Endurreisn gamla bæjarhlutans

Á undanförnum árum og jafnvel áratugum hefur mikil endurnýjun orðið í miðbæ Reykjavíkur og víðar. Allt vestan úr Grandahverfi og Örfirisey og langt inn með norðurströndinni allt að Sundahöfn og jafnvel lengra, hafa eldri borgarhlutar verið endurbyggðir. Eldri hús hafa ýmist verið rifin eða flutt, stundum með mikilli fyrirhöfn og kosta mikið. Sjálfsagt er að skilja milli nýbyggðar þar sem arkitektar og byggingafyrirtæki hafi frjálsar hendur á borð við gamla Skuggahverfið og allt inn í Laugarnes. Þar eru mjög róttækar breytingar að ekki sé dýpra tekið í árina. Þar er enn töluvert svigrúm vegna þess hve byggðin er strjálli og fasteignir (lóðir) tiltölulega stórar. Í gamla miðbænum, Þingholtunum og Grjótaþorpi gildir öðru máli. Þar eru fasteignirnar, lóðirnar mjög smáar, kannski örfáir hundruð fermetrar og götur þröngar og litlar. Þar á ekki að auka byggingamagn mikið umfram það sem fyrir er. Að reisa hótel í húsasundi er mikil skammsýni, jafnvel þó svo að fasteignin (ákveðinn fermetrafjöldi af yfirborði jarðar) nái yfir tvö lóðanúmer, t.d. Laugavegur 4 og 6. Af hverju er svo kotungslega hugsað? Mosa þætti ekki ólíklegt að Einari Benediktssyni brygði bros á vör yfir slíkri heimsku. Af hverju ekki að hugsa stærra ef nóg væri af fjármunum, fá viðtal hjá fjármálaráðherra Íslands og spyrja einfaldlega hvort húsnæði Iðnskólans í Reykjavík væri ekki falt? Það hús er mjög vel í sveit sett með feiknagott útsýni yfir borgina og langt yfir Faxaflóann til fjalla Snæfellsness, Akrafjalls, Skarðheiðarinnar og Esju. Í austri blasa fellin í Mosfellsbæ við, Hengillinn, Vífilfell, Bláfjöll og öll stærri fjöllin á Reykjanesskaganum. Þar væri unnt að breyta gömlu en vel byggðu skólahúsnæði í stórt hótel sem vegna útsýnisins yrði ábyggilega mjög vinsæll gististaður. Þar ætti að vera nægt rými fyrir hópferðabíla til að koma með farþega og sækja. Einnig vegna hinna ýmsu aðfanga og þjónustu sem fylgir hótelrekstri en í húsasundi við þröngan Laugaveg er vægast sagt mjög erfitt. Og þarna er stöðugt ónæði frá umferð og öskrandi drykkju- og eiturlyfalýð.

Gamla Iðnskólahúsið hefur að prýða 3 útilistaverk eftir einn frægasta listamann þjóðarinnar, Erró. Fyrir hálfri öld var hann með vinnustofu á efstu hæð og galt húsaleigu með þessum stórkostlegu listaverkum sem eru við tvo innganga. Við Vitastíg eru tvö listaverk sitt til hvorrar handar og þriðja listaverkið blasir við aðalinngang. Ekki eru mörg listaverk sem prýða skólahúsnæði á Íslandi.

Eldri borgarhlutinn með þröngu götunum og gömlu húsunum ber að varðveita eftir því sem tök eru á. Löng vanræksla í skipulagi þarf að fleygja fyrir róða og setja þarf kvöð fyrir því að ekki sé byggt stærra né í öðrum stíl en fyrir er. Auðmagnið á ekki að geta stjórnað för og ný hús sem minna á skrýmsli byggð í staðinn fyrir þau gömlu.

Eftir heimsstyrjöldina síðari voru borgir Þýskalands og annarra landa endurbyggðar. Sérstaklega er eftirtektarvert að í Þýskalandi var lögð sérstök áhersla að endurgera gömlu húsin eftir efnum og ástæðum. Einu sinni kom Mosi í Goethe húsið í Frankfurt. Það eyðilagðist gjrösamlega í stríðinu. Þjóðverjar gerðu sér grein fyrir því í tíma og komu öllu því undan sem unnt var að taka niður og komu fyrir á herragörðum utan við borgina. Meira að segja sýnishorn af betrekkinu var varðveitt til þess að unnt væri að endurgera húsið eftir að þessi hörmulegi hildarleikur, stríðið var afstaðið. Endurgerð þessa húss gæti verið íslenskum arkitektum góð fyrirmynd. Svo nákvæmt var eftirgerðarstarfið að meira að segja marrið í tröppum hússins er á sínum stað, rétt eins og á dögum Goethes.

Mosi


mbl.is Vill nota ágóða af sölu uppgerðra húsa til viðhalds öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243004

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband