Óeirðir í Danmörku

Einkennilegt er að dönsk stjórnvöld virðast ekkert ráða við að stemma stigu við þessum hermdarverkalýð. Að brenna skóla og bókasöfn virðist ekki benda til sérlegra hárrar greindarvísitölu þeirra óþokkapilta sem þarna bera ábyrgð.

Danski múslimaklerkurinn stendur sig vel að reyna að hafa stjórn á þessu liði með því að segja að Múhameð hafi ekki boðað að bera eld í hús og brunabíla. En hvers vegna hlusta ekki allir á hann? Eru aðrir en múslimar sem standa að baki? Þekkt er að í hópi þeirra sem mótmæla eru oft ýmsir pörupiltar sem kappkosta að koma af stað slagsmálum og öðrum illindum.

Danska lögreglan þarf að herða viðbrögð og mætti hafa frönsku lögregluna sem fyrirmynd. Ekki dugði minna en 1000 lögreglumenn til að ráðast inn í eitt borgarhverfi Parísar til að koma lögum og skikk á þar. Nú er töluvert tekið af myndum af þessum óeirðum og á internetinu eru ábyggilega fjöldinn allur af haldgóðum upplýsingum sem lögreglan ætti að geta nýtt sér til að upplýsa hverjir kunna að hafa hvatt til ólöglegra athafna og jafnvel gengið fram fyrir skjöldu með vondu fordæmi. Hér reynir á hversu lögreglan er vel búin tækjum og mannskap til að sinna þessu mikilvæga verkefni í þágu borgaranna. Eitt meginhlutverk lögreglunnar er jú að kappkosta að koma í veg fyrir að svona gerist. Í versta falli er kannski nauðsynlegt að setja á útgöngubann í þeim hverfum þar sem uppivöðslumenn virðast vera einna virkastir.

Mosi


mbl.is Spenna í dönskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er bara sjálfskaparviti að mínu áliti/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.2.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242968

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband