Yngingin í flokki spillingarinnar

Alltaf þykir vera í kurteysiskyni ástæða að óska til hamingju þeim sem náð hafa góðum árangri. En í þessum Framsóknarflokki, stjórnmálaflokki sem alltof lengi hefur verið tengdur mjög alvarlegri spillingu af ýmsu tagi þá er spurning hversu lengi ungliðarnir standi spillingaöflunum í flokknum snúning.

Varðandi þessa nýju flokksforystu sem kjörin var í gær þá er spurning hvenær „flokkseigendurnir“, peningamennirnir sem raunverulega stjórna bak við tjöldin, grípa fram fyrir hendurnar á unglingunum og setji inn stefnuna eins og þeir vilja. Þá skiptir nýr kompás í brúnni sáralitlu máli.

Spurning er hvort ekki hefði verið hyggilegra að leggja Framsóknarflokkinn niður með manni og mús. Betra hefði verið að stofna nýjan flokk tengdan hagsmunum bænda og annarra dreifbýlinga þar sem tengslin við spillinguna hefðu verið algjörlega rofin.

Mosi


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarmenn gerðu afdrifarík mistök

Sjálfsagðasti kosturinn var Siv Friðleifs -

Þetta er hinsvegar góð niðurstaða fyrir aðra flokka

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Að skipta um kennitölu breytir engu, flokkar eru ekkert nema fólkið sem í þeim er. Þegar fólkið í landinu kýs sér nýja forystu muna menn eftir fólki ekki vörumerkjum.

Þess vegna er afar gott að fá glænýtt fólk til forystu framsóknarflokksins, ætli hinir flokkarnir svari kalli fólksins um breytingar?

Efast stórlega um það.

Jón Finnbogason, 19.1.2009 kl. 10:36

3 identicon

Finnur Ingólfsson er búinn að koma sér fyrir í framsóknarflokknum.Bæði nýi Formaðurinn Sigmundur og nýi varaformaðurinn Birkir Jón,eru dindlar Finns og Halldórs Ásgímssonar,það á eftir að koma í ljós.

Númi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242934

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband