Olíuverðið og samráð olíufélaganna

Fyrir nokkrum árum var sannað að olíufélögin hefðu með sér samráð um verðlagningu á þjónustu sinni.

Undanfarið ár hefur olíuverð farið mjög hækkandi og s.l. vetur og vor komst verðið í hæstu tölur sem sést hefur. Íslewnsku olíufélögin hafa verið óvenjulega samstíga með verð á eldsneytinu. Þau hafa verið mjög treg að lækka þegar verðið hefur lækkað en verið óvenjufljót að hækka jafnvel um leið og orðrómur kemst á kreik einhvers staðar í heiminum að verð hafi hækkað. Þá þegar hefur verðið hækkað hér heima.

Nú hefur heimsmarkaðsverðið hins vegar  lækkað mjög verulega án þess að verð hafi lækkað hér meira en 10% eða svo. þetta er mjög tortryggilegt. Á dögunum var birt yfirlit þar sem glögglega kemur í ljós að olíufélögin hafi greinilega með samráða halað inn sem nemur allt að 200 milljónum aukalega á mánuði með of hárri álagningu en verið hefur.

Fyllsta ástæða er til að verðlagsyfirvöld og Samkeppnisstofnun fari nú á kreik og skoði þessi mál. Oft er þörf en nú er nauðsyn enda er fátt sem ofarlega er á baugi nú í íslæensku samfélagi en að koma böndum á dýrtíðina sem grassað hefur án þess að nokkuð hefði verið unnt að hemja hana.

Ljóst er að græðgin er undirrót dýrtíðarinnar og allrar ógæfu Íslendinga!

Mosi 

 


mbl.is Hráolíuverð niður fyrir 120 dali á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242973

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband