Mosfellsheiði

Í dag gekk Mosi á Mosfellsheiði og lagði upp vestan við Leirvogsvatn. Veður var hið besta, heiðskýrt, mikil sól til að byrja með en síðdegis þykknaði smám saman upp með nokkurri austanátt. Eftir að hafa gengið suður með vatninu að vestanverðu lagði eg á Heiðina skammt frá þar sem vermennirnir urðu úti í mars 1857 í aftakaveðri. Stefnt var í suðaustur og ekki linnt ferðinni fyrr en hjá vörðunni skammt austan við yngri sæluhústóftina við Þingvallaveginn , sjá mynd: Gamli Þingvallavegurinn. Á myndinn sést greinilega hve vegurinn er orðinn illfær enda er allur ofaníburður löngu farinn. Síðast mun vegurinn hafa verið lagfærður vegna Lýðveldishátiðarinnar 1944.

Tóftin af sæluhúsinu sem er þarna örskammt frá veginum. Húsið var byggt fyrir um 120 árum en þakið gaf sig, fauk út í buskann og þá voru dagar hússins taldir enda mikið veðravíti þarna á vetrum. Næsta mynd er tekin skammt vestan við tóftina sem sjá má bera í Ármannsfell milli Botnssúlna og Þórisjökuls til veinstri en Skjaldbreiðar hægra megin. í forgrunni má greinilega sjá djúp nýleg för eftir vélknúin ökutæki. Steinahleðslan sem sjá má þvert yfir veginn eru leifar af ræsi. Þegar vegur þessi var lagður, var þetta vandaðasta vegagerð á Íslandi og þá mun fyrst hafa verið lögð ræsi við vegagerð. Er mjög miður að þessi mannvirki eru nánast eyðilögð fyrir hugsanaleysi. 

Það er mjög mikil þörf að friðlýsa þennan veg og loka honum fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Sumir telja sér heimilt að djöflast þarna yfir á jeppum, fjórhjólum og torfæruhjólum.  Akstur eftir þessum gamla vegi er orðinn mjög torveldur enda hafa víða myndast aukaspor þar sem ökumenn hafa ekið utan við veginn.

Síðasta myndirnar ættu að skýra sig sjálfar: afleiðingar utanvegaaksturs geta orðið mjög afsrifaríkar. Við eina torfæruna var hluti bílnúmers sem rifnað hefur af. Og þetta stóra púströr tók eg með ásamt fleira rusli sem eg hirti upp, fullt fangið af drasli af Heiðinni. Allt tók eg með til byggða og kom í Sorpu.

Hvet eindregið Umhverfisráðuneytið að taka á þessu máli: friða Þingvallaveginn gamla sem merka mannvirkjagerð frá lokum 19. aldar. Í Mosfellsbæ hefur komið upp sú hugmynd að bæjarstjórn Mosfellsbæjar geri Mosfellsheiði að friðlandi.

Á leiðinni til baka ákvað Mosi að taka á sig dálítinn krók, gekk á Borgarhóla og þaðan um Háamel og í átt að Leirvogsvatni. Á leiðinni rakst hann á þessa gömlu reiðleið úr Mosfellsdal um Bringur og á Háamel sem vonandi fær að vera í friði fyrir þeim sem gjarnan vilja fara á sínum vélknúnu ökutækjum. Þeir gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að eyðileggja fornar minjar.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband