Einkennileg aðferðafræði

Þessir þokkapiltar misnotuðu aðstöðu sína í bönkunum með því að taka lán fyrir fjárfestingum og eyðslu. Varla var nokkuð keypt en það var óðara veðsett til meiri umdeildra athafna, oft kaup á misjafnlega góðum forréttingum og oftast á allt of háu verði. Langtímamarkmið verða ekki fjármögnuð með skammtímalánum, er haft eftir þekktum bandarískum lögfræðingi, sérfræðing í gjaldþrotum í þætti BBC um bankahrunið í Bandaríkjunum og sýndur var 1. þáttur í síðustu viku. Lehmann Brothers bankinn var kominn af fótum fram. Honum hafði verið stýrt mjög gáleysislega rétt eins og íslensku bönkunum.

Það er furðulegt að íslensk stjórnvöld aðhöfðust ekkert. Meira að segja var Fjármálaeftirlitið notað til að beita blekkingum til að gefa í skyn að allt væri í himnalagi.

Venjulegt fólk safnar sér fyrir fjárfestingu og reynir að taka eins lítil lán og unnt er, helst engin. Sparnaður þessa fólks hefur verið dreginn inn í fjárglæfri þessara þokkapilta sem þeir hafa gert að engu.

Mosi


mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já og enginn af þessum glæpamönnum enn þurft að sæta öðru en kaffispjalli hjá "yfirvöldum"

zappa (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

það er löngu tími til kominn að smala til --------- þannig var og er gert til sveita þegar haustar og vetur er framundan.

Sigurður Haraldsson, 8.11.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband