Dapurleg ákvörðun

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að leyfa hrefnuveiðar er ekki aðeins umdeild, hún er mjög dapurleg og beinlínis röng í ljósi þess að nóg virðist vera af birgðum af hrefnuafurðum frá fyrri veiðum. Er beinlínis verið vísvitandi að grafa undan ferðaþjónustunni? Því miður hafa yfirvöld ekki sýnt ferðaþjónustunni neinn verulegan skilning en hlustað því meir á óskir þeirra sem virðast vera óheft veiðimennska í blóð borin.

Ekki er að sjá að nein skilyrði séu bundin þessari furðulegu leyfisveitingu annað en að rætt er um hámarksfjölda þeirra dýra sem sjávarútvegsráðherranum þykir sjálfsagt að deyða. Ekki virðist vikið að neinu tagi að nánari skilyrðum hvar veiða megi dýrin á Faxaflóa. Sennilega verða þau dýr drepin á þeim slóðum þar sem það er auðveldast og lítilmannlegast, jafnvel framan við augu þeirra ferðamanna sem borgað hafa ferðir til Íslands dýrum dómum m.a. til að skoða hvali.

Hvet eindregið hvalaskoðunarfyrirtæki að lýsa yfir að geri megi ráð fyrir að þau krefjist eðlilegra skaðabóta úr hendi ríkissjóðs f.h. fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra enda hafa þau gríðarlega hagsmuni að gæta.

Hvalveiðar á vegum sjávarútvegsráðherra eru tímaskekkja. Þessi leyfisveiting er honum til mikils vansa og gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

Mosi


mbl.is Veiðimenn ekki farnir af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskaplega er nú gott að vita til þess hvað menn eru jákvæðir og málefnalegir.  Af hverju ættu hvalaskoðunarmenn að krefjast skaðabóta og hvaða forsendur geta legið þar að baki?  Á hverju ári heyrist þetta VÆL að hvalveiðar grafi undan ferðaþjónustunni en svo kemur alltaf í ljós,í það minnsta samkvæmt bókum hvalaskoðunarfyrirtækja, að það er alltaf aukning í þessar ferðir milli ára.  Það væri kannski tilvalið fyrir hvalaskoðunarfyrirtækin að bjóða uppá grillað hrefnukjöt í þessum ferðum sínum.

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 11:30

2 identicon

Langar að leiðrétta einn punkt. Það eru ekki til neinar birgðir af hrefnukjöti en það seldist upp síðasta haust þar sem þetta þótti frábær grillmatur.

Merkilegt líka að halda því fram að það sé ekki hægt að veiða og skoða hvali samhliða. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er ekki væl: þetta er bláköld skynsemi.

Mér finnst sá sem telur að unnt sé að sýna ferðamönnum e-ð sem þeim finnst eftirsóknarvert að sjá og bjóða þeim síðan að bragða á, hafa mjög skrýtna kímnigáfu. Ekki er unnt bæði að halda og sleppa.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 11:53

4 identicon

Það asnalegasta við þessar hrefnuveiðar er að með þeim er alið á útúrboruhætti og útnesjamennsku. Við vitum betur en fólk almennt úti um allan heim. Það er ekki nokkur leið að útskýra rökin fyrir hvalveiðum. Venjulegt fólk skilur þetta ekki - eðlilega. Hvalveiðarnar virðast vera tilfinningamál manna sem bara heimta að fá að berja höfðinu við steininn. Við verðum bara að sýna heimbyggðinni að við eru sko kallar í krapinu héddna og munar ekki um að skjóta okkur í löppina. Maður gæti haldið að sumir þessara hvalveiðisinna hefðu ekkert annað gert alla ævi en að pissa í saltan sjó með lopavettlinga á höndunum og víðsýnin eftir því.

grasagudda (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Spurningin er hvort að við eigum ekki að fa að raða okkar málum sjalfir mér finnst það einfaldlega það eina rétta.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.5.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242963

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband