Jarðhitinn og ferðamenn

Fyrir allmörgum árum var Mosi á tindi Pico de Teide, hæsta fjalli Spánar og er fjall þetta hluti fornar öskju á Teneriffe (Tenerife á ensku). Þarna var mjög kalt og hafði Mosi allan þann skjólgóða fatnað frá Íslandi meðferðis til að varast kuldann, lopapeysunni ógleymdri, nokkrum þýskum ferðamönnum til mikillrar undrunar meðan beðið var að komast með svifkláfnum upp í efri stöðina. Þeir voru hins vegar flestir léttklæddir og á stuttbuxum. Þegar út úr kláfnum kom, þá var um 10-12 stiga frost og vildu þeir komast sem fyrst niður aftur. En Mosi steðjaði af stað ásamt fjölskyldu sinni og þræddum við göngustíg upp fjallið gegnum hrauntröð sem minnti einna helst á Búrfellsgjá sunnan Hafnarfjarðar. Þarna eru víða glufur og var unnt að stinga köldum fingrum til að orna sér. Brennisteinsfnykurinn lét ekki á sér standa og satt best að segja hefur Mosi sjaldan fundið sig jafn mikið og hann  væri „heima hjá sér“ á Íslandi.

Nú er ekki lengur heimilt að ganga á Pico de Teide nema með afar ströngum skilyrðum. Ferðamenn hafa orðið þarna úti vegna vosbúðar og farið með léttúð um þetta varhugaverða fjall. Kláfferjan mun nú einungis vera notuð í þágu vísindanna enda þótti hún fremur afkastalítil og mikill kostnaður við rekstur hennar.

Á Lanzarote er eldfjallagarður og að jafnaði langar biðraðir ferðafólks að komast að. Undarlegt er að Suðurnesjamenn leggi ekki meiri áherslu á svona þjónustu en að vilja byggja enn eitt álverið. Svo er fyrir löngu orðinn grundvöllur fyrir öðru Bláu eða grænu lóni, unnt væri að útbúa eftirsótta baðströnd í Stóru Sandvík og efla ferðaþjónustu jafnvel allt árið. Jafnvel í kolbrjáluðu vetrarveðri heillar brimið úti við Reykjanesvita alla ferðamenn sem kynnast vilja náttúrunni.

Já, það er sitthvað sem við getum lært af öðrum þjóðum sem og að miðla af okkar miklu reynslu og þekkingu á sviði jarðhitanýtingar.

Mosi


mbl.is Íslendingar rannsaka jarðhita á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband