirra og jafnvel athafnaleysi.

Líklega er veiki hlekkurinn samskipti þeirra við gesti og þá sem ekki sæta fangelsisvist. Víða erlendis eru heimsóknir þannig fyrir komið að fangar geti ekki haft nein samskipti við gesti nema gegnum glervegg og í návist fangavarðar sem fylgist gjörla með að allt sé eftir ströngustu reglum.

Spurning er hvort einhvers staðar séu ekki einhverjir veikir hlekkir?

Fangar eiga eftir markmiðum fangavistar að koma eitthvað skárri þjóðfélagsþegnar út úr fangelsi en þeir fóru inn. Það tókst því miður ekki Framsóknarflokknum að gera Ísland laust við fíkniefni þrátt fyrir ansi brött markmið. En gætum við ekki tekið þau upp og byrjað á Litla Hrauni?

Mosi

 


mbl.is Sjö fíkniefnamál á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243033

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband