Gamli miðbærinn

Margir hafa tjáð sig um húsafriðun að undanförnu og sitt sýnst hverjum. 

Ekki er lýsingin fögur á þessum gömlu húsum sem styrinn stendur nú um, neðst á Laugaveginum. Auðvitað voru þau börn síns tíma. En hvað á að koma í staðinn? Braskarinn sem kaupir einhverja fasteign til að rífa fylgifé hennar, gömul hús, vildi helst af öllu byggja 50 hæða hús til að fá sem mest fyrir fjárfestingu sína. Sú hugmynd nær auðvitað ekki nokkurri átt sökum grenndarsjónarmiða.

Lögfræðilega hugtakið fasteign er tiltekinn flötur af yfirborði jarðar og inn að miðju hennar. Mannvirki sem eru á fasteigninni er talið fylgifé hennar eins og við höfum orðið vitni að: unnt er að rífa, flytja og jafnvel brenna þetta fylgifé fyrir hunda og manna fótum og ekkert er gert meira í því.

Vandræðin vegna þessara gömlu húsa nú er að á sínum tíma „gleymdist“ að setja dálitla kvöð af Reykjavíkurborg um það að hús í miðbæ Reykjavíkur mætti aðeins endurgera jafnstór og þau sem fyrir eru á fasteigunum. Fyrir vikið eigum við engan „ekta“ miðbæ þar sem húsagerð er svipuð og frá eldri tíma. Við horfum upp á gamaldags eldri virðulegar byggingar frá 18. öld við hliðina á einhverju risastóru gler og steinstepuskrímsli. Er það sem við viljum?

Um endurgerð miðbæjar Reykjavíkur þyrfti sem fyrst að hefjast umræða á hærra plani en verið hefur. Við eigum að stuðla að sem mestri varðveislu eldri húsa - þar sem það á við og að þau falli sem best inn í það umhverfi sem fyrir er.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband