Gjörólíkt fjármalalíf

Í Japan eru stýrivextir 0,5% - hálft prósentustig!

Á Íslandi í sæluríki Sjálfstæðisflokksins eru þeir 13,75% eða 27,5 sinnum hærri en í Japan!!!

Þetta er með öllu óskiljanlegt rétt eins og fréttatilkynningin sem birtist í Morgunkornum Glitnis nú í morgun:

„Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, færði rök fyrir vaxtaákvörðuninni á fréttamannafundi eftir stýrivaxtatilkynninguna og sagði hann að verðbólguhorfur til skamms tíma væru lakari en á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans í desember á árinu sem leið. Þá væri ólíklegt að lakari fjármálaskilyrði nú myndu leiða til hraðari hjöðnunar verðbólgu framan af spátímans, en Seðlabankinn birti síðast þjóðhags- og verðbólguspá 1. nóvember sl. Verðbólguhorfur til lengri tíma hefðu hins vegar ekki breyst með óyggjandi hætti.“

Satt best að segja er þetta eins og latína fyrir Mosa. Eru æðstu yfirmenn banka gjörsamlega að týna sér í skrúðmælgi og orðhengilshætti? Eru „verðbólguhorfur“ hliðstætt hugtak og „veðurhorfur“? Hvernig geta horfur orðið lakari og þá miðað þá við hvað? Rétt væri að þær geta góðar eða slæmar en þá þarf að miða þær við meðaltal eða e-ð annað sem er mælanlegt eða sjáanlegt. Seðlabankastjórinn íslenski miðar rökstuðning sinn við fyrri ákvörðun æðstaráðsins í efnahagsmálum landsins en er hún áþreifanleg eða mælanleg? Nei ekki undir neinum kringumstæðum því hún er aðeins ákveðin yfirlýsing rétt eins og í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Þá töldu loddaranir kónginn trú um að hann væri í fínustu klæðum þó svo hann væri gjörsamlega nakinn!

Nú getur svo farið að einn maður getur komið í veg fyrir að kjarasamningar verði að staðreynd. Lykillinn að þeir verði endanlega samþykktir og undirskrifaðir er að Seðlabankinn lækki okurvextina í landinu. Einstaklingar og fyrirtækin eru að kikna undan vaxtaokrinu sem á nánast hvergi sína hliðstæðu á byggðu bóli nema helst þá vera skyldi í Tyrklandi!

Mosi skorar á Davíð að endurskoða ákvörðun sína og lækka vextina. Að öðrum kosti á hann að segja af sér og það á stundinni!

Mosi


mbl.is Óbreyttir vextir í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Málið er það að hann Davíð fær einhvern texta á blaði sem aðrir sérfræðingar innan bankans hafa búið til fyrir hann. Svo les dabbi þetta og er furða að þetta hljómar eins og kínverska? Hann er mataður af öðrum í Seðlabankanum. Hann sjálfur hefur ekki hundsvit á hagfræði. Það á að setja lög sem bana svona pólitíska greiðastarfsemi. Greiðastarfsemi sem réttir svona pólitíks tíkum seðlabankastjóra starfið upp í hendurnar.

Jón Svan Sigurðsson, 15.2.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Stýrivextir eru eins og öfugur Hrói Höttur. Niður með þá.!

Jón Halldór Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er skemmtilega og vel fram sett grein,og sönn!!!,en dapurleg/Halli  gamli

Haraldur Haraldsson, 15.2.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband