Hver er ábyrgð ráðherra?

Þegar ráðherra gefur út einhliða veiðileyfi til hvalveiða án þess að bera slíka ákvörðun undir aðra ráðherra gæti það skapað grafalvarlega stöðu innan ríkisstjórnar. Nú er ljóst að annar ríkisstjórnarflokkurinn er alls ekki hlynntur hvalveiðum þá er spurning hvort þingmeirihluti sé fyrir þessari umdeildu ákvörðun.

Spurning er hvort þetta gæti leitt af sér atburðarás sem gæti hugsanlega leitt til alvarlegs skoðanaágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Hver er ábyrgð ráðherra í þessu sambandi? Hefur hann stuðning forsætisráðherra í þessu einkennilega deilumáli þar sem gefið er út formlegt leyfi þó svo ljóst er að andmælaréttur gagnstæðra sjónarmiða hefur ekki verið virtur? Ljóst er að ráðherra er kominn út á ystu nöf og hann nýtur ekki trausts allrar þjóðarinnar með þessari umdeildu og hroðvirknislegu leyfisveitingu.

Getur ráðherra hugsanlega bakað sér ábyrgð gagnvart lögum um ráðherraábyrgð og að kalla þurfi Landsdóm saman? Landsdómur fjallar um embættisafglöp rtáðherra og voru lög um það sett snemma á síðustu öld. Því miður hefur aldrei reynt á lög þessi þó svo oft hafi verið tilefni verið til þess.

Oft er þörf en nú er nauðsyn. Ráðherra getur ekki ákveðið með einhliða ákvörðun íþyngjandi skyldurgagnvart sumum þegnum landsins án þess að lög eða reglur þaraðlútandi kveða skýrt þar um að veita á sama hátt leyfi á kostnað annarra hagsmunaaðila sem ekki hafa fengið tækifæri að tjá sig um málið áður en ákvörðun var tekin. Með þessu er ráðherra að taka gríðarmikla áhættu sem getur valdið því að honum er síður treystandi aðfara með opinbert vald. Hvalaskoðunarfyrirtækin eiga gríðarlegra hagsmuna að gæta. Það er fullljóst að hvalveiðimenn fara stystu leiðina að drepa þá hvali sem ráðherra hefur á eigið einsdæmi gefið veiðileyfi út á.

Hvalaskoðun og hvalveiðar fara aldrei saman. Hagsmunaárekstrarnir eru augljósir.

Það er krafa mín að ráðherra afturkalli þegar í stað þessar umdeildu veiðileyfi, biðji hvalaskoðunarfyrirtækin skilyrðislaust afsökunar á frumhlaupi sínu. Ella ber honum að segja af sér embætti enda nýtur hann ekki trausts þeirra aðila sem hann hefur brotið gegn.

Mosi 

 

 

 


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við að friða þessa skepnu ævilangt? Við erum fiskveiðiþjóð og stundum þær veiðar. Við höfum áhrif á lífríkið í sjónum. Hvaða vitleysisskapur er að friða alla hvalategundir af því að fólk vilji koma hingað til Íslands og sjá þessar skepnur! Þetta er hálfvitaskapur. Hrefnur eru kjöt, við borðum kjöt. PUNKTUR. Ef á að breyta þessu landi í skoðunarstöð þá skulið þið leggja fiskveiðiflotanum strax.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Haraldur Pálsson

Mjög mikið sammála honum Þresti Halldórs! Við getum ekki lifað á ferðamannakjöti.

Haraldur Pálsson, 20.5.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allar auðlindir jarðar ber að umgangast með fyllstu gát. Þó svo við VORUM fiskveiðiþjóð, þá eru fiskveiðar smám saman að þoka fyrir ýmsu öðru.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrétt hjá þér Guðjón: Allar auðlindir jarðar þarf að umgangast með fyllstu gát og fiskveiðar eru smám saman að þoka fyrir öðru.... meðal annars hval. Við umgöngumst ekki auðlindina með fyllstu gát. Við erum hluti af náttúrunni og því megum við ekki raska jafnvæginu. Við þyrftum að veiða áfram stórhveli, ekki bara þessar 40 hrefnur sem  er auðvitað lítið brot af um 50.000 dýra hrefnustofni hér við land. Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að 400 hrefnur yrðu veiddar. Með því að friða alfarið hluta af sjávardýrunum er við að stefna lífríki sjávar í hættu með slæmri umgengni um auðlindina. Við erum að raska jafnvæginu með því að veiða ekki hval. - Vissulega hafa fiskveiðar líka þokað fyrir stóriðjunni. Álútflutningur vegur orðið meira en áður í útflutningi. Stóriðjan hefur líka lokkað til sín marga sjómenn, meðal annars vegna minni tekjumöguleika á sjó. - Ég ætla rétt að vona að það sé ekki draumsýn þín að fiskveiðar þoki alveg fyrir stóriðju. Þá erum við illa stödd og ekki etum við helvítis álið.

Haraldur Bjarnason, 20.5.2008 kl. 22:34

5 identicon

Ég er að mestu sammála Haraldi Bjarnasyni hér að ofan.

Við þurfum að ganga um nátúruna með aðgát og stunda sjálfbærar veiðar kringum landið.  Það þarf að passa upp á að raska ekki mikið jafnvæginu í nátúrunni.

En umhverfisvern getur nú stundum verið skrýtið fyrirbæri og þegar verið er að friða eina dýrategun eða gera aðra hluti til að minka mengun getur það stundum haft önnur áhrif en lagt var af stað með í upphafi.  Þannig vill ég meina að friðun hvalastofna hafi gengið of langt og held ég að með því að veiða t.d. 0,1% af hrefnustofninum (40 dýr) geti það ekki skapað hrefnustofninum hættu, en hrefnan er hins vegar í samkeppni við okkur í að veiða þorskinn.

Þannig er nú líka hægt að benda á dæmi þar sem menn eru farnir að nota lífrænt eldsneiti unnið úr (að ég held maís), þetta minkar mengun en skapar þau vandamál að maís hefur hækkað gífurlega í verði og á líklegast eftir að valda hungursneyð í fátækari löndum þar sem hann er ræktaður.

Þannig var þetta nú einu sinni á Íslandi, að fólk mátti ekki borða þorsk þar sem hann var verðmæt útfluttningsvara og varð því landinn gera sér að góðu ýsuna (sem er lélegasti matfiskurinn).  Við vorum svo fátæk að við gátum ekki leyft okkur að borða útfluttningsvöruna.  Staðreyndinn er að Þorskurinn er margfallt betri matur en ýsa og svo vilja menn að hrefnan og aðrir hvalir borði þorskinn frá okkur.

takk fyrir mig. 

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:49

6 identicon

Gleymdi nú að minnast á að hrefnan og hvalir borða líka talsvert af loðustofninum kringum landið þannig að hvalir eru í samkeppni við þorskinn um loðnuna og annað æti. hvalirnir eru í samkeppni við manninn um að éta þorskinn og annan fisk.

ef hvölum fjölgar of mikið verður ekkert æti fyrir hina og þá fer hvalurinn að deyja úr hungri. Það er svar nátúrunnar við offjölgun.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband