Afleiðing gróðahyggjunnar?

Ábyrgð á varhugaverðum svæðum virðist ekki vera fyllilega ljós. Okkur leiðsögumönnum sem fara með ferðahópa um hættulegar slóðir eru lagðar ríkar lífsreglur að vara við öllum hættum, sem búast má við á hverjum stað. Þar er Geyssisvæðið ofarlega á blaði.

En það eru ferðamennirnir sem ferðast á eigin vegum sem ekki varast hætturnar. Þeir valsa um allar grundir kringum hveri sem annars staðar eins og fossa. Nokkrir óvarkárir ferðamenn hafa dottið niður í gljúfrin neðan við Dettifoss og Gullfoss.

Geysissvæðið hefur verið um alllanga hríð í einkaeign. Um aldamótin 1900 komst Geysir í eigu erlends auðkýfings sem gerði sér vonir um að græða mikið af Geysi rétt eins og til stóð með Gullfoss á sínum tíma. Það hefur oft vafist fyrir eigendum fasteignar að honum ber ekki aðeins réttur heldur eru ýmsar skyldur lagðar á hann.

Fyrir nokkrum misserum var samþykkt þingmál tengdum fjárlagafrumvarpi að veita íslenska ríkinu heimild að kaupa Geysissvæðið. Sennilega hafa viðræður um kaup þessa svæðis ekki enn verið til lykta leidd og því enn ekki ljóst hverjum beri ábyrgð og réttargæsla.

Óskandi er að á þessu verði sem fyrst breyting enda er ferðaþjónusta vænlegri til arðvænlegrar atvinnusköpunar í samfélaginu en áliðnaður sem allt of mikil áhersla hefur verið á á undanförnum árum.

Öryggismál á ferðamannastöðum á Íslandi er okkur því miður til mikils vansa og við þurfum nú þegar að láta framkvæma nauðsynlegustu aðgerðir.

Mosi

 


mbl.is Aðgengi við Geysi ábótavant?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242968

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband