Hænufet í rétta átt

Þegar Sundabrautin komst fyrst í umræðuna fyrir um aldarfjórðungi eða jafnvel fyrr, var strax rætt um að framkvæmdin væri mjög nauðsynleg en jafnframt bæði vandasöm og dýr. Miðað við þáverandi hugmyndir var rætt um að Sundabrautin yrði tilbúin ekki seinna en 2006. Nú er árið 2008 runnið upp og enn geta ekki bifreiðar né önnur ökutæki ekið eftir ekki einu sinni smákafla hennar! Svona getur blessuð pólitíkin verið, stjórnmálamenn uppteknir upp fyrir haus að lofa öðrum kjósendum hinum megin á landshorninu að byggja brú, leggja veg, grafa göng og það sem ekki má gleyma: byggja gríðarlega stíflu í óþökk tugþúsunda þjóðarinnar. Fyrir brot þeirrar miklu fjárhæð hefði verið unnt að byggja Sundabraut fyrir langt löngu.

Með samþykki borgarstjórnar um mál varðandi Sundabraut hefur málið þokast eitt hænufet, vonandi í rétta átt. Nú á eftir að rífast um það hvort eigi að grafa göng, byggja brú og kanski litlar eyjar í leiðinni. Og svo þarf allt klabbið að fara í umhverfismat og útboð. Þá er Mosi kannski dauður loksins þegar brautin er komin breið og greið. Ferli sem hefði undir venjulegum kringumstæðum tekið 2 - 3 ár í framkvæmd fyrir 20 árum, tekur kannski hálfa öld í viðbót - hið minnsta - ef fram horfir eins og fram að þessu og allri þeirri handarbaksvinnu sem við höfum verið vitni að.

Mosi


mbl.is Samþykkir Sundabraut í göngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Legg til, að framvegis verði braut þessi kölluð Synda-braut...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.1.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ja hvers vegna ekki? En hverra syndir á þessi breiði vegur að vera kenndur við?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband