Mikilhæfur leiðtogi

Eftir kínverska spekinginn Lao Tse er haft að stýra ríki er eins og að sjóða marga mismunandi stóra fiska í sama potti.

Óhætt má segja að Rússlandi hefur ætíð verið erfitt að stýra, ríki sem nær yfir 10 tímabelti jarðar. Gildir þá engu þó land þetta hafi gengið undir öðrum heitum um tíma Ráðstjórnarríki eða Sovétríki.

Mikhaíl Gorbatsjof var rétti maðurinn á réttum stað og á réttum tíma að koma í veg fyrir gerræðisákvörðun sem flestir valdamenn hefðu gripið til, þegar allt var að bresta. Austur Þjóðverjar höfðu krafist aukinna mannréttinda þegar komið var fram á haust 1989 og í öðrum löndum Austur Evrópu var sama uppi á teningnum. Í Austur Berlín um hálfrar stundar gang í norðurátt frá Alexandersplatz er kirkja ein, kennd við garðinn Getsemane, þar sem Kristur átti hinstu samverustundir sínar með lærisveinum sínum. Í kirkju þessari þjónaði prestur einn sem hvatti fólk í Berlín eindregið til að krefjast aukinna mannréttinda, en bætti við: „Farið varlega, farið með friði og styggið ekki yfirvöldin með ósæmilegri framgöngu“. Þessi prestur mun hafa haft gríðarleg áhrif endu voru messurnar í kirkjunni hans mjög vel sóttar. Kirkjunnar menn eru svo sannarlega miklir mannvinir en vilja ekki fara óðslega.

Gorbatsjof átti ekki auðvelt með að sigla milli skers og báru við stjórnun Ráðstjórnarríkjanna. Sjálfsagt hefur aldrei verið neitt sældarbrauð fyrir mannvin að vera í þessari erfiðu stöðu. Hann var ætíð varkár, rétt eins og klerkurinn góði í Berlín, og forðaðist að beita valdi þó nóg hefði verið af liðsafla og vopnum. Kommúnisminn var alltaf alvarleg blindgata í mannkynssögunni þó svo kapítalisminn hafi sýnt mjög margar varhugaverðar hliðar og margar þær eru skuggalegar að ekki sé dýpra tekið í árina.

Síðastliðið sumar var Mosi ásamt fjölskyldu sinni nokkra daga í Berlín. Þessi borg sem var nánast gjöreydd í stríðinu er mikið ævintýri. Hún á sér fjölda margar hliðar, sumar fagrar, aðrar verri. Við sigldum klukkutímum saman um árnar Spree og Havel og gegnum gamla Landvarnarskurðinn sunnan við miðborgina. Við gengum víða um borgina, gegnum Unter der Linden, virtum fyrir okkur minnismerkið um bókabrennuna miklu á gamla háskólatorginu þaðan gengum gegnum Brandenburger hliðið og út á Potzdamer torg. Þaðan var stutt í „Hohle Zahn“ en svo nefna Berlínarbúar leifarnar af minningarkirkju Vilhjálms keisara sem hefur verið n.k. minnismerki um þessa gríðarlegu eyðileggingu sem hlaust af í þessu tilgangslausa stríði, sem skildi mörg lönd Evrópu og Asíu sem sviðna jörð. Ættu kirkjurústir þessar að vera öllum leiðtogum ævarandi áminning um að fara sér hægt og alls ekki óðslega við að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem síðar kunna að reynast rangar.

Heimurinn stendur í mikillri þakkarskuld við Mikhaíl Gorbatsjof. Og Þjóðverjar meta þennan merka þjóðarleiðtoga mjög mikils. Sennilegt er að mannkynssagan eigi eftir að skrifa hann sem einn af mikilhæfustu einstaklingum sögunnar sem farið hafa með gríðarleg völd og farið varfærnislega með þau. Á meðan Gorbatsjof var ráðamaður í Ráðstjórnarríkjunum átti hann t.d. aldrei þátt í að beitt væri hervaldi og hann vildi ætíð leysa erfið mál með lipurð og samningum.

Mosi


mbl.is Íhlutun hefði getað leitt til kjarnorkustríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband