Vafasöm fortíð Valgerðar sem ráðherra

Þegar Valgerður gerðist iðnaðarráðherra fékk hún það vafasama verkefni að berja Kárahnjúkavirkjunina í gegn um þingið. Hagfræðingar vöruðu mjög alvarlega við þessari framkvæmd enda hún allt of mikið þensluvaldandi í litlu hagkerfi. Vegna þess að allt of mikið af erlendu lánsfé streymdi inn í þetta litla hagkerfi okkar varð til það sem nefna má gerfi góðæri. Engin raunveruleg verðmæti byggð á vinnu okkar Íslendinga sjálfra, heldur var þetta mikla fé nánast til þess að auka innflutning á ýmsum lúxúsvarningi inn í landið.

Nú súpum við seyðið af þessu sukki. Kárahnjúkavirkjunin var sérstakt hugðarefni Framsóknarflokksins. Með virkjuninni fékk Framsóknarflokkurinn nokkur fleiri atkvæði í kosningum 2003 en áður og má fullyrða að Kárahnjúkavirkjunin sé einn dýrasti kosningavíxill sem um getur, ekki aðeins í sögu þjóðarinnar heldur víðar.

Framsóknarflokkurinn hefur því miður valdið meiri vandræðum en gagn í íslensku samfélagi. Mikil spilling hefur auk þess verið fylgifiskur þessa flokks öðrum flokkum fremur.

Því mætti gjarnan fara alvarlega að huga að því að leggja hann niður.

Mosi


mbl.is Valgerður fær jafnréttisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar er ég fullkomlega sammála þér. En stjórnmálaflokkur verður aldrei betri en fólkið sem velst til forystu í honum. Og þar með ekki verri heldur.

Sigurður Atlason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt, þessi flokkur hefur gert mun meira ógagn en gagn.  Ég er reyndar mjög hissa á að hann hafi ekki verið lagður niður, því hann er algjör tímaskekkja, hefði átt að lognast útaf á síðustu öld. 

Sigurbjörg, 18.1.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvort ekki hefði verið hyggilegra að leggja Framsóknarflokkinn niður og stofna nýjan þar sem tengslin við spillinguna hefðu verið rofin.

Varðandi þessa nýju flokksforystu sem kjörin var í gær þá er spurning hvenær „flokkseigendurnir“, peningamennirnir sem raunverulega stjórna bak við tjöldin, grípi inn í og seti inn stefnuna. Þá skiptir nýr kompás litlu máli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband