Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Vandræðalegt

Mjög lengi hafa póstsendingar sem ætlað var að fara til ákvörðunarstaðar á Íslandi, séu fyrir mistök send til Írlands. Spurning er hvernig fjármálafyrirtæki getur tryggt sig gegn svona mistökum enda er bótaábyrgð póstsins takmörkuð við einhverja hámarksfjárhæð.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er að öllum líkindum hárréttur, bæði formlega sem efnislega enda gerðar mjög strangar kröfur varðandi innköllun á kröfum.

Líklega hefði verið hyggilegra að senda símskeyti eða lýsa kröfu á annan sannanlegan hátt.

 Aðrir kröfuhafa geta glaðst yfir mistökunum sem gerð voru. Þeir fá væntanlega meira upp í sínar kröfur þegar þessi vogunarsjóður hefur misst af gæsinni.

Mosi


mbl.is 890 milljóna krafa kom of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of miklir fjármunir?

Þegar tekjustofnar eru öflugri en nauðsynleg útgjöld, þá getur það valdið að einhverjir falli í freistni sem kirkjan og aðrar trúarforréttingar berjast gegn. Í þessari krikjudeild sem kennir sig við hvítasunnuhátíðina var byggt stórt hús sem líkist ekki nokkurri kirkju heldur fremur stóru pakkhúsi. Sjálfsagt hefur verið hugsað til þess að hafa bygginguna einfalda og ódýra.

Valdimar Briem var mikill og góður kennimaður og sálmaskáld. Hann var sálnahirðir við litla kirkju Gnúpverja austur í sveitum. Þegar stórar kirkjur voru byggðar í Odda, Eyrarbakka og Stokkseyri nefndi sr. Valdimar þessa tegund kirkna „pakkhúskirkjur“ enda minntu þær sig á stóru pakkhúsin sem byggð voru fyrir vörur í kaupstöðum. Sr. Valdimar hélt mikið upp á lítil guðshús enda fer vel að iðka kristilegt uppeldi og guðfræðileg fræði í byggingum sem halda vel að sálartetrinu.

Fyrrum fjárhirðir þeirra Hvítasunnumanna hefur greinilega fallið í freistni í stóra pakkhúsinu sem byggt var í útjaðri Rauðarártúns.

Mosi


mbl.is Viðurkennir fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg áminning

Þetta gríðarlega mengunaróhapp má væntanlega rekja til kæruleysis einhverra þeirra sem starfa við þessa súrálsverksmiðju í Ungverjalandi. Svona lagað á ekki að geta átt sér stað þar sem öryggisbúnaður og eftirlit er í lagi.

Sjálfsagt er að eigandi viðkomandi rekstrar beri fulla ábyrgð og beri allan kostnað af þessu ástandi.

Áliðnaður á sér margar skuggahliðar og nú horfum við upp á þetta. Sennilega er þetta enn verra í þróunaríkjum eins og Afríku þar sem auðhringarnir hafa haslað sér völl og gera landsmenn sér háða. Við Íslendingar erum í mikillri hættu að vera háðir álbræðsluiðnaðinum um of en Landsvirkjun afhendir nú yfir 80% af rafmagnsframleiðslu sinni til stóriðjunnar.

Fyrir nokkrum mkisserum var sýnt frá mótmælum ítalskra verkamanna í fyrrum álbræðslum Alkóa, sama fyrirtækis og rekur álbræðsluna á Austurlandi. Þessum verksmiðjum var lokað vegna þess að þær þóttu ekki lengur hagkvæmar í rekstri.

Þannig leita auðhringar uppi hagstæðustu aðstæðurnar annars vegar þar sem aðföng, orka og vinnuafl er ódýrast. Gróðanum er hins vegar beint til þess lands þar sem skattaumhverfi er hvað hagstæðast.

Ef Bandaríkjamenn tæku upp á endurvinnslu einnota álumbúða væri unnt að loka flestum álbræðslum í Norður Evrópu. Svo mikið nota Bandaríkjamenn í umbúðir. Ekki þarf nema 5% af orkunni sem ella fer í að vinna ál úr hrááli.

Hvenær kemur að okkur?

Mosi


mbl.is Eyðileggingin breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð rannsókn á braskinu

Bankahrunið verður að öllum líkindum seint fullrannsakað.

Þessi rannsókn dregur vonandi sitt hvað fram sem ekki hefur áður verið ljóst.

Eitt furðulegasta málið tengist einkavæðingu Jarðborana á sínum tíma, breytingu Íslenska hlutabréfasjóðsins sem síðar varð almenningsfyrirtækið Atorka, sem MP banki tengdist mjög gegnum hlutabréfaeign MP í Jarðborunum. Síðan var stofnað Geysir Green Energy (átti kannski að skilja það sem Geysir grínorka?). Öll þessi fyrirtæki voru í almenningseigu og lífeyrissjóðanna að verulegu leyti sem töpuðu öllum sínum hlutabréfum í hruninu. Allt í einu er sænska skúffufyrirtækið Magma Energy en forstjóri þess á Íslandi er sá sami og var forstjóri Geysis grín.

Um þetta mál var ritað á: http://www.smugan.is/frettir/nr/3654

Þar er bent á dularfull tengsl bræðranna Árna og Þorsteins Sigfússona.

Það verður einnig mjög fróðlegt að sjá hvernig viðbrögð fyrsta flutningsmanns þessarar annars ágætu tillögu þegar farið verður að skoða tildrögin að því af hverju fyrirtækið Atorka greiddi 1 milljón í kosnignasjóð hans fyrir nokkru. Nú eru mjög margir sem töpuðu umtalsverðum fjármunum í þroti þess félags en eigurnar lifa góði lífi meðal braskaranna.

Mosi


mbl.is Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja lögð til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er „eðlileg“ vinna?

Ásbjörn hvetur listamenn að fá sér það sem hann kallar „eðlilega vinnu“. Hvaða fyrirbæri er það? Er það sama eða öðruvísi vinna en venjuleg launastörf? Eða er það eitthvað sem tengist eðli manna og dýra eins og Þórbergur gerði að umtalsefni og frægt er í upphafskafla Ofvitans?

Þingmaður þessi er flæktur í fjármálamisferli þannig að hann ætti nú að sitja á strák sínum. Að væna listamenn um að vera ofdekraðir kemur því úr allra hörðustu átt.

Af hverju ræðst Ásbjörn ekki fremur á kvótabraskið, svínaríið í kringum fjármálahneykslið, múturnar, undirferlin, skattsvikin og þar fram eftir götunum? Er hann kannski flæktur sjálfur í slíkt að hann sér ofsjónum yfir nokkrum krónum í listaspírurnar okkar?

Ef Ásbirni tækist að sýna fram á að unnt væri að leysa öll vandamál heims með því að strika út listamannalaun, þá fengi Ásbjörn örugglega næst margar tilnefningar um Nóbelsverðlaun í hagfræði.

Mosi


mbl.is Ásbjörn fundar með listamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Þráins Bertelssonar

Háttvirti þingmaður og bráðskemmtilegi rithöfundur!

Það verður ábyggilega bráðskemmtilegt fyrir hina sem sitja í Þingvallanefnd að fá þig í nefndina. Þú munt alveg ábyggilega lífga vel upp á hana sem oft er þörf en nú nauðsyn.

Verkefnin þín verða sjálfsagt ærin: taka þarf til eftir stórkarlalegar framkvæmdir eftir að nokkrir skítblánkir útrásarvíkingar sem þóttust vera ríkustu menn norðan Alpafjalla hugðust reisa gríðarstór hús með vínkjöllurum sem eru það stórir að inn í þá mætti hæglega koma fyrir frístundahúsi venjulegs fólks.

Á sínum tíma var Jónas frá Hriflu sem sumir nefna Hriflon, nánast einræðisherra varðandi Þingvöll. Hann er guðfaðir þeirrar hugmyndar að útdeila lóðum til fjármálamanna, vina og jafnvel vandamanna innan þjóðgarðsins og var hugsun hans sú að koma upp n.k. þrýstihóp gagnvart aðstandenda virkjanafrmkvæmda en mikill hugur hófst að byggja stíflu og hækka vatnsyfirborðið sem mest til að auka arðsemi Sogsvirkjana. Er sennilega Jónas einn helsti virkjanaandstæðingur á vissan hátt og langt á undan sinni samtíð.

Þá beitti Hriflon sér fyrir því að útbúa svonefndan „heiðursgrafreit“ að baki Þingvallarkirkju, n.k. þeim þekkta Arlington kirkjugarði vestur í jú-ess-sei. Eins og kunnugt er voru tvö skáld dysjuð þar með mikillri fyrirhöfn sitt hvoru megin án þess að vera spurð um, eru jafnvel áhöld um hvort í annarri gröfunni sé danskan leir að finna sem einu sinni var drykkfelldur bakari og jafnvel kannski portúgalskar sardínur.

Útlendingar sem mér er stundum trúað fyrir á sumrin spyrja mig iðulega og benda á grafreit þennan hvort þetta sé þyrlupallur, kannski ætlaðum byskup várum eða öðrum mikilvægum persónum samfélagsins?

Í dag er þar að kirkjubaki sem víðar á Þingvelli mikill gæsagangur iðkaður bæði seint og snemma.

Það má nefnilega benda hinum nýja nefndarmanni Þingvallanefndar á þá augljósu staðreynd að eftir að barrtré voru söguð niður í einhverju bríaríi í stórum stíl hérna um árið hefur grágæsum stórfjölgað í þinghelginni. Suma daga er jafnvel fleiri gæsir en mannfólk á Þingvelli. Er nú svo komið að sökum þess að gæsir þessar eiga til að skilja stykkin sín hvar sem er án þess að gæta þess að Þingvellir eru sagðir vera einna merkastur staður á gjörvöllu Ísland og jafnvel þó víðar sé leitað. Af þessu ástæðum hefur Þingvallakirkja verið lokuð fyrir túristum í allt sumar.

Tilefnið er að töluvert hefur borið á því að gæsaskítur hafi þá náttúru að þegar á er stigið, festist hann undir skótau flestra þeirra sem ganga um göngustíga á Þingvelli og berst jafnvel inn í kirkjuna. Hefur starfsfólk haft ærna vinnu við þrif af þessum sökum og þar sem nauðsyn ber að skera niður öll óþörf útgjöld í rekstri opinberra stofnana á borð við þjóðgarðinn á Þingvöllum - og þar með kirkjuna, er auðveldara að loka kirkjunni fyrir hnýsnum útlendingum sem og Íslendingum sem hvort sem er kunna ekki að koma í veg fyrir að þessi ófögnuður frá gæsunum berist inn í kirkjuna enda á hann ekkert brýnt erindi þangað.

Kannski mætti planta aftur barrtrjám á Þingvelli svo koma mætti í veg fyrir óþarflega mikið magn af gæsaskít sem nóg virðist vera nú af í þinghelginni og kringum kirkjuna.

Vonandi rekst okkar bráðskemmtilegi Þráinn á þessar línur með þeirri ósk að hann beiti sér sem best og mest í þágu þjóðgarðsins.

Og gangi þér vel í þínum góða praxís, kæri Þráinn!

Mosi


mbl.is Þráinn í Þingvallanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt

Hvernig getur Íslandsbanki neitað að afhenda eftirlitsnefnd umbeðnar sem upplýsingar?

Sjálfsagt er fyrir nefndina að fá þessar upplýsingar tafarlaust ef ekki með góðu, þá með málsókn, þ.e. beiðni til fógetaréttar um að umbeðnar upplýsingar verði framlagðar.

Ef einhver minnsti grunur um að einhver misferli hafi farið fram, ber að setja nauðsynlegar hömlur við starfsemi þeirrar fjárplógsstarfsemi sm um er að ræða.

Mosi


mbl.is Neitaði eftirlitsnefnd um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr!

Mörður hefur mikið til síns máls.

Bankarnir eru rót þess illa sem einkennir ástandið í samfélaginu. Þeim hefur öðru sinni verið breytt í ræningjabæli. Þar fer fram mjög gróf mismunun hvernig auðmönnum eru gefnar upp himinháar skuldir meðan þeim sem minnst mega sín verða að sitja uppi með okurlán á herðunum. Finna þarf sanngjarna lausn.

Vonandi þarf ekki að þjóðnýta bankana en það kemur auðvitað til greina til að bjarga þjóðinni frá enn meiri hörmungum.

Þau mótmæli sem í gær áttu sér stað einkenndust fremur af skrílslátum en þeim friðsömu mótmælum sem Hörður Torfason beitti sér fyrir hérna um árið. Þau mótmæli beindust í rétta átt. Mótmælin í gær var beint í ranga átt. Þeim bar að beina að bönkunum.

Við Íslendingar höfum aldrei í sögu lýðveldisins átt möguleika fyrr á því að hafa virkilega vinstri stjórn sem hefur það að markmiði að efla samfélag eins og það best þekkist í heiminum eins og á hinum Norðurlöndunum. Okkar samfélag hefur einkennst mjög af því að hér hafa tveir stjórnmálaflokkar skipt völdunum milli sín annað hvort annar eða báðir saman. Það endaði með skelfingu eins og við mátti búast þar sem valdagleði og græðgi stjórnar för.

Vonandi ber vinstri stjórnin okkar þá gæfu að leysa þessi hrikalegu vandamál og þá byggist allt á að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Við þurfum fyrst og fremst að leggja áherslu á að bönkunum sé stjórnað skynsamlega og að þeim verði sýnt nægilegt aðhald með stjórn og skipulag. Bankakerfið í dag er enn ofvaxið og þar tíðkast enn ofurlaun sem eru í engu samræmi við einhverja skynsemi.

Mörður: Haltu áfram þínu góða og farsæla starfi!

Mosi


mbl.is Mörður: Venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lykilatriðið

Bankarnir hafa dregið lappirnar að koma á móts við venjulega skuldsetta Íslendinga.

Þess má geta að „útrásarvíkingarnir“ sem komu okkur í þetta klandur, hafa margir hverjir fengið ótrúlega góða fyrirgreiðslu.

Í fréttum nýlega var sagt frá fyrirtæki í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar sem fékk 2.600 milljónir niðurfelldar í Landsbanka nú nýverið. Þá hafði stjórn fyrirtækisins að greiða eigendum sínum 600 milljóna arðgreiðslu þrátt fyrir bága stöðu. Er þetta eðlilegt?

Jóhanna hittir nákvæmlega naglann á höfuðið þegar hún bendir á þessa fursta í landinu sem stýra bönkunum. Var þeim rænt öðru sinni?

Má biðja um aðra rannsókn og núna á starfsemi okurbankanna?

Mosi 

 


mbl.is Bankarnir hafa dregið lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjal auðvaldskellingarinnar

Í mínu ungdæmi voru þær konur sem voru talsmenn kapítalismann kallaðar „auðvaldskellingar“. Eiginlega taldi Mosi þann tíma löngu liðinn.

En Ólöf Nordal telur að áliðnaður sé eini vaxtarbroddur atvinnulífs á Íslandi. Þó mætti benda eiginkonu forstjóra Alkóa að þegar Bandaríkjamenn myndu taka upp endurvinnslu á einnota álumbúðum, þá væri um svipað magn að ræða sem framleitt er af áli um alla noranverða álfuna.

Fyrir nokkru voru tveim álbræðslum Alkóa lokað fyrirvaralítiðá Ítalíu. Hvenær kemur að okkur skal ósagt látið.

Benda mætti þingkonunni og talsmanni áliðnaðar á Íslandi eru nú starfandi um 30 skógarhöggsmenn. Ný atvinnugrein sem enginn þingmaður hefur borið þá gæfu til að minnast einu aukateknu orði á. 30 ársverk gefa af sér líklega 10-15 „afleidd“ störf. Við erum að tala um 30-45 störf. Þetta slagar í 10% af álveri. Er stofnkosntaðurinn þó óverulegur en tekur tíma að koma skógrækt af stað, atvinnugrein sem er mun hollari en álbræðsla.

Mætti heyra annan boðskap en þann sem kemur frá auðvaldskellingum í byrjun 21. aldar!

Mosi


mbl.is Sagði að tími Jóhönnu væri liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband