Eina góða ráðið

Nú eru ungar að klekjast úr eggjunum. Eina góða ráðið sem við getum gert er auðvitað að halda annað hvort köttunum innandyra eða ef þeim er hleypt út, að setja á þá bjöllur. Kettir ná því sem þeir ætla sér en athygli vekur að þeir klifra ekki upp í hvaða tré sem er: tré sem hafa mikla trjákvoðu, einkum barrtré á borð við furu og greni, eru ekki sérstaklega kattavæn. Um leið og kötturinn læsir klónum í stofninn, vellur nánast um leið seig trjákvoðan sem kettinum er meinilla við enda tekur það hann langan tíma að þrífa sig á eftir. Þó eru til kettir sem láta þetta ekkert á sig fá, eru ekki eins pjattaðir og þessir „venjulegu“ sófakettir.

Það er mikils vert að gefa ungum fuglum tækifæri að spreyta sig sem mest sjálfir. Þeir kynnast því eiginlega frá fyrsta degi að lífið er enginn leikur og þar þarf að vera hygginn að læra sem fyrst hvar hætturnar leynast sem og hvar unnt er að finna æti á sem auðveldastan og hættuminnsta hátt.

Fuglarnir eru miklir gleðigjafar. En vonbrigðin eru oft mikil og sár þegar illa fer en gleðin og ánægjan því meiri þegar þeim tekst vel til. 

Mosi 


mbl.is Ekki „bjarga" fuglsungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Ég vildi óska þess að fólk hefði vit á að halda köttunum sínum inni á þessum árstíma. Við vöktum garðinn hérna ef að við sjáum að ungarnir eru komnir á stjá. Enda veitir ekkert af, því miður.

Góð færsla og óskandi að fólk taki ábendinguna til sín. :) 

Ellý, 4.6.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband