Of miklir fjármunir?

Þegar tekjustofnar eru öflugri en nauðsynleg útgjöld, þá getur það valdið að einhverjir falli í freistni sem kirkjan og aðrar trúarforréttingar berjast gegn. Í þessari krikjudeild sem kennir sig við hvítasunnuhátíðina var byggt stórt hús sem líkist ekki nokkurri kirkju heldur fremur stóru pakkhúsi. Sjálfsagt hefur verið hugsað til þess að hafa bygginguna einfalda og ódýra.

Valdimar Briem var mikill og góður kennimaður og sálmaskáld. Hann var sálnahirðir við litla kirkju Gnúpverja austur í sveitum. Þegar stórar kirkjur voru byggðar í Odda, Eyrarbakka og Stokkseyri nefndi sr. Valdimar þessa tegund kirkna „pakkhúskirkjur“ enda minntu þær sig á stóru pakkhúsin sem byggð voru fyrir vörur í kaupstöðum. Sr. Valdimar hélt mikið upp á lítil guðshús enda fer vel að iðka kristilegt uppeldi og guðfræðileg fræði í byggingum sem halda vel að sálartetrinu.

Fyrrum fjárhirðir þeirra Hvítasunnumanna hefur greinilega fallið í freistni í stóra pakkhúsinu sem byggt var í útjaðri Rauðarártúns.

Mosi


mbl.is Viðurkennir fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er annar hver maður hér þjófur? það var kona í sendiráði Vín sem stakk tugi milljóna af skattfé okkar í rassvasann og svo einhver sem stal hjá Rauða Krossinum í Afríku ... fyrir utan stærstu þjófa sögunnar, útrásarvíkingana

magnús (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Annar hver - er það ekki dáldið hátt hlutfall: hvor okkar er þá þjófur eg eða þú ef staðhæfingin þín er rétt?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband